Björn Bjarnason

Jæja!

Þá er ég búin að skrá mig í hlaupið á laugardaginn..... Búin að kynna mér hvenær hlaupið verður ræst, hvaðan og hvaða leið verður farin.... já - ég gleymdi því þegar ég skráði mig Wink Mér fannst, og finnst enn, miklu meira atriði hvar myndavélarnar verða staðsettar í hlaupinu Tounge Það ER atriði að lúkka vel. Ég ákvað að hlaupa fyrir ABC bjarnahjálp í ár - eða er það barnahjálp....? Woundering Nú er komið að ykkur að heita á mig og standa á hliðarlínunni og hrópa af fögnuði, ykkur er jafnvel að falla í yfirlið þegar ég skeiða hjá!! Ég ætla að endurtaka leikinn frá í fyrra þegar ég kom - ekki fyrst í mark en með flottustu hárgreiðsluna  og hámaði í mig súkkulaði og banana Joyful Ég hljóp ekkert í dag - enda er það viðurkennt af íþróttafræðingum að slá af viku fyrir hlaup - ekki það að hraðinn hái mér svo mikið - enda ætla ég út á morgun.

Átti frábært kvöld með stelpunum af Laugarvatnsgrúppunni í höfuðstað allra landsmanna! Það var hlegið, borðað, drukkið, talað um stráka - sæta stráka og hlegið meira. Við kvöddum stelpurnar þar sem þær ætluðu að fara á næsta bar og fá sér cosmopolitan! Við hinsvegar áttum yfir fjallveg að fara og erum vanar að koma heim í björtu Halo

Læfisfön Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð á pallinum þegar þú hleypur - brúsapallinum og ég vona að þú komir síðust í mark.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: www.zordis.com

Ó já, læf is fön!

Sit með danskan pipar bolcher for den gode smag og er hot með fjaðurenda!

ég verð á hliðarlínu með niðursaxaða banana og suðusúkkulaði bita og dairy queen orkusheik!

www.zordis.com, 20.8.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú verður pottþétt flottust í göngunni sorry hlaupinu, er svo smituð af auglýsingunum frá Glitni, gaurinn þar vill bara lalla með Baltasar.  GN Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er iðulega að hvetja mitt fólk og þá sem hlaupa framhjá JL - húsinu, ég mun hvetja þig hástöfum. - Svo kemur þú og hvetur mig milli kl: 13 - 15 niðrí Aðalstræti. OK.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok! Hvað ertu að gera í Aðalstræti?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Tína

Ég skal standa við hliðina á Zordísi í klappstýrubúning og með dúska!!! Fæ mér svo súkkulaðibita með við bíðum

Takk fyrir kaffið og geggjað bláberjapæ frábæra kona. Hriiiiiiikalega gaman að kíkja til þín. Hlakka verulega til að sjá þig aftur.

Tína, 20.8.2008 kl. 05:42

7 Smámynd: Dísa Dóra

Ég get vísst ekki verið klappstýra á laugardaginn þar sem ég verð að vinna - en hvet þig í huganum

Dísa Dóra, 20.8.2008 kl. 08:06

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Kem ekki nálægt þessari göngu. Og hvað með Björn?

Áfram Ísland og Glitnir.

Þröstur Unnar, 20.8.2008 kl. 08:19

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Dj....... ertu dugleg og þar að auki að nenna að skrölta í bæinn, bara til að hlaupa með öllum hinum.    

Marinó Már Marinósson, 20.8.2008 kl. 12:58

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Marinó! Loksins einhver sem metur mig að verðleikum!! Ekki nóg með að ég skrölti í bæinn til að hlaupa með öllum hinum - heldur líkar mér ekkert vel að vera í mannþröng og gera eins og fjöldinn

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 14:03

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Þú ert ótrúlega dugleg! Hepp hepp...!!

SigrúnSveitó, 20.8.2008 kl. 14:13

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég skal söngla áfram Hrönn hérna í Kópavoginum...og hlaupa með þér í huganum.....ég er svo sterk í því.....ólei...ólei...ólei...ólei...

Bergljót Hreinsdóttir, 20.8.2008 kl. 16:37

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Áfram Hrönn!

En þú veist að þetta er meinóhollur andskoti, fer illa með hné og liði og tær og ég veit ekki hvað og hvað...

...en ég er í þínu liði samt. Kem til þín þegar þú verður með sundurslitinn bönd og þá getum við kannski prjónað saman.... ha?

Annars ertu yndi og þú rokkar!

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 16:57

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða! Það er nú ekki eins og ég sé að hlaupa maraþon á hverjum degi ;)

Bergljót og Flórens

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 21:22

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu góða mín! Afhverju splæstirðu ekki á mig hjarta?

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.