28.6.2008
Einkamál.is
Ef þið ættuð að skrifa prófæl um...... mig á einkamál.is hvernig mundi hann þá hljóma? En ef hann væri um ykkur?
Ég ætla að taka stikkprufur á ykkur.......
Jenný Anna! Fyndin, sexý rödd, greindarvísitala vel yfir stofuhita, stórreykingamanneskja. Áhugamál: Bækur og pólitík.
Fanney! Fyndin, yndisleg, falleg og gáfuð, finnst gaman að dansa og að lífinu almennt. Áhugamál: Hreyfing, útivist og karlmenn!
Marta! Fyndin, gáfuð, sjarmerandi, listhneigð. Áhugamál: Ferðalög og útivist, ásamt lestri góða bóka og listsýningar.
Cesil! Dulúðug, einstaklega falleg augu, góð persóna. Áhugamál: Garðyrkja, börn og bæta heiminn!
Sigrún! Falleg, mannbætandi, barngóð og elskar mannkynið! Er svo vel gift að hún færi aldrei inn á einkamál.is
Guðný Anna! Gáfuð, sérstakur húmor, listhneigð. Áhugamál! Kaffihús og bókalestur.
Zordis! Listhneigð, falleg, fyndin, skáldleg mannelskandi og með góða nærveru.
Huld! Smart, dugleg, full af eldmóð. Lætur engan segja sér hvað hún á að gera eða hvar hún á að vera og mundi þess vegna aldrei ganga út á einkamál.is (ekki að einhver geri það.....)
Heiða! Falleg, fyndin, orðheppin, viðkvæm en þó ekki!
Dúa! Fyndin, gáfuð, hryssingsleg, feimin en ófeimin að láta allt flakka, viðkvæm, auðvelt að elska hana
Ragga! Stórbrotin persóna, gáfuð, fyndin, yndisleg og færi aldrei inn á einkamál.is
Anna! Margbrotin persóna, sem heillar alla, fyndin, gáfuð, falleg. Áhugamál: Hestar, bridge, skák og vín
Solla! Fyndin, gleðikona? nei nei svona segir maður ekki! Síst af öllu þarna inni..... Sér spaugilegu hliðina á málum, falleg, gáfuð. Áhugamál: Unglingar og velferð þeirra.
Steina! Mannbætandi, elskurík, listhneigð, skapstór og falleg. Áhugamál: Dýr og að gera heiminn að betri stað að búa í.
Hallgerður! Fyndin, falleg, orðheppin, fljótfær. Kann skemmtilegar sögur. Áhugamál: Siglingar, lestur góðra bóka og mannrækt.
Helga Guðrún! Falleg, fyndin, fljótfær, afgerandi. Áhugamál: tónlist og karlmenn
Rebby! Dugmikil, gáfuð, fyndin. Áhugamál: Daður, börn og bíómyndir.
Dísa Dóra! Aðdáunarverð, fyndin, gáfuð. Áhugamál: Að hjálpa þeim sem hafa orðið undir í lífinu, börn og félagsstörf.
Katla! Viðkvæm, falleg, fyndin. Áhugamál: Dýr og börn.
Svana! Falleg augu, fallegt bros, skemmtileg. Áhugamál: Allt sem bætir mannfólkið og heiminn sem það býr í og garðyrkja.
Jahá! Þið eruð svona fallegar og fágaðar upp til hópa! Nú held ég að ég fari að fleygja mér undir rúm. Þar sem skjólið er. Þetta er búinn að vera langur og strangur dagur og ég þarf að vakna snemma í fyrramálið.
Góða nótt!
Athugasemdir
Í mínu tilfelli gleymdist falleg og færi aldrei inn á einkamál.is addna. Annars kórrétt. Þær gerast ekki greindari en ég.
Hrönn: Mannelsk (sko húmanisti), töluvert sæt, fyndin, réttlát, hæðin, ekki allra en ég er alveg dedd á því að hún hangir á einkamálum öll kvöld, þ.e. þegar hún hangir ekki undir rúmi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 00:21
Alhliða kona á lausu. Slæ heimatún og klippi hekk, drekk rauðvín, er synd og til í smá synd. Bloggvinir mínir segja að ég sé frábærlega fyndin.
Anna Einarsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:43
Áhugamál; Karlmenn !!!!!!.... útskýringu plís......
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:47
takk fyrir mig .... spurning að skrá sig og hafa þessa lýsingu og sjá hvað gerist
annars þurfum við ekki einkamál til að komast í daður við karlmennina því þeir elska okkur (bara þeir réttu ekki að flækjast fyrir okkur)
Rebbý, 28.6.2008 kl. 01:36
Falleg og fyndin.. lol mér líður eins og ég hafi dáið og minningargreinin sé samin af Helen Keller! Þú ert fyndinasti jarðskjálftinn, það er á hreinu.. ef það skelfur ekki þá hristirðu það þar til það mælist á Richter! Luvzjú2pízez!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 04:03
Taka 2 .... SVO 3
Meira hvað óþekktin í tölvunni er slæm núna.
Aðeins eitt eintak eftir !!!!!! Yndislega skemmtileg kona sem elskar að elda góðan mat, segja skrítlur, stunda útiveru, garðálfast og íþróttaálfast. Dugleg að eðlisfari og dýravinur.
Þetta var nú ekki auðvelt svona snemm morguns en lífið er þraut! Eigðu kósý dag ... gleymdi að nefna SNILLINGUR.
www.zordis.com, 28.6.2008 kl. 07:14
skemmtileg, gáfuð, falleg dýravinur, selfissingur mikil íþrótta og útiverukona, og allt það sem á undan er komið !
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 09:44
gleymdi
knús
steina
p.s. bið að heilsa gunna !!
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 09:44
Hahaha þú náðir þessu bara nokkuð rétt, læt afskaplega illa að stjórn enda hlæ bara hrossahlátri þegar húsband segist vera húsbóndinn á heimilinu en inn á einkamál færi ég aldrei
Takk fyrir mig
Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 09:49
Hrönn ; stórbrotinn jarðskjálftafræðingur á lausu, getur lagt með sér nýtískulega gróðrarþvottavél. Skemmtileg, kaldhæðin og ákveðin. Fljót að hlaupa í burtu ef með þarf enda annálaður skokkari. Hlustar í laumi á Gospel.
Ég veit ekki en ég held að þú hafir hitt naglann dálítið á höfuðið með mig þarna, ég færi seint á einkamál enda þekki ég sjálfa mig það vel að ég myndi taka í fóstur versta plebbann þar.
Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 10:53
Flott kona sem er algjör þúsundþjalasmiður, hefur húmorinn í lagi, elskar útivist og svo sannarlega ein af miljóninni.
Verð að spurja húsbandið hvort lýsingin eigi vel við mig
Því miður sá ég skilaboðin frá þér fyrst núna - og skotta á leið út að sofa annars hefði ég svo sannarlega komið
Dísa Dóra, 28.6.2008 kl. 11:05
Skemmtileg og fyndinn, en afskaplega traustvekjandi grallaraspói, sem maður bara elskar. Þannig myndi ég lýsa þessari stelpukonu henni Hrönn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 12:29
Þú er frábær Hrönn mín. og takk fyrir mig.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:15
Hrönn: skemmtileg, heilsteypt, vönduð, falleg innst sem yst, einstök kona, einstakur félagi.
...ég kvitta brosandi fyrir mig þarna, sátt við þessa kynningu.
Ég held reyndar að á Einkamal.is séu allmargir að villa á sér heimildir og þar er mikið af giftu fólki í leit að tilbreytingu ...hef ég heyrt
Marta B Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 17:27
Langar í mér leiðslurnar, en hver ansdsk... kæmi einhverjum í cyperspace það við að ég er stórreykingamanneskja?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 17:55
Held ég gæti aldrei lagt það á neinn að auglýsa mig í einkamál.is mundi valda svo miklum vonbrigðum.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:00
Vá hvað við eum margar fyndnar!
Hrönnsla; yndislegri en yndisleg. Fyndnari en fyndin. En þó helst af öllu sú hreinasta og beinasta, ekki spurning.
Heiða Þórðar, 28.6.2008 kl. 21:23
Jenný Anna, það fellur í flokkinn dýr í rekstri
Sko þetta er áreiðanlega flokkað svollis þarna, ódýrar kellur, millidýrar kellur og rándýrar kellur. Er þetta ekki annars útsölumarkaður á kellingum og köllum ? Hvað veit ég...aldrei nennt að skoða svona kjötmarkaði. Á sko "væna flís af feitum sauð" hérna heima tjíhíhí
Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 22:30
Jenný! Já það vantaði falleg - var bara ekki viss um að það mætti nota það um þig verandi þessi femýnizdabelja........ og hvað hitt varðar! Úthaldið Jenný Anna - úthaldið.....
Fanney! Hver hefur ekki karlmenn sem áhugamál?
Þakka ykkur annars fyrir góð viðbrögð! Ég hélt þið genguð af göflunum
Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 22:35
Hrönn,skemmtileg og yndisleg.Laumu-gospel-hlustari sem á ljónshjarta.Frábær færsla
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:15
segðu mín kæra....segðu..... það er hægt að hafa það margt vitlausara en það....
Fanney Björg Karlsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:16
Þú ert æði.....
Segi eins og Cesil..Traustvekjandi GRALLARASPÓI......sem elskar Björn Bjarnason í leyni.......(hahahahah nú halda allir kallar að þeir gangi út )...sem er fyndnari en allt... orðheppin með eindæmum.......sem elskar rautt...........Fallleg og gáuð.....finnst gaman að rölta með hundinn.......
En þetta hljómar ekki beint allt sem tálbeita fyrir karla..........en svona sé ég þig....
Solla Guðjóns, 3.7.2008 kl. 00:09
Ásamt öllu sem aðrir eru búinir að segja
Solla Guðjóns, 3.7.2008 kl. 00:11
Takk
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.