12.7.2008
Ég veit hvað ég ætla að verða....
.....þegar ég verð stór!
Ég ætla að verða bóndi og búa niðr´í Pörtum! Ég ætla að hafa hænur, hund(a) kött, gæsir, tvær kýr og nokkrar skjátur......... ;) Þetta verður svona sjálfsþurftarbúskapur........Hver veit nema ég fái mér líka hesta! Ég er nú einu sinni með fætur eins og veðhlaupahryssa Að sjálfsögðu ætla ég svo að vera með kartöflugarð og rófur!
Ég er líka svo skotin í sorphirðufyrirkomulaginu í Flóahreppi! Þar er verið að taka upp þriggja tunnu system eins og í Stykkishólmi!
Fór í bíltúr í dag með Möggu, mömmu og Óla frænda á gamlar slóðir um Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppi hina fornu - sem í dag kallast Flóahreppur. Vorum svo stálheppin að komast inn í Arabæjarhjáleigu þar sem amma og afi bjuggu í den. Við sátum í bílnum þar fyrir utan eins og hverjir aðrir túristar þegar konunni, sem býr þar núna, hætti að standa á sama og kom út til að forvitnast hvað við eiginlega værum að gera........ Það endaði með því að hún bauð okkur inn!
Fórum svo og fengum okkur að borða á Fjöruborðinu á Stokkseyri! Frábær matur og þjónusta - ég var að hugsa um að hafa þjóninn með heim....... ;)
Hér er Óli frændi á Fjöruborðinu.
Hittum Kristján í Skógsnesi og ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa eftir allt það sem þeir gátu rifjað upp - flissandi í framsætinu strákarnir.........
Kíktum líka á Urriðafoss.....
En sumsé - framtíð mín er ráðin! Ég verð náttúrulega seint kölluð kuldalega kerlingin á Klöppinni, sem ég hef þó stefnt að leynt og ljóst í gegnum tíðina, úr því að ég vel mér búsetu þarna niður frá - en ég hugga mig við að það verður ekki vegna þess að ég sé svo hlýleg
Hvernig líst ykkur á að ég verði kölluð Hrönn á Syðri Sýrlæk?
Athugasemdir
Er það ekki bara Hrönn bóndi á Pörtum ....?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.7.2008 kl. 22:00
Kæra Hrönn á Syðri-Sýrlæk, bara love U. Þetta hefur verið magnaður dagur hjá ykkur öllum saman. ANnars finnst mér bara mega flott að hafa þig búsetta á Aust 38, vertu kyrr, nema í skjálftum og kynlífi. knús
Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 22:01
Dagur í sýrlandi, kveikir á bjöllum. Má ég koma í sveit til þín ? Þú ættir að íhuga að taka svona dauðþreyttar kerlingar í fóstur í viku eða svo í sveitina, láta þær hlaupa, gefa þeim hollt fæði og láta þær borga þér formúu fyrir. Um að gera að "leyfa" þeim svo að mjólka kýrnar, reka þær í hagan og sækja þær, labba út með hundana og gera allt sem þarf............................................................. nema vaska upp þvo þvotta, skúra bóna og þurrka af. Og ég skal vera fyrsti kúnninn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 22:47
Hey ertu úr Arabæjarhjáleigunni?? Jahérna hvenær bjuggu afi þinn og amma þar?
hehehe heimurinn er líltill. Foreldrar mínir bjuggu nefnilega í Arabænum og keyptu einnig hjáleigujörðina (allt nema húsin). Eru að vísu flutt á Selfoss núna og búin að selja Arabæinn en eiga enn hjáleiguna og stunda þar garðrækt
Dísa Dóra, 12.7.2008 kl. 22:54
..... á Syðri Sýrlæk........... common...... hér er ljós og engin heima...... ég vil fá að vita af hverju "Syðri Sýrlækur.......mér finnst hann ekkert síðri..........
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:07
Meðan það er ekki Hrönn á Neðri - Fúlalæk þá er það í lagi held ég
Ragnheiður , 12.7.2008 kl. 23:14
Frú Hrönn á syðri Sýrlæk.. Geitur verða að vera í dýrahópnum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:24
Íslenskar púddur og geitur ... Eintómar ommilettur og ostar hjá Frúnni á S-Sýrlæk.
Ekki amalegt að þekkja Frúnna í vaðstígvélum með heygaffal ....
www.zordis.com, 13.7.2008 kl. 00:49
Hrönn á Bugðu passar betur, einhvern veginn. Veit ekki en það var það sem mér kom í hug. Keyptu Bugðu efhúnertil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 09:10
Fjöruborðið er sko bara uppáhalds veitingastaðurinn minn. En úfffff hvað ég hef saknað þess að lesa bloggin þín
Knús á þig krútta og takk fyrir kvittið
Tína, 13.7.2008 kl. 09:16
Bugðu?
Ég held þau hafi búið þarna frá 1938 til 1971....... Hvar eru mamma þín og pabbi með garðrækt?
Geitur! Já það er rétt - með bjöllur um hálsinn...... A la Heidi.....
Fanney....
En Ragga! Efri - Vola..............?
Já Cesil - alltaf velkomin
Zordís! Þú getur málað af því mynd - kona með gaffal Ég mundi kaupa hana...
Ásdís! Kjur? Ég?
Guðný Anna! Kellingin á Pörtum? Hljómar ekki illa.....
Tína! Gaman að sjá þig aftur
Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 09:23
Foreldrar mínir eru með garðrækt í Arabæjarhjáleigu. Eiga jörðina þar ásamt hluta af skemmum þó þau eigi ekki íbúðarhúsið. Áttu Arabæinn þar til fyrir 3 árum eða svo
Dísa Dóra, 13.7.2008 kl. 10:52
það hljómar bara ferlaga vel !!!
kær kveðja
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 11:22
Með þessu áframhaldi, þá verðurðu eins fræg eins og "Fréttaritari ríkisútvarpsins í Suður-Landeyjum, Jón Bergsson" (hjá spaugstofunni meðan þeir voru enn í útvarpinu).
Þú gætir orðið þekkt t.d. sem: "Hrönn á Syðri-Selfossi"?
Einar Indriðason, 14.7.2008 kl. 10:19
Endilega drífðu þig í að gerast bóndi. Myndi sjálf aldrei gerast bóndi, myndi ekki gera dýrunum það þar sem ég myndi örugglega gleyma að gefa þeim.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.