I found my thrill....

Ég fékk góða heimsókn í dag! Fanney kom til mín í bláberjaböku - sérbakaða fyrir hana með sérvöldum berjum og allt hvað eina... Tounge 

Ég er að lesa svo skemmtilega bók að ég get varla beðið eftir að komast undir rúm með sængina mína til að halda lestrinum áfram. Bókin heitir Sér grefur gröf og er eftir Yrsu Sigurðardóttur! Ég las Þriðja táknið eftir hana um daginn! Þessi er betri..... Get ekki beðið eftir að koma höndum yfir Ösku, sem er nýjasta bókin hennar!!

Við Ljónshjartað fórum í dag á dýraspítalann að láta taka saumana. Það gekk eins og í sögu nema á leiðinni inn. Þá hann stakk klónum í teppið og ískraði alla leið inn í aðgerðarstofuna eins og hann væri farinn í skemmtilegunum! Ég sá nú við honum - settist á gólfið hjá honum og gaf honum uppáhaldsnammið eins og hann gat í sig látið og hrósaði honum fyrir dugnað. Hann gat náttúrulega ekki látið það spyrjast um sig að hann hefði verið kveif, síst af öllu á netinu, og lék sitt hlutverk í leikritinu - á meðan dýralæknirinn vann sína vinnu..... Tounge Nú er hann bara hortugur og lætur eins og hann hafi aldrei haft kúlur - hvað þá haft hug á að nota þær..........

.....enda - er ekki sagt að gæludýr líkist eigendum sínum?  Ég er vitaskuld að tala um hortugheitin - ég hef engar kúlur Woundering Kannski hann líkist mér þá með það núna? Tounge

...en muniði eftir laginu: Great pretender? Í hvaða mynd var það lag aftur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég á Þriðja táknið og byrjaði á henni fyrr á árinu er komin þar sem unga lögfræðigellan er að spjalla við þýska gæjann sem veit mest um málið .....

Annars er ágætt að vera hortugur eins og þú tala nú ekki um ef kona fellur í mjúk og fær sérvalin bláber í pæju .... Fanney þú ert sko son of a gönn (dóttir gunnu) ...

Er að lesa Daggardropa núna og er dugleg!  Já og að ðe tricky question ... teflon mæ dýr!

www.zordis.com, 16.8.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Zordis! Undir engum kringumstæðum má upplýsa þriðja aðila um ðe tricky question.... :)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 00:36

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...um hvað er Daggardropar?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmmmm... ég finn enn bragðið af þessari yndislegu bláberjaköku..... þvílíkt lostæti..... heyrðu og svo notaði ég uppskriftina þína og sultaði úr Ribsberjunum...ohhh ég fíla mig svo mikla húsmóður í dag...... og svei mér ef Zordis hefur ekki bara rétt fyrir sér.... ætli ég c ekki bara "son of a gönn"....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.8.2008 kl. 00:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla rétt að vona að þú hafi notað skarpan eld......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Ragnheiður

Ég segi þetta alltaf hér heima, þegar hundar eru almennilegir þá eru þeir eins og ég  en þegar þeir haga sér asnalega þá eru þeir eins og Steinar

Ég kannast annars ágætlega við svona neyðarbremsur á hundum...þá notar maður gamla ráðið og dregur kvikyndið bara áleiðis í rétta átt.

Mínir hafa löngu gleymt kúlunum enda höfðu þeir aldrei notað þær til nokkurs hlutar en Kela rámar eitthvað í eitthvað hömp með Líf (tíkardruslu) en hún varð að setja hann á hraðnámskeið til að hann fattaði til hvers var ætlast af honum. Lappi hélt áfram að hringsnúast um sjálfan sig, gjörsamlega engu nær. Hann er enn ekki búinn að fatta þetta brölt á Kelmundi.

Nú er ég búin að skrifa ritgerð á þínu bloggi ! Má ég gista hérna ? Og fá kaffi í fyrramálið ?

Sowwy

Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 00:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Það máttu... ég skal færa þér böku með morgunkaffinu

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 00:49

8 Smámynd: www.zordis.com

mæ lipps ar síld (samt ekki marineruð)

Daggardropar eru 2 sögur um líf um líf úr lífi í líf svona fyrralífssögur!  Ævintýrasaga ... Vel skrifuð frásögn Kleópötru Kristbjargar ...

www.zordis.com, 16.8.2008 kl. 01:18

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

dýraníðíngur !

Steingrímur Helgason, 16.8.2008 kl. 02:13

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skil vel bróðir minn Ljónshjarta, hann hefur ekki viljað fara í aðra píningu hjá Herra Dýra. -  Mér finnst hann hetja að leyfa þér samt að draga sig inn til Dýra, það segir manni hvað honum þykir nú undurvænt um þig. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 02:29

11 Smámynd: Tína

Ef hláturinn lengir lífið, þá á ég eftir að vera ódauðleg bara af því að lesa það sem þú skrifar kona góð.

Ofsalega var nú annars gaman að fá þig í kaffi til mín, enda skemmtileg með eindæmum og hefur bara svo frábæra nærveru. Komdu fagnandi hvenær sem er yndislegust. Þakka þér falleg orð í minn garð á blogginu mínu . Hlakka til að hitta þig aftur.

Knús á þig fallegust og njóttu helgarinnar.

Tína, 16.8.2008 kl. 09:04

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi það er alltaf gaman að lesa góða bók hafðu það gott Hrönn mín

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 10:46

13 identicon

hæhæ ertu heima fáum við Tína kaffi

Sigurlín (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 11:01

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég gleymdi að spyrja um eftirmeðferð með vasaljósið verð að tékka á því eftir helgi.  Vona að þú fáir frið við lesturinn í dag, gott að Ljónshjartað er laus úr sínum vandamálum.  Hafðu það gott skonsan mín  Heart Beat  Heart Beat Techy 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 14:09

15 Smámynd: Tína

Sá sms-ið frá þér svo seint krútta . Gerum aðra tilraun fljótlega. Mjöööööög fljótlega.

Tína, 17.8.2008 kl. 07:26

16 Smámynd: Rebbý

er bókin svona skelfileg að þú þarft undir rúmið með sængina þína til að lesa hana
engin tekið eftir þessu í skrifunum þínum enda sennilega flestir með hugan við ljónshjartað sem má stoltur vera eftir heimsóknirnar sínar til dýra

Rebbý, 17.8.2008 kl. 11:52

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...eða allir orðnir vanir því að ég sé alltaf undir rúmi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 13:38

18 Smámynd: Einar Indriðason

Það er alveg hægt að vera undir rúmi... meira segja hægt að kaupa slíkar lausnir tilbúnar.  Kallast Kojur!

(Neðri koja, nánar tiltekið.)

Einar Indriðason, 17.8.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband