Nú er úti veður vott!

Muniði eftir þessari vísu? Ég á frænda sem heitir Grímur. Ég man eftir mér sitjandi í fanginum á honum og hann var að kenna mér þessa rímu. Hann sagði mér við sama tækifæri að þetta hefði verið samið um sig - daginn sem hann gifti sig....... Ég trúði honum fram á tvítugsaldur! Það eru líklega fleiri en ég sem þykir gaman að ljúga að börnum í minni fjölskyldu Joyful

Ég er illa þjáð af Miltisbrandi, E-bólu eða Hermannaveiki! Ég hallast samt helst að Miltisbrandinum.

Mín kenning er sú að fyrrum eigendur hússins hafi múrað fyrrum ástmenn sína í veggjum kjallarans þegar þeir vildu yfirgefa viðkomandi - sem er vitaskuld einbeittur brotavilji, það skýrir líka allan þennan fjölda af ferðatöskum uppi á háalofti...... Síðan, í jarðskjálftanum sem skók hér mann og annan fyrir ekki margt löngu, rykuðust upp þessar leifar fyrrum ástmanna og valda mér nú ótvíræðum einkennum áðurnefnds brands!

Streptocokkar? Bara tízkubólga. Enda er það barnaveiki og svo ungleg er ég ekki!! Tounge

Yfir í allt annað! Hvaða tegund var fyrsti bíllinn þinn, hvaða númer var á honum og hvernig var hann á litinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég man vel eftir þessari vísu um hann Grím. En annars skondin færsla.

Ertu heima núna???

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lítill Fíat, veit ekki árgerð eða neitt meira, man að hann var ágætur.

Þetta er örgla miltisbrandur eða miTTisbrandur eins og vel gefin kona hélt fram að væri heiti þessarar "umgangspestar".

Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ertu ennþá lasin Hrönn mín, það er ekki gott að heyra.

Hilman Hilux held ég með einhverju asnalegu útlensku númeri, sem ég man ekki, sennilega svipuð árgerð og ég sjálf.  Svo var það Trabant.

Víst ertu mjög ungleg algjör stelpa og þessir "cokkar" eru stórvarasamir.

Sigrún Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Dísa Dóra

Æ vonandi ferðu nú að hressast skvís

Fyrsti bíllinn minn var glænýr skoda og alveg eðalkerra grár að lit en ég man nú ekki númerin á honum (enda haldin meðgönguþokunni ógurlegu haha, allavega gott að hafa hana sem afsökun )

Dísa Dóra, 21.7.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eiturgræna mazda no. G-5612. Ég varð ekki vör við neitt þegar ég kom til þín, ertu slæm elskan?? Kveðja austur  í     bæ 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 14:12

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Katla! Heima núna ;)

MiTTisbrandur

Sigrún! Svo svakalega ungleg að læknirinn sem ég fór til síðast skaffaði mér barnaskammt!!

Ásdís! Byrjaði aftur á laugardaginn.......

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: www.zordis.com

Jahérna hér ... þessi sýki er stórundarleg! 

Minn fyrsti var svartur eðal kappakstursbíll sem ég náði að velt í þrengslunum.

Hann var númer eitt hjá mér!

Láttu þér batna ævintýrakona .....

www.zordis.com, 21.7.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Grár M. Lancer, árgerð sjötíuogeitthvað með númerið L-400 ef mér er ekki farið að förlast bogalistin.   Hvernig eru E-bólur addna ? 

Anna Einarsdóttir, 21.7.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: SigrúnSveitó

uss...vona að þér batni fljótt...sama hvað er að þér...

Fyrsti bíllinn "minn" var Toyota Corolla árg. 1988, splunkunýr og flottur, ljósblár, númerið var: N 211 

Fyrsti bíllinn sem ég átti ALein (hinn átti ég með þáverandi kærasta) var Subaru árg. 1986, sjúklega flottur, og ég átti hann alein! Númerið á honum var: U 4969

Þar hefurðu það!

SigrúnSveitó, 21.7.2008 kl. 18:23

10 identicon

MiTTisbrandur.Moskowits var minn fyrsti bíll.Hvítur.Árgerð eitthvað á reiki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:02

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ekki gott að búa innan um löngu liðna ástmenn annars fólks. Fyrsti bíllinn minn var hvítur Opel sem pabbi gaf mér í afmælisgjöf, númerið var R 42526.

Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 19:27

12 Smámynd: Hugarfluga

Æ, góðan bata, kindin mín. Ferlegt að vera með svona pestarpúka til að gera manni lífið leitt. Minn fyrsti bíll var rauð Honda Civic árgerð 1988, en ég man ekki númerið.

Hugarfluga, 21.7.2008 kl. 19:36

13 Smámynd: Rebbý

farðu nú vel með þig vinkona svo þú jafnir þig ... yndislegt að horfa á rósina þína hérna við hliðina á athugasemdunum okkar
Fyrsti bíllinn minn var hvít Mazda station og ég bara get svo svarið fyrir að ég man ekki númerið á henni þó ég sé alltaf að tala um hvað ég muni tölur vel, en ég man þó eina tölu vel í kringum þennan bíl og það var þegar við vorum 9 á ferð í/á honum á rúntinum eitt laugardagskvöldið  (5 í sætum, 2 í skotti og 2 upp á húddi)

Rebbý, 21.7.2008 kl. 19:40

14 Smámynd: Ragnheiður

Minns var rauður moskwitch með gulri rönd og númerið var Z 518....svo átti ég annan rauðan, station, hann var M 304

Heppin ég að hafa ekki kjallara...bjakk...láttér batna skvísa

Ragnheiður , 21.7.2008 kl. 19:51

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Hrönn mín.  ertu viss um að þú sért ekki nógu ung fyrir kokkana ? Minn fyrsti bíll var wolgsvagenbjalla, grá að lit, þetta var árið 67 minnir ár til eða frá.  ég held svei mér þá að ég eigi einhversstaðar mynd af gripnum.  Minn elskulegi átti svo alveg eins bjöllu, þegar við kynntumst.  Þannig að við höfðum greinilega sama bílasmenn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 20:26

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dísess Hrönn það eru heil 70 ár siðan. Man ekki.

Heiða Þórðar, 21.7.2008 kl. 23:23

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Minn fyrsti bíll var gamall BMV sem ég eignaðist sem fátækur námsmaður í Bretlandi og bílnúmerin þar er vonlaust að muna!!

Láttu þér batna skvís

Huld S. Ringsted, 21.7.2008 kl. 23:27

18 Smámynd: Brattur

... já Moskowitz var það hjá mér... rauður station... Ó-193 velti honum fram í sveit... var að reyna að forðast að keyra á hunda...

Frétt af þessum merka atburði kom í Vísi og fyrirsögnin var:

Hundar í ástarleik ollu útafkeyrslu í Ólafsfirði...

Brattur, 21.7.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Brynja skordal

Minn fyrsti bíll var Eðal vagn sem komst allt Wolgsvagen bjalla Appelsínugul nr ah R 6og eitthvað sé ennþá eftir honum Láttu þér batna cokkavesen er þetta á þér unga kona

Brynja skordal, 22.7.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.