Ég held ég sé laumutrúarnöttari......

Sat úti í garði með Stúfi Stubbalings, kvöldsólin skein í andlitið á mér og svalinn kældi mig niður eftir skokkið. Hvítasunnubandið var að æfa og ómurinn barst yfir í garðinn til mín! Ég dró andann djúpt, andaði að mér ilminum af rósinni minni sem stendur í fullum blóma og fann frið færast yfir mig!

Ég var að hugsa um litina á meðan ég skrölti mitt skokk í fjólubláum bol með ungmennafélagslitinn í andlitinu - eða eins og danskurinn segir: "Det er det vi kalder selv lysende. En fin egenskab at udnytte i mörke som advarsel til andre....." W00t en ég var sumsé að spá í liti..... Í flestum af mínum fötum er miði sem stendur á: wash seperately with similar colors! Okey - ég næ því! En.... svo þvæ ég rautt - ég get sett bleikt með af því að bleikt er í rauninni bara rautt, blandað með hvítu.... ég get sett fjólublátt með af því að fjólublátt er rautt blandað með bláu! Af hverju ætti ég þá ekki að setja blátt með líka? Það fellur alveg undir katagorinn similar... út frá fjólubláu.... Woundering

Í rauninni ætti ég samkvæmt þessum miðum í fötunum mínum að geta sett alla liti saman nema hvítt og svart!! Ekki satt? Tounge

Svo var ég líka að spá í Ljónshjartað! Nú þegar kúlurnar eru farnar - hvort er hann þá hundur eða tík?

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ljónshjarta er orðinn að dönskum hundi og er því hvorugkyn.

Þefaðir þú af RÓSINNI þinni og trampaðir á ARFANUM þínum?  Er garðurinn þinn á stærð við frímerki?

Varðandi það hvort þú ert skáputrúarnöttari eða ekki, skal ég ekki um segja en þú ert stórskrítin, það er víst satt og rétt.

Vertu blessuð.

Eftirlitsnefndin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: www.zordis.com

Sko Ljónshjartað er og verður Macho ... ekkert sem breytir því!  Ég vildi að það væri auðvelt að þvo allt í einum belg með sömu biðunni og konan með bifukolluna ræður sudoku eða les spennandi ástarsögu oná þvottavélinni á meðan, slök því fötin koma eins út!

Svo er ekkert betra en svalinn sem kemur og grípur pjólur og hefur þær á loft!

"elskan"

www.zordis.com, 13.8.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....pjólur.... *fliss..........

Jamm Jenný! Hann er á stærð við lítið frímerki ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:03

4 identicon

Ég sem var þreitt og sifjuð á leið í háttinn og ákvað að kíkja á bloggið.Hvernig er hægt að sofna flissandi eins og bjáni?Snillingar eruð þið konur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Buenos noche Birna mín Dís ;)

Dúa! Áttu nagla?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Brattur

... hjá mér er þetta einfalt... skipti þvottinum í tvo hópa... hvítt og annað og svo bara allt stillt á 40 gr. ... er ekki einfaldleikinn bestur?

Brattur, 13.8.2008 kl. 23:37

7 identicon

segi eins og brattur, einfaldleikinn er bestur!! Hvítt, svart, rest..og á 40...

Stúfur Stubbalings passar eitthvað svo innilega el við hund án kúla...

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefur einstakt lag á því að gera pistla skemmtilega...  ég held þú sért ekki trúarnött, en það er sjálfsagt allt í lagi að hlusta á sönginn.  Voffinn þinn og kisið mitt eru sjálfsagt hvorugt kyn núna, en við elsku þau samt alveg eins mikið, jafnvel meira.  Amen

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já,  en afhverju þurfti að taka kúlurnar hans ? Varstu búinn að lofa honum að prófa að máta? -  Hann er hvorugt hvorki hundur nér tík. - Hann er viðriðni ! Eða geldingur greyið litla.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:00

10 Smámynd: Tína

Ég segi nú bara eins og Brattur. Á mínu heimili er bara hvítt og svo annað!! Enda er það þannig að ef þú blandar nógu mörgum litum saman þá færðu á endanum út svartan. Eða það held ég. Læt þig vita krútta .

Annars vissi ég að það yrði skemmtilegt að hitta þig koma góð, en aldrei datt mér í hug að það yrði svona skemmtilegt .

Mundu að það er alltaf heitt á könnunni hjá mér.

Tína, 14.8.2008 kl. 06:11

11 Smámynd: Hugarfluga

Léstu taka kúlurnar hans? Did you wash them seperately? Þú ert hneta, Hrönn, algjör hneta .. and I love it!!! 

Hugarfluga, 14.8.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó Hrönn mín, þú átt að hafa viðvörun á síðunni hjá þér, ég skellti upp úr svo nú vita karlarnir að ég var ekki að "vinna" hehehehehe.... Þú ert frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2008 kl. 09:24

13 Smámynd: Einar Indriðason

En, sko... hvað er það sem bannar þer í raun og veru að þvo allt saman?  Ertu ekki íslensk, sjálfstæð kona, með þínar eigin ákvarðanir?  Ætlarðu virkilega að segja mér að þú hlustir á einhver svona orð frá einhverjum fávísum fataframleiðendum?

Hvað varð með að "lifa á brúninni", taka sénsinn?  Sjá hvað gerist?  Kannski færðu fínasta mix út úr þessu?

Ég segi ... Láttu vaða!

(En á sama tíma segi ég líka..... ég tek enga ábyrgð á þessu.)

Einar Indriðason, 14.8.2008 kl. 10:18

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held þú sért ekki laumu eitt eða neitt, bara hrein og bein og ferlega skemmtileg í ofanílag

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:41

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Vóóó róa sig í þvottaáhyggjum..... bara gera eins og tengdasonur minn..... skella þessu í poka og skunda í næsta þvottahús.......

Verðum að fara að hittast..... ég þarf að tjá mig...

Fanney Björg Karlsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:01

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Komdu við enítæm

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 14:02

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

..... ég á meira að segja köku ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.