Morgunleikfimi.....

Ég stillti útvarpið á rás eitt um daginn - sorrí Markús.......... Þegar ég var búin að sitja í rúma tvo tíma við skjáinn brast á morgunleikfimi í útvarpinu!

Ég tók skyndiákvörðun og stóð upp til að vera með og Drottinn Minn Sæll og Dýri!! Ekkert smá erfið leikfimi. Það átti að standa á hægri fæti og lyfta vinstri fæti upp. Lyfta sér síðan á tær og niður aftur - lyfta síðan tánum þannig að maður stóð á hælnum á Einari........;) Ég pusaði og tinaði fram og til baka - þetta er nú einu sinni leikfimi fyrir eldri borgara.........

Eitt er á hreinu - ég er hrikalega fegin að hafa þó þessi ár til að æfa mig....... Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha 

Heyrðu Hrönn.  Viltu vera svo væn að taka videó af þér í næsta leikfimitíma.  Bara svona fyrir okkur hin á blogginu að læra af. 

Anna Einarsdóttir, 10.7.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þér er fyrirgefið - vona bara að þú hafir lært af mistökunum

Markús frá Djúpalæk, 10.7.2008 kl. 18:21

3 identicon

Þá geturu selt svona "jane fonda"a a Hrönn.Og orðið rík.Og farið á þyrlunni að kaupa pullu í Baulu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:51

4 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndi

Dísa Dóra, 10.7.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óborganleg ertu, ég ætla bara að hugsa um þig næst þegar ég sprikkla. Og það verður í fyrramál.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Æi ... vesalings Einar.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Einar Indriðason

ÁI!

Einar Indriðason, 10.7.2008 kl. 23:03

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe.......

Ég skal íhuga það Anna......... ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 23:10

9 identicon

ahahahahahahahaha maður ætti kannski að fara að prófa klukkan hvað eretta...

alva (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:58

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 07:50

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 10:50

12 Smámynd: Heidi Strand

kannski hefur fyrirmælin ekki verið nóg skyr.

Heidi Strand, 11.7.2008 kl. 11:29

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hrönn, það bíður þín ósvöruð spurning mín megin.

-Hélstu annars að ég myndi hiksta á þinni, elskan..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.7.2008 kl. 13:46

14 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg og takk fyrir hjálpina vona bara að ég nái að búa til albúm eftir helgi þrjóskast bara við þetta

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 13:48

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú óborganleg !!!  þetta virkar ýkt erfitt, á hælnum á Einari???  gæti það ekki sko  dugleg ertu annars stelpa   knús í austurbæinn   er ekki annars helvítis taffic í Bónus??  nenni ekki í búð í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:48

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Klikkað að gera í Bónus.......... ;) Allt þetta aðkomupakk!!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:32

17 Smámynd: Brynja skordal

hahaha Aðkomupakk!! ég er búinn að versla í bónus í minni heimabyggð svo ekki ætla ég að vera fyrir í ykkar bónus hef nóg að býta og brenna

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 15:17

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er yndi Hrönn.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 16:17

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ha ha ha...sé þig í anda...standa...á Einari...úbbs....plííís taktu vídeo....!!!!

Þú ert snilld!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:50

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úbbs Hrönn, ég hef ekki jafn langan tíma til að æfa mig og þú.  Það er eins gott að fara að byrja strax...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 20:52

21 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Djöfull varstu heppin að þurfa ekki að lyfta tánum á fætinum sem þú stóðst ekki í. Það getur reyndar verið dulítið snúið fyrir mann á miðjum aldri, hvað þá eldra en það, að framkvæma leikfimiæfingar eftir tilsögn í útvarpinu. Tala nú ekki um rétt á meðan maður er að keyra. Helst grindarbortnsæfingarnar sem manni tekst sæmilega upp með, en verra þegar kemur að teygjuæfingunum

Halldór Egill Guðnason, 11.7.2008 kl. 22:35

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þá hefði nú heldur betur versnað í því Halldór! Ég nefnilega ríghélt mér í þær tær.......

.... það mátti nefnilega styðja sig við eitthvað ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.