Hamfarablogg!!

Blóðsykurinn er kominn langt undir hættumörk hjá mér. Enda tröllríður geðvonzkan hér við einteyming!

Fór til kaupmannsins á horninu í dag - sem vill svo skemmtilega til að er Jóhannes í Bónus...... Ætlaði að kaupa, ásamt fleiru, sítrónupressu - þið vitið - áhaldið til að pressa safann úr sítrónunni! Ég geng fyrir sítrónum, takmarkið er að ná sama sýrustigi að innan og utan Tounge Geir var eitthvað að tala um að spara um daginn og ég sá það í hendi mér hvernig ég gæti náð betri nýtingu á sítrónum með svona græju............. Ég HLÝT að fá riddarakrossinn á nýjársdag - ég trúi ekki öðru!

Sítrónupressan fékkst ekki í Bónus þannig að ég hjólaði í Kuffjelagið - búðina hvar ég hélt að ALLT fengist! Ég gekk rekka eftir rekka og grandskoðaði hin ýmsustu eldhúsáhöld sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ættu að notast. Ég sá rifjárn með boxi fest á - sem hefði kannski verið sniðugt ef boxið hefði ekki snúið öfugt........ Ég sá fjölbýlisherðatré - sem ég hef ekki grænan grun um hvernig ætti að koma fleirum en fyrstu flíkinni á........... ég sá dósaopnara sem virkaði í mínum augum eins og varahlutur í dós - ég gæti ekki opnað dós með honum þótt ég ætti líf mitt að leysa!! En - það er ekki til sítrónupressa á Suðvesturhorninu! Hvað er í gangi? Hvurnig stendur á þessu??

Nú bíð ég spennt eftir svörum - bæði frá Jóa í Bónus og Mr. Nóatún - hver sem það nú er!! Tounge
Allt tók þetta svo langan tíma að maturinn er orðinn laaaangt á eftir áætlun og til að kóróna nú vitleysuna, asnaðist ég til að kaupa brún hollustuhrísgrjón sem taka óratíma í suðu!

Og svo er það pirringsjöfnunin! Ég sá hrikalega fallegan mann í dag Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lág í sykri?  Ha? Hvað er í gangi kjérling?

Sendu fallega manninn í Breiðholtið.  Mig vantar eitthvað til að berja augum, húsband ekki heima.

Lalílú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn.

Ef það fæst ekki í Kaupfélaginu, þá þarftu það ekki. 

Anna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bara.... langt síðan ég borðaði ;)

Anna! Þegar þú segir það þannig......... ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Svona geta nú einfaldir hlutir verið óínáanlegir. Og á meðan getur maður valið á milli 32ja kaffitegunda, 23ja te-tegunda og 14 ís-tegunda. Arghhh.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.6.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! og hefur ekkert við það að gera........

..... þú drekkur bara eina tegund í einu! 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hjúkket..hvað ég er fegin að hafa ekki stöðvað bifreiðina þegar ég keyrði fram hjá þér á hjólinu í dag.... þú varst líka þessleg á svipinn að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf....elskan mín... nærðu þig...... og passa þrystinginn...þaðer svo gott fyrir heilsuna...

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.6.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Löööööngu búin að´í

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Langt síðan ég hef séð svona sítrónupressu.  Knús á þig Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 22:47

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

En Hrönn...KANNSKI er þetta engin tilviljun...þetta með sítrónupressuna....kannski Á nebbla FALLEGI MAÐURINN eina slíka og erTIL Í að deila henni með ÞÉR í framtíðinni.,...hver veit???? Annars á ég.....na na an búbú...

Bergljót Hreinsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:26

10 Smámynd: Rebbý

eina sem ég man úr þessari færslu er fallegi maðurinn ...... allaf gaman að sjá svoleiðis

Rebbý, 25.6.2008 kl. 23:33

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpur!! Ykkur er ekki við bjargandi.....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 23:35

12 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef nú meiri áhyggjur af mögulegri sítrónueitrun og hallast enn að skoðun Önnu (það mætti halda að við Anna séum með sama heilann!)

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 00:05

13 Smámynd: Einar Indriðason

Ég var hvorki á ferðinni í Kauffffffélaginu, né í Nóatúni í dag.......

Einar Indriðason, 26.6.2008 kl. 00:53

14 Smámynd: Tína

Það er sem mig minni að svona pressa fáist í Europrís darling. Þori samt ekki að staðhæfa það. Alveg ótrúlegustu hlutir sem fást þar. Hvur veit nema þú rekist á fallega manninn aftur?

Kram í daginn til þín

Tína, 26.6.2008 kl. 06:22

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Europris!! Ég gleymdi henni. Bezt ég zjékki á því í dag! Takk Tína

Helena! Það er náttúrulega fáránlegt að hafa sítrónupressu appelsínugula!

Einar! Þá hefur þetta verið einhver annar!

Ragga

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 06:46

16 Smámynd: Dísa Dóra

hmmmm húsbandið var í kuffélaginu í gær svo sennilega hefur þú séð hann

Dísa Dóra, 26.6.2008 kl. 09:54

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott að þú sást svona fallegan mann, þeir hressa alltaf upp á hversdaginn.

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:38

18 Smámynd: Ólöf Anna

En geturu ekki bara keypt þér appelsínupressu það virkar örugglega líka á sítrónur.

En darling akkuru hjólaðiru ekki á eftir mannanum?

Ólöf Anna , 26.6.2008 kl. 13:08

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....sein að fatta Ólöf Anna........ Story of mæ læv

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:11

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður !!

Ég fór að hugsa.    Ef við erum með sama heilann, erum við þá með hálfan ? (Það skýrir reyndar ýmislegt). 

Anna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:46

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FARÐU Í HÚSASMIÐJUNA  SVO TIPPA ÉG Á MOTIVO, EN ÞÆR ERU ÖRUGGLEGA DÝRAR ÞAR, EN DESIGN. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:05

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ÉG ER BÚIN AÐ ÞVÍ ÁSDÍS!! AF HVERJU ERTU MEÐ ÞENNAN HÁVAÐA?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:07

23 identicon

 Er ekki Húsasmiðja þarna fyrir austan?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 20:13

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þið eruð nú ljótu hálfvitarnir, Hrönn og Anna!  (Mér finnst það sko síður en svo, er bara að vitna í Önnukommentið.) En Hrönnsa mín, af hverju léttirðu þér ekki lífið eins og þú lifir í nútímanum og kaupir þér bara sítrónusafa?  Hann fæst í svona litlum flöskum, þú veist.. og svo fæst safalíki í plastíláti sem líkist sítrónu en það er leiðinda plastbragð af því og ég mæli ekki með því... en hitt er fínt.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.6.2008 kl. 22:23

25 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....það hefur bara aldrei verið minn stíll að reyna að fara eitthvað léttilega í gegnum lífið!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 06:34

26 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt eftir langt frí vonandi færðu pressuna hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 09:33

27 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hæ Hrannsla,,,,,, ég kem á Selfoss seint í kveld til ad heimsækja foreldrana og restina af familiunni. fer á mánudag. Hvernig er ad hittast í morgunsundi kl: 7:00 laugard. eda sunnudag?

Gunni Palli kokkur.

Fón: 28976500

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.6.2008 kl. 09:47

28 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Verð á skjálftaslóðum um helgina.  Á ég að kíkja í Europris fyrir þig áður en ég legg íann? 

Sigrún Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:18

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gunni Palli kokkur!! Það líst mér vel á. Sundlaugin opnar kl. 10:00 á laugardögum og sunnudögum! Eigum við að stefna á laugardag? kl. 10:00 stundvíslega? Það verður ekki beðið!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 10:21

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sigrún! Það væri nær að þú kíktir á mig þegar þú kæmir á skjálftaslóð!! Takk fyrir samt

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 10:39

31 Smámynd: Ólöf Anna

....... er einhver saga á bakvið þennan hitting í lauginni. Eða er sundlaugin bara dulmál?

Ólöf Anna , 27.6.2008 kl. 11:56

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Ólöf Anna! Eins og ég færi þá að segja frá því hér..........

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:02

33 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fæst í Europrís  jamm!

Hef næstum barasta saknað þín snillingur

Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 12:16

34 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég var svo brjáluð af sítrónum  hér í denn en ekki lengur, stórt knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 12:31

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bara næstum??!!??

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:34

36 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Reyni það Hrönn......nema ég finni "fallega manninn" fyrst

Sigrún Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:36

37 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha þú mátt koma með hann með þér! Ég lofa samt ekki að þú fáir að taka hann með þér heim.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:40

38 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gunnar Páll Gunnarsson, 27.6.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.