Bomsur og bombertur

Fór út að skokka eftir vinnu í dag! Dró Ljónshjartað á eftir mér - sem þurfti að þefa af hverju strái - og þau eru ekki fá á þessum tíma árs, og míga utan í hvern staur. Var cirka 300 kíló, hef hugsanlega náð 375.2 kg. ef ég vigta Lokharð með........ Pinch Fór líka út að skokka í fyrradag! Þá þeyttist ég á milli þúfna eins og nýskitinn Ísbjörn úr æðavarpi...........Skil ekki í hverju munurinn liggur - en ég get sagt ykkur það að Ísbjarnarbunan þykir mér skemmtilegri! Hugsið ykkur þegar ég verð valin á ólympíuleika aldraðra vesalinga sem verða haldnir í Sómalíu þá! Forsetinn og menntamálaráðherrann verða helspennt á pallinum og ég mundi eiga svona slæman dag......LoL

Annars er Ljónshjartað að fara í aðgerðina miklu á miðvikudaginn! Snipp snapp og burt með kúlur... W00t Hringdi á Dýraspítalann í dag og pantaði tíma. Mér var sagt að koma með hann á miðvikudagsmorgun og skilja hann eftir!! Ég náttúrulega missti ekki kúlið - ekki í símanum - maður kann sig nú..... en um leið og ég lagði á, fríkaði ég út og sagði ég við mömmusinnardúlludúsk að það kæmi ekki til greina að ég færi með Ljónshjartað í þessa aðgerð. Ég meina hann er nú einu sinni gæludýr! Ég fengi það aldrei af mér að skilja hann eftir. Við erum bæði með aðskilnaðarkvíðaröskun á háu stigi - ég og Ljónshjartað.

Við komumst að samkomulagi um að drengurinn sæi um þessa hlið mála! Enda með afbrigðum kaldlyndur.... og ég sem stóð stolt í þeirri trú að hann sækti sitt kaldlyndi til mín Tounge

Minni nýji yfirmaður - sem er alls ekki sá nýjasti lengur - því nú er ég komin með annað fyrirtæki í bókhald..... gaf frí í dag og á morgun! Ég kunni hins vegar ekki við annað en vinna í dag - því í gær lokaði ég vegna veðurs eftir hádegi......... Cool Á morgun greiði ég svo út laun með einari og geri svo það sem mig lystir með annari. Aldeilis frábær þessi vinnustaður sem ég vinn á - það er í mesta lagi kjéddlingin á kaffistofunni sem er með eitthvað múður vegna frágangs í eldhúsi - hún vill að ég vaski upp eftir mig Tounge

Verzlunarmannahelgin nálgast í allri sinni dýrð og dásemd - ég ætla að tjalda úti í garði og syngja gamla slagara - að tjalda í sinni sveit hefur þá kosti að stutt inn ef veðrið versnar.....verð með gítarinn með mér. Ljónshjartað verður þar líka, líklega að hnusa af stráum - og með kúlur! Síðasta Verzlunarmannahelgin hans án þeirra W00t

Góðar stundir Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Voðalega höfum við verið samstíga með gæludýr í dag, hér æðir fröken Bóthildur um í bríma og væli svo ég hringdi og pantaði legnám hjá doksa,   pabbi hennar fer með hana í það, ég er löglega afsökuð í rúminu.  Þú ert nú einstaklega heppin með yfirmenn og ég mundi ekki hafa áhyggjur af kellunni í eldhúsinu, hún er sauðmeinlaus  ég fékk einu sinni kaffi hjá henni og þurfti ekkert að vaska upp á eftir.  Mér datt í hug þegar ég las " með einari og annari, má það ekki líka vera einari og hinnarri?  Skemmtu þér vel í garðpartýinu, kannski þetta verði bara útumót, þeir sem ekki nenna lengra en í Bónus, tjalda hjá þér og svo geturðu selt inn á planið á bak við Sjóvá og fengið svo Guðmund bróðir Fúsa til að fara með fólk í skoðunarferðir um söguslóðir Selfoss, allir enda svo á H800 í góðum fíling.

WooHoo Ég mun fylgjast með ykkur í austurbænum.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sniðug ertu að tjalda í garði þar sem eigandinn er að heiman.  Þá getur þú sungið hátt og snjallt og enginn kvartar. 

Anna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna!! Af hverju setur þú samasem merki á milli míns söngs og kvartana?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En afhverju ætlar þú að láta taka kúlurnar úr Ljónshjarta?  - Hver er ávinningurinn ? Eða er ég kannski að misskilja þig?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lilja! Bæði er það vegna þess að ég er með tík á heimilinu sem fer von bráðar að lóða..... og vegna þess að hundar verða rólegri þegar búið er að vana þá! Það er víst með þá eins og aðra að kynhvötin hleypur stundum með þá í gönur

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ásdís! Góð hugmynd Ég kæmi út úr helginni með hagnaði.......

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 00:27

7 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu, já... hvað segirðu ... hvað á ég að gera, meðan þú gerir eitthvað með "hinnarri" ?

Grey ljónshjartað, segi ég nú bara.  Spurning um að þú gefir honum lausan tauminn núna um helgina?  Leyfir honum nú aldeilis að vera duglegum hmm... að ... hmm... þú varst með þetta orð um daginn... svona getraun... þetta orð rímaði við eitthvað annað orð?  (Spurning um hversu mikið verði bankað upp á hjá þér eftir "9 mánuði" (hundanna, sko)).

Annars líst mér vel á þessa uppástungu, að tjalda út í garði, þar sem eigandinn er ekki heima.  (Og, eins og þú bendir á, þá er stutt að hlaupa inn ef það fer að rigna.)

Syngdu bara eins og þig lystir!  En... ég held ég verði að vara þig við .... Eigandinn gæti verið úti í garði og hlustað á þig.

Einar Indriðason, 1.8.2008 kl. 01:12

8 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 08:27

9 Smámynd: www.zordis.com

Smellir upp tjaldbúdum í gardinum og laetur fara vel um zig!  Líst sko vel á zig.

sjáumst vonandi um helgina ....

www.zordis.com, 1.8.2008 kl. 09:12

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús inn í helgina Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.8.2008 kl. 10:01

11 Smámynd: Dísa Dóra

Góð plön fyrir helgina.  En er þetta ekki síðasta verlsunarmannahelgin fyrir Ljónshjartað MEÐ kúlurnar en ekki án?

Dísa Dóra, 1.8.2008 kl. 10:02

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Dísa Dóra líklega er það þannig....

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 10:23

13 identicon

Já blessað Ljónshjartað, vonandi hefur honum tekist að búa til afkomendur :-)

Hafðu það gott um helgina. Ég verð á Flúðum , kaffi í boði víkingshússins fyrir þá sem eiga leið um.

Sirrý Ó

sirrý (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Slæmt konueintak & karldýrakúluklippari!

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 14:14

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gvöð minn góður Hrönnslan mín..... og ég sem hélt að kúlurnar margumtöluðu væru foknar fyrir löngu......... en blessuð vertu það eru til lyf við svona aðkilnaðarkvíða.... ég fékk að vita það hjá Unni og ömmunum um helgina...bara bryðja nokkrar og málið er dautt....

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.8.2008 kl. 17:08

16 Smámynd: Ragnheiður

Hér eru kúlulausir hundar og það er miklu betra á allan hátt. Ég gat auðvitað ekki látið einhverja tíkardruslu skyggja á "mömmu" þannig að kúlurnar fuku. Kallinn og strákurinn (með hjartað í buxunum vegna þess að ég sagði að það væri afsláttur ef það væru þrír) fóru með þá félaga. Svo sóttum við þá, á stóra bílnum með dýnur og handklæði með, og dýró hjálpaði að bera út annan og sagði skellihlæjandi að kvikindið fengi ekki hátt skor fyrir vilja í augnablikinu. Ég hvessti á hann augun og var alveg miður mín (ég harðjaxlinn) þar til þeir urðu sjálfum sér líkir á ný.

En ég mæli með þessu enda er alveg nóg til að hvolpum og kettlingum sem enginn getur haft.

Ragnheiður , 1.8.2008 kl. 19:04

17 identicon

yndisleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 19:30

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Býst við að þú sért þegar byrjuð að munda gítarinn og strax kominn Undir bláhihmin....svo ég segi bara góða skemmtun.....og vertu góð við þennan með kúlurnar....svona síðustu helgina MEÐ þær....

Bergljót Hreinsdóttir, 1.8.2008 kl. 20:44

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg Hrönn mín.  Góða skemmtun í "útilegunni".

Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:18

20 Smámynd: Rebbý

góða skemmtun í útilegunni ... trúi því að það verði svakalegt stuð í brekkusöngnum hjá þér

Rebbý, 2.8.2008 kl. 00:43

21 Smámynd: Tína

Þú ert nú alveg rosaleg kona og engri lík!!!!

Annars leiðinlegt að heyra að þú hafir "næstum" litið við en ekki látið verða af því. þú ert nefnilega kona sem mér þætti heiður af að kynnast.

Góða skemmtun í útilegunni og eigðu ljúfa daga.

Tína, 2.8.2008 kl. 12:29

22 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Láttu hann nú prófa einu sinni áður en skemmtieplin fjúka, það eru næstm því mann"hunda"réttindi.

Gunnar Páll Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 12:57

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég geri ráð fyrir því að þú sitjir úti í garði núna, með gítar í einari og tvær kúlur í hinnari. Syngjandi sjómannaslagara og búin að fæla allt í 20 km fjarlægð í burtu. hvort sem það eru ísbirnir, æðarkollur, mennskir nágrannar eða tíkur á lóðaríi.

Hafðu það hrikalega gott um helgina.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2008 kl. 17:54

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Ég heiti Einsi kaldi úr Eyjunum...." hefur verið óskalagið í dag!! Allir í Bónus biðja um það! Ég er meira fyrir dramatíkina og hef tekið "There is a house in New Orleans....."

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband