9.9.2008
Ég var..
..rosa heppin með veður í þessari útilegu
Mér tókst að móðga fimm konur á einu bretti á markaði einn daginn! Fimm stykki - býður einhver betur? Bara vegna þess að ég vildi ekki kaupa af þeim tösku! Keypti hinsvegar eitt stykki af afskaplega alúðlegum dreng og borgaði honum fimm evrum meira fyrir en hann vildi fá..... Var að spá í að bakka og láta kellurnar vita af því - bara til að fá viðbrögðin - en það var of heitt.......
Ég grætti líka eina innfædda konu sem var að leita að kettinum sínum gráa! Hún kom og spurði hvort við hefðum séð hann og ég klappaði henni á öxlina og sagði nei.... bætti svo við - á íslenzku vitaskuld..... að vonandi finndi hún hann og þá gerði hún sér lítið fyrir og grét á öxlinni á mér og sagði mér.... á sínu móðurmáli.... að hann væri búinn að vera týndur í tvo daga! Ég sagði og talaði enn mitt móðurmál, um leið og ég strauk henni um bakið að ég hefði oft þessi áhrif á fólk! Það brysti bara í grát.......
Mottóið? Það skiptir ekki máli hvað það er sem þú segir - tónninn skilst
Ég hitti líka látbragðsleikara á Sítrónumarkaðinum - hvar annarsstaðar...? sem elti mig á röndum og endaði á því að leiða mig eftir markaðsgötunni! Ég sagði honum að hann skyldi nú fara varlega í þetta.... það væri ekki oft sem karlmenn opinberuðu hrifningu sína á mér svona mikið og svona opinberlega - það gæti endað með því að ég tæki hann með mér heim! Nú ráfar hann um Austurveginn í rigningunni og enginn hefur tíma fyrir hann!
Ég ætlaði líka að taka heim með mér, í handfarangri, þjónustustúlku af veitingastað! Bæði vegna þess að hún tók lítið pláss og hentar þess vegna vel í innréttinguna og líka vegna þess að það að rétta upp hendi og segja "una cervesa pour favor" kemst ágætlega upp í vana. Ég ákvað bara að hleypa henni ekkert mikið út og segja alltaf við hana þegar ég færi út í búð "se vende" sem á skandinavísku þýddi vitaskuld: Bíddu hér.... en hún hefði ekki hugmynd um það!
Þá er það bara eitt að lokum! Hver söng "Galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, getað hoppað hlegið sungið - endalaust! Hvaða ár og eftir hvern er textinn?
Þakka þeim sem hlýddu - góðar stundir
Athugasemdir
Velkomin heim úr útilegunni, þín var sárt saknað.
Gáta: veit ekki.
Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:38
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:43
Frábær útilega greinilega. Flott hjá þér. Mig vantar einmitt svona þjónustustúlku.
Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:44
Sæl frænka og velkomin frá Spáni.
Gátan- Ólafur Haukur Símonarson semdi lag og texta. Veit ekki hvaða ár en finnst endilega að Olga Guðrún hafi sungið þetta.
Kveðja úr Furugrundinni
Stína Frænka (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:55
Já þín var sárt sagnað hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2008 kl. 17:56
Velkomin góða mín. Alveg er í viss um að það hefur verið mikið af dökkhærðum karlmönnum í þessari útilegu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 18:03
Jú Jenný! Það var ekki laust við að það mótaði fyrir einum og einum dökkhærðum
Takk Katla mín!
Stína! Alltaf góð
Sigrún! Saknaði þín líka
Birna Dís og Helga ég skil ekki af hverju enginn tekur að sér þennan innflutning
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:09
Hvur hlýddi þér?
Til hamingju með daginn.
Þröstur Unnar, 9.9.2008 kl. 18:26
Kærleikur til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:33
Skrambans !
Ég saknaði þín óeðlilega mikið...eru til pillur við þessu ?
Ný regla ; Bloggvinum er óheimilt að fara í frí eða þegja óeðlilega lengi
Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 18:37
Hahahaha heilar fimm kerlur móðgaðar ekkert minna en það, eins gott að þú lést ekki eftir þér að bakka og láta þær vita, þær eru blóðheitar þessar spænsku sko !!! Gott að þú ert komin heim skvísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:57
Ertu komin heim..... jibbý..... sé þig í vikunni......
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 19:27
Greinilega skemmtilegt ferðalag! Og viðburðarríkt...
Gátan: Kannast við textann, held ég... en kem ekki fyrir mig hver er þarna á ferð.
Vilma Kristín , 9.9.2008 kl. 19:56
Það er nú heila jókið Þröstur! Það hlýðir mér aldrei neinn - kemur sér að á móti er mér alltaf hlýtt
Knús á þig Steina mín
Ragga! Það er ekki búið að framleiða pillurnar enn - en þær eru í vinnslu! Hinsvegar hefur verið opnuð deild á vogi - tileinkuð mér! Þar afhrannast fólk í hrönnum
Fanney! Hlakka til að sjá þig rúsínurófan mín
Hallgerður! Takk og sömuleiðis
Vilma! Við förum í kvennaferð næst - mógðum fimm kjéddlingar hver! Ættum að ná góðri hausatölu
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 20:09
Velkomin heim góða mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 20:27
Velkomin heim úr útilegunni - saknaði geðinnar í Hrönnum
Knús á þig
Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 20:46
Velkomin heim, hjartabræðari og huggari heimsins! Fleiri sögur úr útilegunni, takk.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:55
Velkomin hjem igen, min skat! Saknaði þín!
SigrúnSveitó, 9.9.2008 kl. 21:17
'afhrannazt í hrönnum' ...
Uppstoppunarefni ...
Fjöll norðlendis hækkuðu um fimm sentímetra þegar þú steigst á frónið,,, af gleði & ég brozi samglaður.
Steingrímur Helgason, 9.9.2008 kl. 21:28
Velkomin heim. Þ+in var saknað
Marta B Helgadóttir, 9.9.2008 kl. 22:15
Ég er með í kvennaferðina! Any time! Og ég er ofboðslega góð að móðga... gæti jafnvel náð sex í einu!
Vilma Kristín , 9.9.2008 kl. 22:51
Gott þú varst ekki með hamarinn........Ertu að segja mér að þú hafir tekið sítrónugaurinn með heim EF ekki hver í aaaaannnnsss...ráfar þá um austarann aleinn í rigningu
Þú ert nottla snillingur að ætla að taka eina litla með heim sem kemmst fyrir í "handfarangrinum" sem gæti líklega rétt þér big cervesa
Hatur og Fattur fara á kreik.......
Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 23:06
Sem er þá lílega æjiii Laddi kannski......man ekki strumpar eitthvað
Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 23:07
Solla!! Farðuaðsofa.....
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 23:09
Nei ég vil svör
Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 23:12
Wów...hvað ég er fegin að þú ert komin aftur!!!hjúkkett!!!
Hélt bara að einhver hefði rænt þér úr mannheimum og komið fyrir á ónettengdum stað í langtburtistann og fannst það sóun á góðri bloggkonu....
Velkomin heim úr útlegðinni...vonandi skemmtirðu þér vel við að hugga og styrkja útlendingana...stríða pínu og hrekkja smá....
Þetta með gátuna...frænka þín er búin að svara...en ég vissita náttla sko....og árið er 1976....
Bergljót Hreinsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:16
En samt þetta er úr Hatti og FATTI.......
Solla Guðjóns, 9.9.2008 kl. 23:37
Aldrei að fara á Sítrónumarkaðinn, konur lenda í svona sexual einelti þar. Glæsilegar ljóshunangslituð, bráðgáfuð og skemmtileg .... allra karlamanna hugljúfi og tja. kvenna líka ... Næst þá verð ég meðíför og við tökum einn cervesa og vesenumst í hópmóðgunum og kisuhuggi.
Var einhver að tala um fráhvörf???
www.zordis.com, 10.9.2008 kl. 00:24
Damn hvað það er nú gott að fá þig heim tjelling. Smessa jafnvel á þig í dag.
Hlakka klikkaðslega mikið til að hitta þig aftur.
Farin að leita að aumingjanum sem er ráfandi um austurveginn.
Tína, 10.9.2008 kl. 06:39
Já, fórstu með hamarinn með þér í útileguna!?
Einar Indriðason, 10.9.2008 kl. 08:20
Enginn hamar í þessa útilegu....
Takk fyrir kaffið Tína fína
Zordís! Við meikum það þar
Solla! Stína var með svarið - enda alin upp á leikskólum Olga Guðrún söng.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 18:29
Sko þetta er sammt söngur úr leikriti Ólafs Hauks um HATT OG FATT......ég veit það
Solla Guðjóns, 10.9.2008 kl. 20:29
Solla þú ert óborganleg!!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.