25.8.2008
Útilegur fyrr og nú!
Þegar ég var að taka til hér eftir skjálftann í maí fann ég ýmis konar pappíra.... þið vitið svona pappíra sem maður geymir for no reason at all
Eftirfarandi er einn af þeim pappír sem ég fann! Þetta er minnislisti fyrir útilegur, löööööngu fyrir tíma húsbíla, tjaldvagna og hjólhýsa......
Tjald, svefnpoka, dýnur, teppi, hamar - ég hef lengi verið svona.... lítið kærleiksljós sóp, prímus, diskar, viskustykki, sápu, hnífapör, bursta, potta, kodda, stóla og borð, útvarp, hundinn, hundakeðju og ól - ég hef greinilega lengi átt hund.... - grill og grilltöng, eldspýtur, ljós, regnföt, sundföt - líklega ætlað fyrir meiri háttar rigningu - lopasokka, stígvél, húfur, vettlinga, hitabrúsa, lyf - átta mig ekki alveg á þessum lið, líklega þó til að halda sönsum.... - flugnanet, tannbursta, tannkrem, krem, greiða, bursti, handklæði, þvottapoka, sápu, klemmur, plastpoka, krydd, myndavél, derhúfu, börnin - takið eftir, þau eru talin upp laaaangt á eftir hundinum, þetta heitir sko að forgangsraða.... manninn (af tillitssemi við minn fyrrverandi nefni ég ekki nafnið hans ) og góða skapið!
Nú ferðast ég létt - enginn maður! Ekkert gott skap
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Jú kill mí vúman....
haltu áfram að taka til í þessu. Þú ert eina bloggvinkonan sem ég trúi til að eiga meira svona skemmtilegt
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 20:10
Ég hef greinilega lengi verið með fremur undarlegan húmor!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 20:12
Ég vel að túlka þennan lið "Engan mann ekkert gott skap"... á þennan hátt...; þar sem maðurinn er...." týndur og tröllum......"þá þurfir þú ekki að skrifa góða skapið á minnislistann..... þú ert alltaf í góðu skapi......þér er það í blóð borið....og þetta með börnin og hundinn..... segi ég bara ..."I rest my case"........
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.8.2008 kl. 20:22
Ég trúi því nú ekki að þú farir eitthvað án þess að hafa góða skapið með. Það er kannski bara innbyggt svo þú tekur ekki eftir því. En djö.... ertu skipulögð.
Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 20:23
Já segðu! Hver þarf börn þegar hann á hund(a)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 20:24
Já Marinó! Ótrúlegt þegar tekið er mið af því að ég er tvíburi í aðra áttina
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 20:25
Enginn í góðum 'zköbum' zumzé.
Ef þú værir keypt í bakaríi, værir þú óverðmerkt 'Normalbrauð'.
(& give' em *ell ...)
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 20:26
Líklega Steingrímur! Frá deginum áður........
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 20:28
Hvað gerir þú með hamar í útilegu ? Smíðar tjaldið !
Ég set alltaf hælana niður með hælnum.
Anna Einarsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:34
Hrönnsla mín þú er sko mesta dúllan á Selfossi og þótt víðar væri leitað í Árborg. Hlakka til að hitta þig á laugardaginn. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 21:49
Ég hefði hætt við útileguna og notið þess að hafa "búslóðina" á sínum stað
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:49
Anna! Ég held ég hreinlega ætlað hamarinn í eitthvað allt annað
Ásdís! Bara í Árborg!!
Nákvæmlega Sigrún
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 21:56
Að vísu tjaldaði ég einu sinni í Skaftafelli! Þar er ekki fræðilegur möguleiki að reka niður hæl! Enda voru þeir allir uppseldir í sjoppunni! Þar fékkst ekki einu sinni skíthæll ;)
Líklega hefur hamrinum verið ætlað að vera klár í aðra ferð þangað!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 22:00
hamar? ja hérna hér! Ja, allur er varin góður svosem....
Heiða Þórðar, 25.8.2008 kl. 22:23
... skíthælar eru lélegir og linir... ekki einu sinni hægt að berja þá með hamri... gott að þú varst ekki eins og einn bloggvinurinn sem var búinn að pakka svo miklu í bílinn að góða skapið komst ekki fyrir... og var skilið eftir heima...
Brattur, 25.8.2008 kl. 22:24
Hamar? Hmmm... það hefði mér aldrei dottið í hug... en kemur sér örugglega oft vel í útilegum!
Vilma Kristín , 25.8.2008 kl. 22:43
Fyrir utan það hvað stendur á miðanum, þá finnst mér merkilegt að þú eigir hann ennþá
Þú átt örugglega launaseðlana þín síðan sautjánhundruðogsúrkál er það ekki ?
M, 25.8.2008 kl. 22:46
ég hef alltaf talið mig vera skipulagða en ekki hef ég enn fundið svona ítarlegan lista í mínum fórum - væntanlega hefur átt að endurnýta listann fyrst hann er enn til staðar - spurning að skella honum á ísskápinn fyrir næsta sumar
Rebbý, 25.8.2008 kl. 23:10
hehe Rebbý! Já það er ekki vitlaus hugmynd ;)
M! Ég hugsa að ég gæti fundið þá.... já
Vilma! Oft er betra að hafa hamar en sög
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 23:12
Flugnanet??? Hvert ætlaðir þú? Í Amazon?
Annars kannast ég við allan pakkann mínus hund, hamar og flugnanet. Hamar? Kona spyr sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 23:30
Væri til í að fara með þér í Hjólahýsi að Laugarvatni!
Getur sko pakkað eins og mad vúman og ég mæti með sykurpúða, söngbók og söngvatn!
www.zordis.com, 26.8.2008 kl. 00:02
hehehe...góður listi
Lena pena, 26.8.2008 kl. 08:11
....Amazon Norðursins! Galtalæk..
Zordis! Ég er tilbúin
Brattur! Segðu!
Heiða! Maðu veit aldrei!
Lena! Algjörlega nauðsynlegur listi
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 08:57
Sko... þig vantar á listann... Góðan, stóran svissneskan vasahníf. Ef hann er vel stór og vel góður, þá fylgir hamarinn með!
Einar Indriðason, 26.8.2008 kl. 09:02
Rétt Einar! Ég bæti úr þessu strax
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:06
Við ykkur sem lesið bloggið mitt og sendið mér sms í gegnum ja.is vegna þess að þið þorið ekki að koma fram undir nafni segi ég! Þið ættuð kannski að fara að æfa golf! Reyna að finna grínið ykkar!! En það er kannski of dýrt sport fyrir ykkur?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:08
Hva? aðdáendur sem senda þér sms í gegnum ja.is? Lúxus hehe
Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 09:18
Já alltaf gaman að óþekktum aðdáendum! Þætti samt betra ef þeir væru fyndnir og gáfaðir
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:25
Einhver öfundssjúkur af því að þú kláraðir maraþonið þitt, en hann (eða hún) ekki?
Annars er þetta kannski spurning um að núna sértu fyrst að verða fræg?
Ps. Ef þú ert með VIRKILEGA góðan svissneskan vasahníf, þá geturðu skilið allt hitt eftir. (Nema kannski hundinn.) (Og... hundamatinn.) (Og svefnpokann.) (Og tjaldið.) (og aldrei að skilja góða skapið eftir, góður svissari kemur ekki í staðinn fyrir gott skap.)
Einar Indriðason, 26.8.2008 kl. 09:29
hehehe hugsanlega Einar!
Mér sýnist nú á öllu að þessum eðalhnífi fylgi góða skapið! Maður hlýtur að fyllast friði og fögnuði þegar maður finnur svissara í farangrinum!
Hey þarna fékk ég góða viðbót á listann........
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:34
Já, Þú meinar frá Sviss?
Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 09:39
Já! Ég mundi pakka góða skapinu við hliðina á svissneskum fjallgöngugarpi Ekki ónýtt þegar ég væri búin að berja niður tjaldið í Skaftafell, sótbölvandi og úrill að opna farangurinn og..... guten abend
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:42
Knús inn í daginn
Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.8.2008 kl. 10:24
Þú ert nú bara yndisleg sko . Fer svo að sníkja hjá þér kaffi fljótlega. Svo manstu að það er alltaf heitt á könnunni hjá mér, þegar þig langar að líta aðeins upp úr vinnunni.
Knús á þig skemmtilega kona.
Tína, 26.8.2008 kl. 11:34
Flottur listi og ekki verra að vera með hlutina á hreinu en skrítið nokk þá hefur alltaf flotið með hamar í mínum ferðum enda hamarinn fastur við kallinn betra að hafa hann með ef hann þyrfti að smíða í fríinu
Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 17:13
Ja flottur listi hjá þér Hrönn mín hafðu það bara gott
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2008 kl. 18:06
Hvurnig í veröldinni er hamar festur við kalinn hennar Brynju?
Einar Indriðason, 26.8.2008 kl. 20:27
tjah... mér dettur ýmislegt í hug! Vil bara ekki opinbera það svona á netinu.....
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 20:50
Hey þú! Sem ert enn að senda mér sms í gegn um já.is. Ef þú hefur ekki áhuga á að ég tali um þig á blogginu mínu! Vertu þá ekki að senda mér sms!
Ég veit hvort sem er hver þú ert! Veit líka að þú hefur ekki efni á að finna grínið þitt í golfi!
Hvernig væri að koma bara fram undir nafni? Ha?
Hættu eða ég blogga sérstaklega um þig og þá nefni ég þig!!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 22:27
tja spurning sko en jú hann er með hamarinn því hann er einfaldlega Húsasmiður svo hamrinn fylgir alltaf með í bílnum sko skiljú en reyndar fær hamarinn að vera heima ef við förum til útlanda en hefur samt verið keyptur hamar þar svo nú sjáið þið hvað ég var feginn að hún Hrönn var með þetta á sínum lista þá er ég ekki ein um þetta sko Hrönn hvað varstu að hugsa kona svona settu það á netið dónin þinn
Brynja skordal, 26.8.2008 kl. 22:28
Hentu draslinu og fáðu þér bara húsbíl.
Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 23:27
Nebbs Brynja! Ég kann mig
Marinó! Líka þeim svissneska?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 23:42
Nei gætir rekist á einn ísbjörn eða bara mús og þá er nú gott að vera með vopn í hendi.
Marinó Már Marinósson, 26.8.2008 kl. 23:48
heh! Ef þannig færi þá bæti ég bara rauða krossinum á listann Þá er ég alltaf örugglega fyrst í áfallahjálp!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 23:50
Gvöð, þú ert svo frábær, U make my day!! TAKK!!!!!!
alva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:23
Móst velkom alva
Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 00:24
Ertu með einhvern smsdólg á eftir þér..... gvööð en leiðinlegt.....og einhver skortur á öllu hjá dólgnum....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:00
Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:18
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:09
Verðum við ekki að redda okkur litlu hýsi?
spurning um að vera með nokkra heimagerða texta því þá þarf að kyrja vel í rökkrinu og ég nenni ekki að koma með sykurpúða en söngvatnið er möst!
Erum við að tala saman núna?
Og, svo sjáumst við vonandi poooo lördagen ...
www.zordis.com, 28.8.2008 kl. 01:47
Æj það er aldeilis gaman hér og ég kom fyrst núna í samkvæmið...einhver gleymt að bjóða mér ...*konanmeðhamarinn*
Þetta er áreiðanlega samt gamall sögumisskilningur....álfkonan gekk Í hamarinn inn......
Hrönn hefur lesið ...Álfkonan gekk MEÐ hamarinn inn.....
Já já þannig hefur það verið æm sjúr
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 17:40
Réttu mér hamrinnnn kona!
Marinó Már Marinósson, 28.8.2008 kl. 17:45
Hahahahaha það er gaman að svona miðum Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:53
Þú ert aldeilis stórsniðug! Sit hérna vælandi úr hlátri úti í garði í fjarlægu landi.
Við hjónakornin vorum að spá í hvort það væri nokkuð samhengi í hamrinum og að það væri komið x fyrir framan eiginmaður... -Hann er alveg á lífi ennþá og allt það, er það ekki??
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.8.2008 kl. 16:53
Þetta er snilldarfærsla hjá þér Hrönn og svo eru kommentin ekki síðri heheheh
góða helgi, og farðu varlega inn í helgina ef að þú ætlar að hafa hamarinn með.
Linda litla, 29.8.2008 kl. 19:03
Ah.... er það *þess* vegna sem Kaffibrúsakallarnir voru með "Hentu í mig hamrinum" sketshið?
Einar Indriðason, 29.8.2008 kl. 22:54
hvar ertu krútta???? Maður hefur ekkert heyrt frá þér
Tína, 30.8.2008 kl. 06:35
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.8.2008 kl. 01:31
Úfff...ég á líka svona heví nákvæman lista...en hefur ekki dottið í hug að setja kallinn...börnin og hundinn á hann....þau bara muna eftir sér sjálf...he he...
En...leikskólakennarinn í mér hefur svo góða yfirsýn..svo það hefur tekist hingað til að koma ölum með...líka þegar við höfum verið með stuðningsbörnin okkar með...thí hí......
En hamar....hann er alltaf með....ef......
Bergljót Hreinsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:54
Jemundur, sveimundur, einmundur, amen.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:27
Þetta kallar maður að fara vel útbúinn í útilegur. Gott að vera þó laus við að drösla kallinum aftast á listann. Það er ýmislegt sem léttir á manni.
Helga Magnúsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:21
Fórstu í útilegu eða????? hvar ertu skvísan þín?
Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 13:35
Hæjjjjjjj og skál í boðinu..
Alveg magnaður þessi lysti og ótrúleg samsetning á honum.....krydd, myndavél, derhúfu......óóó
Segðu þessum smessa-dólg að grínin á gólfvöllunum séu útspörkuð og mis illa farin....
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 20:55
hvar er Hrönnsan????
alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:08
þetta er nú bara alveg dásamlegur list, hef aldrei lesið annað eins
kærleikur til þín frá lejrekotinu.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2008 kl. 16:21
Var að koma heim úr helgarferð og var steinhissa á að það var ekkert nýtt frá þér, elskan mín. Hvar ertu?????
Knús...
SigrúnSveitó, 7.9.2008 kl. 18:23
Hahaha ég kannast við svona lista, reyndar ekki með heimilismeðlimum og hamri, en nú eru mínir ferðalagalistar bara til í exelskjali í tölvunni en ég held svei mér þá að ég eigi ennþá fyrstu launaseðlana síðan í vinnuskólanum einhverstaðar ( já ég veit klikkað)
Vona að sms dóninn hafi ekki náð þér.
Sigríður Þórarinsdóttir, 7.9.2008 kl. 19:31
...bíddu...ertu í útilegu...að testa listann...eða...????
halló...????...Hrönn...???halló...???
Það vantar eitthvað hérna....þig.....???
Sakna skemmtilegu færslanna þinna....
Bergljót Hreinsdóttir, 7.9.2008 kl. 23:18
Þín er sárt saknað.
Solla Guðjóns, 8.9.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.