25.7.2008
Bezt before?
Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram til forseta!
Þá get ég boðið báðum vinum mínum í mat og jafnvel vinum vina minna - þ.e. ef þeir eiga þá einhverja........ Svo eru svo fjári flottar hlaupaleiðir í kringum Bessastaði! Ég er alveg sannfærð um að við Ljónshjartað tökum okkur vel út með Íslandsborðann úti að hlaupa - eða skokka eins og ég kýs að kalla það...... Við verðum afar virðuleg! Svo á hann svo asskoti góða(n) nágranna hann forseti..... Ég held hreinlega að hann geri sér enga grein fyrir því hvað hann á góða(n) granna. Hann gæti ísilí leikið í framhaldsmyndaflokki á stöð tvö........... Ég meina glætan að ég geti boðið vinum mínum í mat hér..... Lonely planet segir að hér borgi sig ekki að stoppa nema til að verzla......... Að vísu búa báðir vinir mínir hér líka þannig að ég ætti kannski bara að spara mér allan þann pening sem færi í framboð - eða heitir það útboð? Og gera bara betur í mat......? Hér eru líka ágætis hlaupaleiðir, landið nokkuð flatt...
Ég veit! Ég býð mig fram - vinn og bý hér áfram...... Leigi bara Bessastaði út! Hvernig hljómar það? Ég meina eru ekki alltaf austurevrópskir menn á hrakhólum með húsnæði? Ekki reyna að segja mér að framboðsfrestur sé útrunninn! Frú forseti hljómar bara alltof vel í mínum eyrum til þess ;)
En þá að öðru! Við Ljónshjartað fórum út í skógrækt um daginn - bara svona að tékka að allt væri í lagi og sonna.... Þegar við vorum á leiðinni til baka sá ég hvar mávur reyndi að ná ungum frá andamömmu úti á miðri á. Það var ótrúlegt að sjá hvernig andamamma lyfti sér á tá og hæl og hreinlega hljóp eftir vatnsborðinu til að verja ungana sína. Mér rann náttúrulega blóðið til skyldunnar.... Þið vitið - við einstæðar mæður stöndum saman! Nó matter vott!! Ég vissi ekki fyrri til en ég stóð á bakkanum með steinhnullung í hendinni og ætlaði að fleygja honum í mávinn.... bara svona cirka 500 metra eða svo......... Svo sá ég að andamamma bjargaði sér algjörlega án allrar félagslegrar þjónustu og fylltist stolti fyrir hennar hönd!
Læf is gúd
Athugasemdir
já, farðu í forsetan... komin með 1 atkvæði þegar... X-H... þú hefðir kannski bara átt að hlaupa mávinn uppi... hann hefði ekki átt sjéns...
Brattur, 25.7.2008 kl. 21:40
Hefur fjögur ár til að undirbúa þig ...
Markús frá Djúpalæk, 25.7.2008 kl. 21:42
Heyrðu kjelling. Telurðu mig ekki með þegar þú telur vini þína ?
Ohhhh...... þá verð ég að draga þig frá. 3 mínus 1 = 2 vinir.
Kannski ættum við að sameina vini okkar. Ég meina, það er hagstætt fyrir svona oggolitlar einingar.
Það fer eftir gangi sameiningarviðræðna hvort ég kýs þig til forseta eður ei.
Anna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 21:47
sorrí! Skal aldrei gera þetta aftur!! ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 21:49
en hey!! Ef við sameinum okkar vini þá erum við komnar með fjóra og ef við erum heppnar þá eiga þeir einhverja vini..... Kannski endar þetta með því að við getum sönglað stoltar.... 8x4 eru svitaspray á kropp.......... - eða hefur það kannski ekkert með vini að gera?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 21:51
Hehehe....sko stelpur, ég er hér og kýs sko almennilega konu á Bessastaði ef svoleiðis býðst
Ragnheiður , 25.7.2008 kl. 21:54
8x4 eru svitaspray á kropp... Víííí, þetta er skemmtilegt lag.
Hrönn, hugsaðu þér, nú eigum við fullt af vinum ! Það er nánast formsatriði hjá þér að fá kosningu til forseta. Við þekkjum ALLA.
Anna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 22:10
Ragga Þú ert góði granninn!! Ég treysti á að þú hringir ekki í lögguna ef ég held partý!! ;)
Hallgerður! Ég mundi bjóða þér og jafnvel þínum ektamaka en fjandinn fjarri mér að þú mættir taka Bjart með þér! Leiðindapúki af guðs náð ;)
Ég veit Anna! Ég veit!! Ótrúlega margir vinir.......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 22:40
Sko... þú ert ca. 6 mánuðum of seint að koma þér í forsetaframboðið. Nú er/verður Óli "krýndur" fljótlega, ef það er ekki búið nú þegar. Ég hefði skrifað mig sem stuðningsmann við þig, og kosið þig. Nú er að drífa sig, og safna réttum fjölda undirskrifta stuðningsmanna fyrir næstu kosningar.
Einar Indriðason, 25.7.2008 kl. 22:41
Hvaða hvaða.... konur þurfa nú stundum að hugsa sig um...... :) Ég er að tala um að VEL ígrunduðu máli! Enda er ég svo ungleg, sbr. læknirinn sem skaffaði mér barnaskammta, að ég hlýt að endast lengi......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 22:45
Óh. Þá er það alveg rétt hjá þér... VEL ígrundað mál. En, já, nú hefurðu ca. 3.5 ár til að safna réttum fjölda undirskrifta
Einar Indriðason, 25.7.2008 kl. 22:52
Fólk er nú ekki svo lengi að skrifa.
Anna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:29
... ég var að höndla með 8 x 4 í gamla daga... þá var slagorðið... eins og kannski margir muna... 8 x 4 leysir vandann... flott slagorð í kosningabaráttu... er það ekki...
Brattur, 25.7.2008 kl. 23:30
Að vel ígrunduðu máli, hef ég ákveðið að lýsa yfir stuðningi við Hrönn Sigurðardóttir, húmorista og húmanista sem forseta íslenska lýðveldisins. Býð mig hér með fram sem sjálfboðaliða í kosningabaráttu hennar
Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 23:32
Ég mundi segja það Brattur!!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 23:33
Sigrún Hvenær ætlarðu að koma í kaffi til mín? (skuldbindingalaust)
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 23:36
Pældu samt í því ef þú hefðir nú hent grjótinu og drifið þessa 500 metra eða svo...og hæft einn af litlu sætu andarungunum...
Það yrðu örugglega alltaf hlátrasköll frá Bessastöðum ef þú kæmist þar til valda, það er alveg á hreinu. Þá mætti bara kalla pleisið Hressastaði!!!
alva (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:47
hahahahah AKÆ! Það hefði verið skelfilegt!! hvernig hefði ég átt að skýra það út fyrir andamömmu? Einn fyrir alla og allir fyrir einn?
....Svo hefði hún kannski elt mig heim - sjóðbandbrjáluð.....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2008 kl. 23:51
Af myndarskab þínum lýzi ég þig sjálfkjörna 'for Z' & býð þér dúz í bland.
Steingrímur Helgason, 26.7.2008 kl. 00:24
Þú yrðir besti forsetaframbjóðandi sem hefur gefið kost á sér í mörg ár.Mitt atkvæði færðiu og ég tryggi þér atkvæði húsbandsins líka.Svo er ég líka vinur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:52
Ef ég kynni eitthvað í fotoshop, myndi ég snara fram mynd af Hrönnslunni í hlaupaskóm, með varasett á öxlinni ásamt Stubbaling, bestavin hennar, skoða heiðursvörð í opinberri heimsókn erlendis. Tuðarinn heitir ekki einungis hollustu sinni við framboðið, heldur hvetur Sigurðardóttur til að nota næstu fjögur ár vel í undirbúning. Skal sjá um undirskriftasöfnun í Mosfells og Lágafellsumdæmi og keyra kosningabaráttuna áfram af miklum eldmóð.
Halldór Egill Guðnason, 26.7.2008 kl. 01:42
Fengir sko mitt atkvæði og stuðning með það sama. Vil sko endilega húmorista á Besstastaðina - og kannski yrði mér boðið í mat einhverntíman
Dísa Dóra, 26.7.2008 kl. 09:34
Þú færð mitt atkvæði hér með frú forseti. Æ hvað það var gott að heyra að ungamamma gat varið ungana sína fyrir varginum. Við þurfum stundum að vera öskureiðar mömmurnar gagnvart vörgum af öllum gerðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:36
Með þessu áframhaldi neyðist þú til að þess að bjóða þig fram sem næsti forseti kona góð. Mér sýnist þú allavega vera komin langleiðina með að fá réttan atkvæðafjölda til þess að mega það. Enda færð þú mitt atkvæði og allra minna. Ef ekki þeirra þá sný ég bara upp á handleggin á þeim þar til þau kjósa rétt og hana nú. Annars held ég að ég hafi séð þig á gangi eftir Austurveginum ásamt ljónshjarta. Mig langaði sko mikið til að stoppa og gefa þér knús en þorði ekki .
Þess vegna færðu bara knúsinn hérna hunangshrúgan mín. Og takk fyrir að láta þig ekki standa á sama um mig.
Tína, 26.7.2008 kl. 12:14
Þú færð mitt atkvæði krúttið þitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2008 kl. 12:21
Tína! Það hefði verið alveg óhætt - ég bít ekki - allavega ekki í fyrsta sinn ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 12:53
Mitt atkvæði, ekki spurning
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 15:52
svei mér þá ef ég myndi ekki bara skella mér í sendiráðið í kbh og kjósa þig.
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.7.2008 kl. 21:34
Þú færð sko mitt atkvæði, ég skal meira að segja bjóða mig fram til starfa í kosningabaráttuna
Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 11:44
Þú færð tvö atkvæði frá mér.
Hlýtur að hafa verið magnað að horfa á frumskógalögmálið birtast þarna í miðri á. Good for andamamma!
Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2008 kl. 01:26
Mun styðja forsetaframboð þitt með ráðum og dáð.
Steingerður Steinarsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:16
Úr því þú bítur ekki - í það minnsta í fyrsta sinn, þá hvet ég þig eindregið til að kíkja við í búðinni ef þú átt leið hjá og þiggja kaffisopa. En ég verð þar allavega þessa vikuna.
Knús á þig yndislegust.
Tína, 28.7.2008 kl. 10:44
Kýs þig hiklaust. Skrifa líka undir stuðningslistann við framboð þitt. Þið eruð töffarar, þú og öndin.
Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.