10.8.2008
Sólarsamba
Það var heill hellingur um að vera í gær.
Sumar á Selfossi með morgunmat, Sléttusöng, flugeldasýningu og balli - Gay Pride í Reykjavík með öllum sínum dásamlegu sérkennum - að ógleymdum Fiskidögum á Dalvík! Ég fór ekki á neitt af þessu og ástæðan var ekki sú að ég sé félagslega heft! Ekki í þetta sinn - allavega ekkert rosalega.... Ég var að gera annað! Svona er þetta bara stundum, maður getur ekki gert allt! Ég hefði að vísu alveg getað farið á Sléttusönginn en þar kom mín andfélagslega innri kona sterk inn og sagði stopp!! Hún ætlaði sko ekki að fara standa einhversstaðar og kyrja Undir bláhimni..... þannig að ég var bara heima líka
Meðal þess sem ég komst yfir að gera í gær, var að eiga góðan dag í fjölskyldugrilli. Þar var stórfjölskyldunni hent á grillið og kom bara vel út ;)
Ætla að nota góða veðrið í dag til að slá Heimatúnið og Suðurtúnið og horfa á léttklædda sæta stráka. Nú fer hver að verða síðastur til þess. Ég fann lyktina af haustinu læðast meðfram fjallinu í morgun þegar við Stúfur Stubbalings fórum út að míga og það þýðir bara eitt! Strákarnir fara að klæða sig í fleiri föt.
Ást og friður - sé með yður
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Sömuleiðis - með yður...
Markús frá Djúpalæk, 10.8.2008 kl. 14:27
Æji.... hvað Stúfur Stubbalings er sætur með lampaskerminn sinn....
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:08
Jeminn dúdda....akkuru þarf hann Stubbalingur að vera með svona lampaskerm...er hann kannski að leika einhvers konar Leiðarljós????
Bergljót Hreinsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:44
Hrönn. Ekki missa af gátu.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:17
Ertu líka að pissa með hundinum þarna kona?
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 16:24
ÚFf, ætli skvísan mín fái skerm eftir helgi?? styttist í snip snap. Hafðu það gott, er annars farið að rigna þarna austurfrá ?
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 17:02
Svakalega er ég mikill bjáni, leitaði í öllum myndunum þínum af stubbaling með skerm, fann hann hvergi og svo loksins sá ég hann með þér í pissustellingu, bara krútt en ég kjáni.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 17:05
Flottasti Hundalampi ever!
Hér er sko búið að vera á þeytingi með börn og mann, þeim finnst ekki gaman að hanga heima við, þegar móðirin framkvæmir ýmist dundur!
www.zordis.com, 10.8.2008 kl. 17:20
Þegar mínir voru með svona skerm þá endurskírði tengdasonurinn þá, kallaði þá Lampa og Skerm. Verst var að annar aulinn svaraði sínu alveg enda heitir hann Lappi og nafnbreytingin svo lítil.
Awww..þið eruð sætust þarna í spræneríinu.
Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 17:53
Aumingja ljónshjartað.Eða ljónslampinn.Ég og húsband mættum meira að segja á Selfoss í gær.Fann haustilminn á leiðinni heim á mótorfák
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:05
Þar sem þú ert búin að grilla alla stórfjölskylduna, þá býð ég þér að vera frænka mín. Þú getur ekki verið alveg ættlaus. Take it or leave it.... skárra get ég ekki boðið.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 18:42
Þú hljómar eins og prestur núna. Ást og friður sé með yður.
Bara knús á þig ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2008 kl. 18:58
... finnst þér Undir bláhimni sem sagt ekki gott lag...?
Brattur, 10.8.2008 kl. 19:16
Jú jú Brattur! Allt í lagi lag sossum. Nenni bara ekki að syngja það með fjöldanum....
Knús á þig Katla mín.
Anna! Tek því!! Alveg hikstalaust - mig vantar einhvern á grillið næsta sumar
Já Birna Dís! Ég frétti af ykkur ;)
Ragga!
Zordís! Trúi því.... Hver nennir að hanga heima þegar þú ert ekki þar?
Ásdís! Í mínu hverfi rignir aldrei. Sólin skín bara mismikið.... Kveðja frá Little miss Sunshine.....
Dúa! Hvað eru höfundarréttarbrot?
Jenný! Vitaskuld.... svona gerum við í sveitinni! Mígum bara þegar okkur er mál ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 20:24
Andfélagslega innri kona ? Vantar einhvern á grillið næsta sumar ? Díííí......hvaða klandur hef ég nú komið mér í.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 20:30
Það er einhver krúttlegur fjölskyldubragur með ykkur þarna
Marta B Helgadóttir, 10.8.2008 kl. 20:42
Enda er eftirnafnið Krútt ;)
Já Anna........ Þú bauðst soldið uppá þetta :)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 21:07
Æ, hann er svo sætur, en afhverju þurfti hann að fara í þessa aðgerð? Greyið ?- Það er þetta með grillið, er pláss fyrir fleiri ? - Segðu mér hvað er "sléttusöngur"?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:18
Já hann er sætur - krúttípúttið mitt ;) Enda.... er ekki sagt að gæludýr líkist eigendum sínum? Æj ég nennti ekki að stofna útungunarstöð fyrir hvolpa......
Alltaf nóg pláss á grillinu Sléttusöngur er þegar fólk fjölkyrjar á Selfossi. Þar eru bara sléttur engar brekkur. Þess vegna verður til sléttusöngur - svona svipað og grenjað á gresjunni
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 23:21
Fyrir utan áður auglýzt karldýraníð, þá ´hótar þú líka að 'gazgrilla' snæfjallaönnuna Borgnezku ?
Hvar er ritstjórn mbl.is núna !
Steingrímur Helgason, 10.8.2008 kl. 23:35
Þeir átta sig ekki á mér!! Ég fréttablogga svo sjaldan - ég er nefnilega lævísari en músin sem læðist
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 23:39
Já og konan veit ekki að ég er afar kjötrýr.
Spurning að kæra áður en ég verð étin ? Ætl´að hugsa það. Maður kærir ekki eftirá.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:37
Æi aumingja litli lampinn. En myndin er frábær.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 09:51
Já hann er algjört krútt ljónshjartað þitt. Þið eruð flott þarna saman Ég mæli frekar með fjallalambi á grillið en einhverja borgfirska meyju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 09:55
Takk fyrir það stelpur mínar! Það er víst bezt að það komi fram, svo ég verði ekki lögsótt, að Dúa tók myndina á milli hláturskasta.....
Já Cesil - ég reikna ekki með að ég mundi tíma Önnu á grillið. Enda eins og hún segir sjálf - það er ekkert utan á henni ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 10:02
Sæl Hrönn mín.
Takk fyrir síðast í fjölskyldugrillinu, söknuðum þín á sléttusöngnum og vonum að fleiri úr þínum ættlegg komi í næsta Austuvegsgrill nema þú sést búin að éta þau öll. Hvað veit maður.
Kveðja Stína.
Stína frænka (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:56
Takk Stína mín! Alltaf gaman að sjá þig
Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.