22.7.2008
Opið bréf til íbúa á Suðurlandi
Ég kíki stundum yfir pistla um Feng shui fræði og hef alltaf hugsað með mér að það saki nú ekki að gera þessar minniháttar breytingar sem þau krefjast til að hitt og þetta gangi upp.....
Hef samt alltaf látið þar staðar numið! Sá til dæmis í einhverju blaði í vetur að fjólublár litur í vinstra horni stofu eigi að auka peningaflæði inn á heimilið. Ég er nú ekki sú sleipasta í að þekkja muninn á hægri og vinstri, enda er fólk löööngu hætt að reyna að segja mér til vegar með því að nota þau hugtök. Það er næsta víst að þá fer ég einhverjar óvæntar skoðunarferðir - eins og ég kýs að kalla þær ferðir mínar!
Í maí mundi ég allt í einu eftir þessu með fjólubláa litinn! Mundi líka eftir fjólublárri slæðu sem ég átti ofan í skúffu og tók eina af mínum víðfrægu skyndiákvörðunum. Stóð upp og vandaði mig verulega að finna vinstra hornið í stofunni og batt minn fjólubláa silkiklút þar. Setti meira að segja virkilega fallega slaufu á hann.
Nokkrum dögum síðar reið Suðurlandsskjálftinn yfir og ég var svo stálheppin að fá að endurnýja öll mín heimilistæki með meiru. Þetta, ásamt fleiru sem skeði í kjölfarið, varð þess valdandi að ég fékk meiri áhuga á þessum fræðum
Um daginn mundi ég allt í einu eftir annarri speki úr Feng shui. Þannig er að ef ég set munnhörpu eða flautu í hægra horn austan megin í húsinu þá eiga að flykkjast að mér vonbiðlarnir og af því að kona getur nú alltaf á sig blómum bætt spyr ég bara eins og ræningjarnir í laginu: "Hvar er falska gamla fjögurra gata flautan mín?" Ég er nefnilega ekki í neinum vandræðum með áttir
Mig langar að nota þetta tækifæri og biðja alla þá sem urðu fyrir einhverjum óþægindum af mínum völdum í maí afsökunar......
Athugasemdir
Finna flautuna kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:06
Þér er fyrirgefið, en merkilegt að eftir skjálftann setti ég fjólublátt ljós í hægra hornið á svefnherberginu okkar, frá okkur séð liggjandi uppí. Ég hef sjaldan eignast eins mikið af óvæntum pening eins og síðan þá svo þetta er sko alveg að virka. Láttu vita þegar þú finnur flautuna
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 17:12
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 17:41
Yndisleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 19:16
jahá svo þetta er allt fjólublárri slaufu að kenna? hmmmmmmmmm ertu búin að taka hana niður núna?????
Annars langar mig að vita hvernig maður finnur vinstra horn út?? Vinstra horn getur nú verið öll horn bara eftir því í hvaða átt þú snýrð
Dísa Dóra, 22.7.2008 kl. 19:24
....enda vandaði ég mig rosalega.........
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 19:40
Snillingur!
Spurning að setja fjólubláann borða um miðjuna á Gunnari í Horninu!!!!
Nú styttist í Suðurlands undirlendis rannsóknarferð. Rósin fer í pökkun í kvöld, hlakkar hrikalega til að sjá þig og hún mun velja sér sitt feng shui rétta svæði í höllinni þinni.
Njóttu dagsins og kvöldsins og sumarsins oooooog, hlakka til að heyra hvað Gunnar segir þegar þú mætir með fjólubláa silkistrangann út í Horn.
www.zordis.com, 22.7.2008 kl. 19:45
Zordís!
....en nú er Gunnar í Horninu búinn að selja.......... Ætli hann sé þá Gunnar í....... miðjunni? Prófa að vefja um hann fjólubláum borða og sé hvað kemur út úr því
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 20:02
Þar kom skýringin og þú lést mig taka þetta á mig blásaklausa !
Eitt gladdi mig mikið við lestur ofangreinds pistils, ég kann heldur ekki alveg á hægri og vinstri. Alltaf glöð að sjá einhvern með sambærilega fötlun
Ragnheiður , 22.7.2008 kl. 20:04
Ég er líka svona óklár á hægri og vinstri, þarf alltaf að kíkja á hendurnar á mér, veit að úrið er á vinstri og giftingarhringurinn á hægri. En ég hef það fram yfir þig að vera líka gjörsamlega áttavillt.
Helga Magnúsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:00
Þú ert alger bévitans snillingur!!
alva (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:40
Vissi reyndar ad Gunnar vaeri búinn ad selja en Gunnar verdur alltaf Gunnar í Horninu!
Getum bara hringanidast um Gunnar midjann og vafid hann ad haetti kvenna á zessu mánadarlega (ógisslega happý ladies) ...
www.zordis.com, 22.7.2008 kl. 22:06
eheheheh já! Hann mundi á endanum lúkka eins og japönsk geisha........ ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:04
Myndi bara sleppa svona hægri/vinstri speki en hvað gerðiru ekkert af þér í júní maður spyr sig Góða nótt mín kæra
Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 23:34
Þess vegna allir þessir stóru "kippir" í Japan þeir eru náttúrulega allir á kafi í Feng shui.
Ég ætla að finna vinstra hornið í stofunni minni og setja þar eitthvað fjólublátt.
Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 23:38
Ólafur fannberg, 22.7.2008 kl. 23:51
jú kill me görl!
Yrdi hinn besti gjörningur hjá okkur .....
Zordis (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:15
Viltu kannski láta vita ef þú ætlar að endurnýja húsgögnin eða húsið...bara svo við hin getum verið komin út...eða eitthvað?????
Helduru að þetta sé annars ekki óhætt með flautuna...þú veist...það er komið að gostíma hjá bæði Heklu og Kötlu?????
Halló...herramenn á Suðurlandi...bregðist við ÁÐUR en flautan fer í hægra hornið austan megin....kíkið á konuna!!!!! Koma svo!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 01:24
Fjandinn Hrönnsla ef að þú finnur flutuna og tilheyrandi horn og átt er það ekki hætta á öflugum skjálft þarna í hjarta bæjarins....
En af því ég er búin að missa svo mikið úr þá var ég að lesa hérna að neðan líka og að telja rollur í huganum og ætlast til að sofna við þá skemtilegu sjón ...( ég sé þær klessa á girðinguna,vega salt á henni og hlunnkast svo niður aftur)og tefja fyrir talningunni og þegar þrem -fjórum er búið að mistakast þetta allt þá veit ég að ef ég hætti ekki að bíða eftir að eins og ein skjáta ná að stökkva þá sofni ég aldrei.....
En svona þér að segja þá var fyrsti bíllinn minn geðveikur átta gata Rambler Javeline MEÐ FLÆKJUM...drunnn..........
Solla Guðjóns, 23.7.2008 kl. 02:29
þú ert einu orði sagt ferlega fyndin !!!!
knús á þig örlagakona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 10:18
...segðu mér frú mín góð...gæti ég fengið lánaðan hjá þér þennan árangursríka fjólubláa klút.......er nýkomin úr greiningu og fjólublátt ku fara mér vel....þannig að ég læt á það reyna ..sérstaklega ef peningar eru í spilinu..... alltso mögulega......
Fanney Björg Karlsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:31
Ekkert mál að lána þér klút......... en ég er ekki viss um að þú meikir að standa samt alltaf í sama horninu Fanney
Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 11:45
GARG!!!! hahahahaha Jú kill mí, vúman!!
Hugarfluga, 23.7.2008 kl. 12:03
Djö.. ekki ætla ég að fara að troða einhverju fjólubláu út í horn og fá kannski Kópavogsskjálfta!!!!!!!!
Marinó Már Marinósson, 23.7.2008 kl. 12:43
Ég heilsa þér með hægri þegar ég kem og veifa þér með vinstri þegar ég fer.
En í guðana bænum farðu nú ekki að taka upp á einhverju öflugri en feng shui þú ert dangerusssss
Ólöf Anna , 23.7.2008 kl. 12:44
Æ Hrönn, stundum geturðu drepið mann úr hlátri. Það er ekki bara einhver óþægindi í mai, heldur getur maður átt von á því þegar maður fer hér inn, að þurfa að hafa bílbelti eða eitthvað álíka, til að halda sér á réttum kili
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 18:28
Alveg ertu óforbetranlega óforbetranleg, skömmin þín. Hafa þetta á samviskunni og ætla samt að halda áfram. Segðu mér hvernig á að finna vinstra horn í ferköntuðu rými. Lofa verðlaunum. Verður mér boðið í brúðkaupið? (Ég á mér alltaf draum um að vera brúðarmey í bleikum kjól ....).
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:31
Heiða Þórðar, 24.7.2008 kl. 14:51
Marta B Helgadóttir, 24.7.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.