22.8.2008
Röð og regla!
Ég var að velta því fyrir mér áðan í röðinni í Bónus af hverju ég þurfi endilega að fara eftir sömu reglum og allir hinir? Af hverju er mér ekki hleypt fram fyrir alla og afgreidd fyrst? Veit ekki þetta fólk hvað minn tími er dýrmætur? Miklu dýrmætari en þeirra tími?
Svo þegar ég var á leiðinni heim - á bílnum - ég kom sko við í Bónus á leiðinni heim úr vinnunni...... Þá fór ég aftur að velta því fyrir mér af hverju ég þyrfti að fara eftir sömu umferðarreglum og allir hinir í umferðinni! Af hverju mátti ég ekki bara keyra eftir gangstéttinni þennan spöl heim? Það var hvort sem er enginn þar.......
Mikilmennskubrjálæði? Ég gæti verið frænka margra fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og hefði bara hreint ekkert fyrir því Það rennur enda blátt blóð um æðar mér síðan Kong Christian stórafi minn reið hér um fyrir margt löngu! Svo blossar það svona upp öðru hvoru - með þessum afleiðingum
Á morgun þarf ég að vakna eldsnemma og bruna í bæinn til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis - Hlakka ótrúlega mikið til! Að hlaupa alltsvo - ég vakna hvort sem er alltaf.......
Fílgúd
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Dísess þú ert orðin einsog sumir -ofvirk á blogginu!
Ég hef ekki undan að kíkja hér við!
Veistu annars ekki hvað þetta fer illa með puttana ha? Og við sem ætluðum að prjóna.
Þú ert æði og hraun og njóttu þín í botn í kvöld dúllukerlingin mín
Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 19:06
heheheh verð að skrifa það um leið og mér dettur það í hug! Annars gleymi ég....
....aldurinn - sjáðu til
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 19:14
Vaknar hvort sem er alltaf ? Það er líka eins fallegt !!
Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 19:15
Sumum finnst þú svakalega skemmtileg
Ég held að ég sé að elliglöp á byrjunarstigi séu að hrjá mig.
Ég er orðin gleymin.
Djöfull fær ég appelsínuguluna þegar ég lít hérna við.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 19:32
Ég veit Jenný! Ég skal breyta aftur bráðum........ ;)
Já Ragga! Segðu!!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 20:25
Halló..............var ég ekki búinn að kvarta yfir þessari gulu slikju hjá þér, og af hverju hlýðirðu mér ekki........en bara Jenný sinni.
Þoli ekki óþekka krakka.......
Ætlarðu að hlaupa í bæinn ef þú vaknar hvort sem er.
Þröstur Unnar, 22.8.2008 kl. 21:23
Já.... smá upphitun
Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 22:11
Ég er minna fyrir umbúðir en meira fyrir innihald.
Nema náttla hjá jenfólinu ....
Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 22:57
Þú ert audda mikilmenni, ættir alltaf að vera afgreidd fyrst.
Marta B Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 23:03
Viltu þá ekki líka vera fyrst í maraþoninu?? þú ert bara skemmtileg yðar hátign
Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:31
Ah.... gamla góða útlitið......
Gott. Halda því svona. Ekki breyta.
Einar Indriðason, 22.8.2008 kl. 23:42
Hlaupi þér vel á morgun
M, 22.8.2008 kl. 23:43
Fá ekki allir "GULL" sem hlaupa í Glitnismaraþoni Reykjavíkurborgar
Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:02
Ég vissi að ég hefði eignast merkilega vinkonu þegar við fengum okkur kaffi fyrst...... en að vinkonan væri SVONA merkileg datt mér aldrei í hug. Það er mér heiður að þekkja þig yðar hátign. Sé þig vonandi fljótlega yndislegust.
Tína, 23.8.2008 kl. 06:51
Já Mér þætti vænt um ef þið þéruðuð mig héðan í frá......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 06:52
Að sjálfsögðu ættuð þér að fá flýtimeðferð á öllum vígstöðvum...og aka um gangstéttir eins og þér óskið....í lögreglufylgd eins og hefðarkona...því það ertu!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.