Húma tekur...

Dagur er að kveldi kominn!

Það er langt síðan ég hef leyft mér að vera jafn löt og í dag. Fór með Ljónshjartað og systur hans út í skóg snemma í morgun. Kom síðan heim aftur um sjöleytið og setti í þvottavél áður en ég skreið aftur upp í rúm við kröftug mótmæli kjallarabúans..... við þvottavélinni sko - ekki að ég sé að skríða upp í rúm til hans Tounge Það hefur ekki reynt á það hvort hann mundi mótmæla því..... En allavega skellti hann hurðinni móðgaður um leið og hann fór út stuttu síðar! Hey! Hann hefur kannski verið mest móðgaður yfir því að ég skyldi ekki skríða uppí til hans........ Woundering

Ég er að velta fyrir mér þessu í sambandi við að hundar eigi að róast við ákveðna aðgerð sem Stúfur Stubbalings fór í um daginn.... hvort málið sé ekki bara það að þeir fari að vantreysta fólki! Hann gat hnusað af fólki og rekið það út og suður fyrir aðgerð en núna heldur hann sig bara hlésmegin við mig ef við mætum einhverjum! Ekki það að ég sé að kvarta neitt - fólki er ekki treystandi og ef það er eitthvað sem ég hef reynt að kenna þessum hundi þá er það akkúrat það! Nema ef vera skyldi að heilsa, setjast og leggjast. 

Það gladdi mitt hjarta að Krummi er búinn að hafa vaktaskipti við Mávinn. Það er gott að vera laus við mávahláturinn á morgnana. Mætti ég þá þúsund sinnum heldur biðja um krunkið hans Krumma Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Jæja var frk.Leti í heimsókn í dag???

Gott að taka á móti henni en hér var ræs og rúntur og svo var eitt stk. heimsókn og nú er malery framundan ...

Líst vel á vaktaskiptin!!!

www.zordis.com, 17.8.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krummi er ekki kominn til mín, var oftast með nokkra hérna á staurunum, þeir hljóta að fara að líta til mín.  Krúttkveðjur frá vasaljósinu til Ljónshjarta.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hustið er að koma Hrönnsla, það er svo notalegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

En Ljónshjartað treystir þér varst það ekki þú sem lést fjarlægja "kúlurnar"?  Ég hvíslaði þessu svo hann heyrði ekki.

Yndislegt að hitta þig aftur frábæra kona.  Næst verður það vonandi kaffi og pæ.

Sigrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvað er í gangi ?????? ég var svo reið eftirmiðdaginn og fram yfir kvöldmat í gær að ég man varla annað eins

Það er bara best að lúra í sínu eigin rúmi......maður ræður allavega hver kemur upp í það

Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

U took away hiz ballz & still wonder ???

Steingrímur Helgason, 17.8.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hann fer bara varlega þegar hann hittir ókunnuga, næstu misserin í það minnsta,  - enda hversvegna ætti hann að treysta ókunnugum það voru jú ókunnugir sem meiddu hann síðast, svo Ljónshjarta er bara ljóngáfaður. - Þú ert aldeilis heppinn með hann. - aðgerðin hefur þá vonandi heppnast, og hann er þá ekki laungr...., eins og stundum vill gerast hjá hestum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:15

8 Smámynd: Tína

Vissir þú að krumminn segir til um hvernig veturinn verði? Það var gömul kona sem sagði mér að veturinn yrði svakalega góður vegna þess að ekkert hafði sést til krummans. Aldrei heyrt þetta áður en meikar alveg sens. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún reynist sannspá.

Knús á þig frábærust.

Tína, 18.8.2008 kl. 07:08

9 Smámynd:

Mikið er gaman að lesa það sem þú skrifar ég fann þig á síðunni hjá Önnu vonast eftir bloggvinátt.

 Já mér þykir óskaplega vænt um krummann ég var með einn í mat í fyrravetur og hann kom bara á staurinn rétt hjá og sníkti ef ég var ekki dugleg að gefa honum. Þvílíkt sem var gaman að fylgjast með þegar hann var að sækja bita hoppaði alveg af ánægju.

, 18.8.2008 kl. 08:45

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það víst að haustið er að koma því miður...

Kær kveðja til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 12:21

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei nei - haustið er fínn tími!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 12:36

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Haustið er uppáhaldstíminn minn; get varla beðið eftir mjúku myrkri og ilmandi kertaljósum... ..

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.8.2008 kl. 16:30

13 identicon

ahhhhhhhhhhh haustið :)

alva (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband