8.8.2008
080808
Ég var að uppgötva að í dag er dagurinn sem ég ætlaði að giftast!
Ég lýsti því yfir í jólaboðum og sagði það hverjum sem heyra vildi að áttunda ágúst tvöþúsund og átta mundi ég ganga í heilagt hjónaband! Var búin að skipuleggja hverjar ættu að vera brúðarmeyjar - kaupa kjólinn eða pilsið sko, baka kökur og skreyta húsið....... Var nánast búin að plana allt! Það vantaði bara örlítinn bita í pússlið - sumsé hver sá hamingjusami yrði en ég ætlaði nú að vera búin að redda því á öllum þessum tíma. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki mátt vera að því en það er nú ekki öll nótt úti enn ég hef alltaf 090909 uppá að hlaupa svo eru líka hinsegin dagar um helgina! Ekki að ég ætli eitthvað að fara að koma út úr skápnum - án þess að ég sé með nokkra fordóma gagnvart samkynhneigðum - sumir af mínum beztu hommum eru vinir.......
en ég gæti hugsanlega fengið hugmyndir að búningum í skrúðgöngunni.
Stúfur minn Stubbalings er hálfaumur síðan í aðgerð! Honum gengur þó merkilega vel að gera sig skiljanlegan um hvað það er sem hann vill eða vantar. Ég fékk haug af töflum með honum heim! Ég kveið nú svolítið fyrir að fara að troða þessum töflum öllum on´í hann.... tvær á dag af sýklalyfjum og ein og hálf af verkjalyfjum í fimm daga..... En - svo fattaði ég ráð... ég læt hann gera þær kúnstir sem hann kann, hann fær pillu í verðlaun og málið er dautt Allir ánægðir!
Björn Bjarnason hlýtur að vera í essinu sínu í dag
Athugasemdir
"sumir af mínum beztu hommum eru vinir......."..... þú ert snilld....
...
..
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.8.2008 kl. 09:55
Það er nú svona Hrönn mín, smáatriðin geta stundum þvælst fyrir manni, svona á síðustu stundu
Ég kveið nú svolítið fyrir að fara að troða þessum töflum öllum on´í hann.... tvær á dag af sýklalyfjum og ein og hálf af verkjalyfjum í fimm daga..... En - svo fattaði ég ráð... ég læt hann gera þær kúnstir sem hann kann, hann fær pillu í verðlaun og málið er dautt
Allir ánægðir!
Þetta er ekkert annað en tær snilld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2008 kl. 10:22
... ekki vissi ég að Björn Bjarnason væri svona...
Brattur, 8.8.2008 kl. 10:58
Uss, þú bíður bara eftir 10.10.10 - topptala og dagsetning sem lendir kannski á laugardegi til lukku!!!
(ég er samt ekki búin að gá!)
.
En þú ert algjör snilli, ég þarf að prófa þetta hjá mínum skjólstæðingum, sem vilja ekki lyf
.
Sigrún Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:01
Er þetta virkilega svona með hann Björn ?
Ég myndi velja daginn 11.11.11 Það virkar svo rómverskt.
Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:14
090909 er ekki laugardagur heldur miðvikudagur, ekki 101010(sunnudagur), né 111111(föstudagur) og ekki heldur 121212(miðvikudagur)
alveg mislukkað .... en erum við ekki öll svo mikið æði að fólk bara getur tekið sér frí frá vinnu/skóla til að koma og vera viðstatt brúðkaupið okkar (svona þeirra sem ætla að gera þetta aftur)
Rebbý, 8.8.2008 kl. 11:16
Stundum er skipulagið aðeins á undan manni...ekki málið...mæli með 10.10.10...það er sunnudagur...til sigurs!!!!!
Snilld með Stubbalinginn...nota þetta á Tönjuna næst.....
Bergljót Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:16
þú hefur margar obsjónir. 10.10.10. er ógóflottur. Bíddu þangað til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 11:21
Þetta var náttl. bara smáatriði með þann lukkulega, hugsaðu hvað bíður hans mikil gleði, þegar hann loksins kynnist þér. Sniðug ertu í pillugjöf, verst að kisa mín kann ekkert sniðugt og lætur ekki plata sig í pillugjöf, hún fer í snippið 13 svo ég verð bara að pína oní hana. Eigðu ljúfa helgi og ég vona að ferðamenn loki þig ekki inni í helgartraffíkinni. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 12:25
æj hehe rosalega var þetta snjallt ráð með Stubb. Ég hef ekki lent í að mínir vilji ekki pillur, það hefur komið ígerð og svo kúlusnippsnipp og róandi fyrir Kelmund fyrir áramót. Ég hef bara rétt viðkomandi voffa pilluna og hann bara glúgg...mamma segir að ég eigi að éta þetta og þá er það nammi ! Einfalt mál, hér er voðalegt yfirvald ..
Brúðkaupspælingar,ef þetta er bara tæknilegs eðlis..sko gifta sig til að gifta sig þá skal ég lána þér Steinar
en þú verður að finna hann. Ég veit ekkert hvar hann er staddur 
Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 14:06
Ég spyr, í sárasakleysi, Hrönn, eruð þið Rebbý að fara að gifta ykkur?
Markús frá Djúpalæk, 8.8.2008 kl. 19:59
Það var eins gott að það varð ekki barn úr brókinni með þetta brúðkaup, HA! Þú varst búin að LOFA því að ég ætti að vera kokkurinn. Sjúkk maður! Þú hefur séns næstu 4 árin, þeas: 09.09.09 10.10.10 11.11.11 og 12.12.12. og ekki deginum lengur.
Svo spyr ég aftur? Hvernig GASTU látið fjarlægja skemmtieplin hans Snúlla Stubbaling, áður en hann fengi að prófa?
Ófyrirgefanlegt, segi ég bara!
Gunnar Páll Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 21:13
PS: Björn Bjarnason, lengi lifi......................húrra.
Gunnar Páll Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 21:14
Ég ælta rétt að vona að ég sé ein af brúðarmeyjunum !!!!!
Takk annars fyrir að vera svona dugleg að blogga elsku Hrönnsa mín .....ert alveg að bjarga mér í masters-skrifunum
Linda frænka (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 21:51
oooo ég ætlaði að skilja þennan dag...eeennnnn gat ekki beðið
Góða helgi!!
alva (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 00:12
Hvað vildirðu skilja í dag AKÆ?
Dúa! Bíddu bara - það kemur dagur eftir þennan.....
Linda!
Átt þú ekki að vera að læra?
Gunni Palli! Vitaskuld verður þú kokkurinn!
Markús! Hver veit hvernig þetta endar? Hinsegin dagar um helgina og allt.....
Ragga! Þarna er ástæðan komin fyrir því að ég gleymdi þessu smáatriði!! Ég nenni ekki að finna þá! Þeir eiga að finna mig
Smjúts á ykkur öll
Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 01:04
Æ takk fyrir smjútsið - veitti sko ekki af því
Markús frá Djúpalæk, 9.8.2008 kl. 08:42
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 09:42
Solla Guðjóns, 9.8.2008 kl. 10:42
Ég vona að það hafi ekki "verið átt neitt við" Stúf Stubbaling að "óþörfu"! Það er reynsla mín af hundum að ef "átt er við þá" geta þeir átt það til að hlaupa afturábak þar eftir og dilla hausnum. Þetta með dagsetningarnar og brúðkaupin er hins vegar ekkert áhyggjuefni. Ef sá rétti kemur skiptir dagsetningin engu máli. Bara mæta ekki of seint í brúðkaupið góan mín.
Halldór Egill Guðnason, 9.8.2008 kl. 22:13
Jæja og jæja .... Það var nú bara gaman hjá okkur á brúðkaupsdaginn þótt engin heit hafi verið bundin!
Knús á þig og við sjáumst fljótlega með fleytifullar krúsir í hendi (kaffikrús) ....
www.zordis.com, 9.8.2008 kl. 23:39
Hvurnig stendur á því að svona giftusamleg kona gengur lausum hala?
Hugarfluga, 9.8.2008 kl. 23:43
Ég get ekki ímyndað mér að Stubbalingur geri mörg trix fyrir þig þessa dagana
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 00:54
Björn Bjarnarson......varstu eitthvað að "láta eiga við" hann líka? Nú skil ég hvorki upp né niður og
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2008 kl. 01:19
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.8.2008 kl. 03:19
Þú ert bara flottust. Ég þurfti einmitt einhverntímann að gefa tíkinni einhver lyf og gerði ég allskonar kúnstir í þeirri viðleitni að fá hana til að taka inn pillurnar en endaði svo bara á að troða þeim niður í kokið á elskunni. Svo ætlaði Gunnar að gefa henni einu sinni og rétti henni töfluna sem hún bara át og ekkert vesen
.
En fórstu í morgunmatinn í gær krúttan mín?
Hafðu það annars yndislega ljúft í dag
Tína, 10.8.2008 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.