Helgin...

.... að verða búin og ég er hreint hrikalega löt í dag! Er að spá í að láta það bara eftir mér að kúra í sófanum, lesa og kannski prjóna.

Í gær var ég reið af orsökum sem ég ætla ekki nánar út í hér. Það hefur hins vegar þann kost í för með sér að þegar ég verð reið, þá umgengst fólk mig af stakri varúð og virðingu. Ég leysti það mál snilldarlega og allt fór vel að lokum. Ég sofnaði allavega í sæmilega góðu skapi ;) 

Já - ég held ég hafi þetta bara náttfatadag, þarf að vísu út í búð en er ekki í tízku að vera í náttfötum úti? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Jú, þetta er náttfatadagur.  Og nú sé ég þetta myndrænt.... Hundurinn.... ljósálfurinn, þú......

bwahaha!  :-)

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Hugarfluga

Ekki fara út í búð í náttfötunum, Hrönn. Plís. Ekki falla í "það er nú bara dáldið kúl að vera lummó" gírinn eins og svo alltof margir aðrir. Farðu bara í rauða peysu og settu á þig rauðan varalit, gordjöss.

Hugarfluga, 17.8.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

jú það er í tísku !

þegar ég bjó í kbh fór ég oft á náttfötum í búðina. ég geri það ekki í litla bænum hér. hummm lítið samfélagt, fólk þekkir hvert annað og talar um hvert annað.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.