14.9.2008
Shaken not (dis)turbed :)
Pólverjarnir í minni vinnu eru mér endalaus uppspretta gleði og ánægju! Þeir tala mismikla ensku - eins og gefur að skilja - og leitast við að aðstoða hvern annan eftir þörfum! Einn hringdi í mig um daginn og spurði mig hvort minn "nýji" yfirmaður hefði talað eitthvað við mig um childrens holliday!
Ég hugsaði, baki brotnu, og reyndi að tengja í allar áttir en varð að játa mig sigraða og sagði honum að: "nei, því miður, ég hefði ekkert heyrt um það..........."
En þeir gefast ekki upp! Nokkrum dögum síðar hringdi í mig sá af "mínum" Pólverjum sem hefur í gegnum tíðina annast hvað mestu samskiptin. Þeir tala við hann - hann talar við mig! Hann gat komið mér í skilning um hvað children holliday þýddi..... Símtalið endaði á þessum nótum: Ég: aaaaaaaa.... you are talking about children holliday......? Hann: Dobra, dobra!!
Í dag kom hann svo með nýja fjölskyldu til mín sem þurfti að fylla út ýmsa pappíra fyrir atvinnuleyfi og umsókn um kennitölu... Við flissuðum stanslaust á meðan ég talaði pólsku og hann íslensku.... Þau skildu svo eftir, í þakklætisskyni, Martini flösku og ég sem drekk ekki martini! Veit einhver númerið hjá Bond? James Bond.........? Er það dobbelOseven?
Ég eldaði í kvöld, af fingrum fram, bleikan fisk, sem mitt fyrrum kjallarakrútt gaf mér! Hann kom til mín um daginn og spurði hvort hann mætti tína orma í garðinum hjár mér! Ég sagði honum að það væri sko minnsta mál í heimi! Ormarnir kostuðu bara einn bleikan fisk! Ekki slæm vöruskipti það......... Hrikalega góður fiskur...... namm!! Með fiskinum eldaði ég að sjálfsögðu glansnýjar kartöflur sem ég tók upp úr garðinum........ Sem minnir mig á það! Ár kartöflunnar?? Ætti það ekki að merkja glás af kartöflum? Ég hef grun um að það hafi gleymst að segja útsæðinu í vor hvaða ár væri..... Breytir þó ekki því að þær eru góðar - sérstaklega með smjöri og smá maldon..... slurp!!
Eruð þið að kveikja á childrens holliday?
Athugasemdir
Ég kannast við álíka en útlendingur í fyrirtækinu skrifað ætið á vinnuseðilinn "fríð" sem ég auðvitað tek bókstaflega til mín þótt kallinn sé að meina að hann hafi verið í fríi þann daginn
Childrens holiday er örugglega starfsdagur í leikskólanum eða .... eða feðraorlof. Nei hvað veit ég.
M, 14.9.2008 kl. 22:27
Mér detta líka í huga starfsdagar eða vetrarfrí. Eða kannski frí sem er tekið vegna veikinda barna. Annars er ég alveg græn.
Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:34
Hrönn, þú ert endalaus uppspretta gleði og hláturs, alveg óviðjafnanleg.
Barnseignarfrí?? Eru það ekki einu "childrens hollidayin, sem íslenskir foreldrar þekkja núorðið?
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:36
Barneignarfrí ?
Annars hef ég ekki Guðmund, enda mín börn komin með þvaglegg og göngugrind.
Það er gaman að svona tungumáladóti hehe
Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 22:43
Þið eruð alveg frábærar stelpur.
Verð að smella á ykkur góða nótt kossi.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:27
ahahahah..... ekkert sem kemur í staðinn fyrir góðan hlátur rétt fyrir svefninn..... nema ef vera skyldi..... ó shit nei.... þetta er víst fjölskyldusíða........
Nei ég er ekki að kveikja á þessu með Hollydeiið..... það er ljós en engin heima hjá minni....
Fanney Björg Karlsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:49
Ég held að það sé einmitt málið...fæðingaorlof....barneignafrí..he he...
Gæti samt líka verið vetrarfríið í oktober....
Góða nótt krúttið mitt....dobra dobra...da!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:51
fæðingarorlofið - allavega miðað við mína pólverja
það er einmitt svo yndislegt að eiga samskipti við þá vegna mismikilla hæfileika í leikrænum tilþrifum því svo mörg samtöl enda í leik og tjáningu
bið að heilsa pólverjunum þínum One są całymi tak (więc) słodki
Rebbý, 15.9.2008 kl. 10:37
Nei hvað?Er að sjóða fisk og nýjar kartöflur.Slurp hér líka
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:28
September er mánuður fizkmetis, bleikz sem bláz, enda allir orðnir kolgrillaðir á þjóðvegarollunni & svíneríi ýmis konar eftir þezzar örfáu vikur á milli vors & hausts.
& ~glanznýjar~ kattöbblur með zméri,,,
eru nammz...
Steingrímur Helgason, 15.9.2008 kl. 23:11
Eru Pólverjarnir zínir gamlar strídshetjur?
Mikilvaegt ad vita zad ádur en spurningunni er svarad!
www.zordis.com, 16.9.2008 kl. 01:06
Zordis! Ekki kannski svo gamlir...... hugsanlega hetjur...... ég á alveg eftir að spyrja þá út í það!!
Einn af "Pólverjunum" er Zerbi - hann talar um AK47 með glóð í augum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 10:01
Hehehe þeir eru flottir pólverjarnir, þó er ennþá meira gaman að portúgölum, því þeir eru svo rosalega tilfinningaheitir. Ég var í endalausum fjölskylduráðgjöfum í sumar, en hjá mér unnu tvær yndislegar systur, sem ýmist hötuðu eða elskuðu hvor aðra.
En í sambandi við fisk þá bendi ég á tjöruhúsið næsta sumar til að fá sér pönnusteiktan fisk, klikkar ekki hjá honum Magga Hauks.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.