Ég hef..

..verið hrikalega dugleg í dag!

Ég sló Suðurtúnið eftir vinnu! Hvar er svo mikið að gera að ég tók mér bara hálftíma í mat og ekkert kaffi Gasp Það er alltaf verið að svindla á manni Tounge Skilaði svo af mér verkefni dagsins við óskipta ánægju annars míns yfirmanns - alltaf gott að vera metin að verðleikum Joyful Það bætir næstum upp svikin með mat og kaffi......

Man að vísu ekki hvað ég gerði fleira í dag til að verðskulda titilinn starfsmaður mánaðarins en ég veit að ég á eftir að ryksuga - og ég veit líka að ég nenni því ekki.

Ég fann einn saum í Ljónshjartanu sem dýralæknirinn hefur gleymt að fjarlægja - kippti honum úr og hef vonandi náð honum öllum Pinch Merkilegt hvað þessi hundur leyfir mér að komast upp með - maður gæti hreinlega haldið að honum þætti vænt um mig Tounge 

Ég fór á allt öðrum tíma en vanalega í gönguna með þau systkinin Ljónshjarta og Biðukollu. Það var miklu meira um að vera. Við hittum fjóra veiðiþjófa - sem sýndu okkur, afar hróðugir,  ál sem þeir höfðu veitt! Ég sagði þeim, og glotti innra með mér, að þeir yrðu bara að gúggla áluppskriftir og vera svolítið exótískir í matargerð - úr því að þeir tímdu ekki að borga veiðileyfi..... 

Við hittum líka austur-evrópskar konur sem voru í lautartúr og voru ekki par hrifnar af þeim systkinum. Ég get hins vegar huggað mig við það að þær skrifa ekki klögupistil um okkur í dagsskrána.... Þær hafa ekki nægilegt vald á tungumálinu til þess Cool

Nú ætla ég að hreiðra um mig í sófanum og horfa á sjónvarpið og gleyma því að ég á ryksugu hér einhversstaðar í horni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Væri möguleiki að fá lánaða hjá þér ryksugu til 20.sept??

Ég rétt vona að þú sért að horfa á olympíuleikana, mikill keppnisandi þar!

www.zordis.com, 20.8.2008 kl. 23:01

2 identicon

Harkan í þér!

alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Alltaf sami krafturinn á þínum bæ...

Bergljót Hreinsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög fjölhæf kona hún Hrönn.  Megum við bloggvinir kjósa í valinu á "starfsmanni mánaðarins"?

Sigrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Tína

Var einmitt í klippingu í gær í næsta húsi við þig og var þá að hugsa hvort ég ætti ekki að sjá til þess að þú fengir í það minnsta kaffitíma, en varð því miður að drífa mig heim. Eins gott kannski því ég hefði þá jafnvel truflað þig í miðri aðgerð á Ljónshjartanu .

Farðu vel með þig yndislega kona og sjáumst vonandi fyrr en síðar.

Tína, 21.8.2008 kl. 05:56

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hrönn; þú ert brjáluð! Farðu að slaka á konurassgat! Þetta endar einsog ég sagði þér....við að prjóna

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 10:02

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ertu til í að senda mér e mailið þitt Hrönnsla mín...kbaldursdottir@gmail.com

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 10:17

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

andsk. kæruleysi er þetta í þér..... viltu gjöra svo vel að spretta á fætur og munda ryksuguna..... engin húsmóðir sem vill láta taka sig alvarlega liggu í leti í sófanum yfir hábjargræðistímann.... svona upp með þig kona......

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:44

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 11:02

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert nú meiri dugnaðar konan Hrönn mín. Flott síðan þín knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 11:51

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er bara gott að slappa af, hef gert það í allan dag, enda gunni ekki heima til að blanda sér í það hehehe

kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:33

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega ertu með flotta síðu kona, ertu búin að panta bolina? ég ætla að fá einn.  Svo mikið hef ég séð til þín og Ljónshjarta, að það er alveg á hreinu að dýrið elskar þig út af lífinu. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.