22.7.2008
Ég er líklega spaði
Hef doktorinn sem ég heimsótti í dag grunaðan um að hafa ávísað fjörpillum í stað bakteríudrepandi óþverra! Nema að raunin sé sú að þær stígi villtan dans - bakteríurnar við sýklalyfin Hvað varð um gömlu góðu róandi mixtúruna Efedrín með efedryl eða hvað hún nú hét?
Búin að liggja núna í þrjá tíma í rúminu og reyna að hafa upp á Óla Lokbrá en ekkert gengur. Ég er búin að lesa olmóst eina bók - og af einskærum kvikindisskap ætla ég ekki að segja þér Jenný, hvaða bók það er Og bæ þe vei - hverjum datt sú vitleysa í hug að það að telja kindur svæfði nokkurn mann? Ég verð bara pirruð - ruglast í talningunni og þarf að byrja upp á nýtt!
Sit núna og tel niður stundirnar þar til ég á að vera mætt í vinnu. Þeim fækkar óðfluga.
Horfi út um gluggann á fánana hjá Lyfju feykjast í myrkum vindinum og skímu ljósastauranna speglast í blautri götunni. Einn og einn bíll keyrir hjá. Hvert er fólk að fara þegar klukkan er langt gengin í þrjú að nóttu til og meira að segja mávarnir sofa?
Hana - þar flykkjast vöruflutningabílarnir hjá! Það þýðir að enn fækkar þeim stundum þar til ég á að vakna. Ég verð laglega syfjuð á morgun!
Obbobbobb þarna sé ég skuggalega leðurklædda menn læðast að Esso!! Eru það ekki fordómar að ætla að þótt þrír leðurklæddir menn séu að paufast í myrkrinu, að ætla að þeir séu af erlendu bergi brotnir og hafi eitthvað misjafnt í huga? Hugsanlega eru þeir íslenzkir andvaka spaðar! Rétt eins og ég...... Enda.... þótt ég myndi hringja í lögguna, með öndina í hálsinum ekki af æsingi þó heldur kokkum......... Þá fengi ég bara hið staðlaða svar: "Það er enginn bíll inni......" Svo heitir þessi benzínstöð ekki Esso lengur...... Hún heitir N1
Já, það skeður ýmislegt á meðan laufin sofa..........
Athugasemdir
Úff Hrönnsla. Þú ert fársjúk.
Þetta með að telja kindur er svo athyglisvert. Ef maður svo ruglast ekki og nær að telja þær allar...... hvað á maður þá að gera við upplýsingarnar ?
Hringja í Bændahöllina og segja; "þær voru sjöhundruðfimmtíuogþrjár" ??
Anna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:40
Það var sofið hér í vesturbænum, ég svaf frá 2 - 7 og var ekkert smá lukkuleg með það. Vona að heilsan fari að kíkja við hjá þér, helv. kokkar að angra þig, það væri gaman að fá lifandi (matar)kokk til afnota í nokkrar vikur. Knús á þig stelpa
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 10:28
Hvað ertu að rífa þig í vinnu kona góð? Farðu vel með þig
Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 12:36
Þú verður að láta þér batna.
Ert oft súrealísk í skrifum og þrælskemmtilegur penni í þínum pælingum.
Marinó Már Marinósson, 22.7.2008 kl. 14:11
Já þú verður að láta þér batna og ekki að vinna svona lasin, knús kokka kerling mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 15:09
Bannað að vinna meða kokkar grassera farðu vel með þig hvað náðiru mörgum kindum áður en þú sofnaðir
Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 15:22
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.