15.6.2008
Hamingjan.......
Ég endaði daginn á Gospel tónleikum hjá Hvítasunnunni! Gospel er tónlist sem fær mig til að líða vel inni í mér....... get ekki lýst því neitt öðruvísi!
Aldeilis frábærir tónleikar. Ég var með Ljónshjartað úti í garði og leyfði honum að taka allan þann tíma sem hann getur tekið sér til að hnusa af hverju strái og míga nokkrum dropum hér og fáeinum dropum þar....... á meðan hlustaði ég á hinn himneska söng sem barst mér úr - þarna var ég næstum búin að segja neðra...... en vitaskuld meina ég næsta húsi.......
Það eina sem mig vantaði var hvatningin að koma inn og hlusta og hún kom í formi konu sem er alltaf svo brosandi og blíð - það er hreinlega eins og að líta í spegil að horfa á hana Þarna var ég vitaskuld að djóka!! Allavega kom hún og bað mig endilega að koma inn og hlusta - það væru nokkur sæti laus! Eins og áður sagði - frábær tónlist og ég skal ekki leyna því að ég var stolt af frænda mínum sem kom upp og sagði nokkur orð! Langði mest að fara og knúsa hann svo montin var ég af honum
Nú sit ég og söngla - svona inni í mér - lagið sem greip mig í garðinum........ Veit ekki hvaða lag þetta er og kann ekki textann almennilega en er yfirmáta sátt við þvottavélina úti, sem og annað. Svona þarf nú lítið til að gleðja mig
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Mér finnst líka gospeltónlist mögnuð....hún er einmitt svo full af gleði og kalllar fram allt það jákvæða og góða sem býr í manni...og dregur úr pirringi og neikvæðni...maður getur meira að segja elskað ónýta þvottavél...þessvegna....
Bergljót Hreinsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:10
Nákvæmlega Bergljót
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:11
Oh... hér er smá öfund í gangi.... hafði nebbla hugsað mér að fara á þessa tónleika.... heyrði um þá í útvarpinu.... en komst ekki sökum anna... algör þessi anna...
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:26
Guð veri með yður og ljónshjartanu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 23:27
Hey Fanney! Ég heyrði því fleygt að hún hefði verið rekin - þessi anna........
Svakalega hefði verið gaman að sjá þig
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:28
Alltaf er mér kennt um.
Fanney. Upphaflega var orðatiltækið svona; Komst ekki sökum Hrannar.
Svo kom einhver klaufinn og mismælti sig. Einfalt en satt.
(krosslegg putta og tær)
Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:33
hahahah Anna! Mér sýnist við þurfa að fara að hittast og jafnvel leyfa Fanney að vera með....... þ.e. ef hún kemst sökum...........
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:38
Djö er ég heppin að heita Ragnheiður. Grashnus og smáspræn tekur nokkurn tíma ef vel á að gera, ég þrammaði með mína-að vísu án undirleiks- áðan. Nei hvaða vitleysa, ég hafði fuglasöng sem undirspil !
Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 23:41
Ég dýrka Gospeltónlist en hef aldrei verið svo heppin að fara á svoleiðis tónleika, bara setið í vímu heima að hlusta
Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 23:50
Fanney kemst örugglega ekki sökum ........ fannfergis.
Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:52
..... eða austurs - býr hún ekki í Flotholti?
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:56
Hlustum ekki á neitt nema það láti okkur líða vel. Það hljómar auðvitað eins og dráttarklár sem er ekki alveg að nenna þessu.. en stundum þá bara fríkíng vikar það.. og þá skal sko hafa það sem betur hljómar! http://www.youtube.com/watch?v=x25F3-sR2Yo
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.6.2008 kl. 06:38
Flott lag Helga Guðrún!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 07:23
Hefði ekki getað orðað þetta betur en Bergljót hvað varðar gospel tónlistina.
Kram í daginn Hrönn mín og takk fyrir kvittið. Alltaf svo gaman þegar fólk gerir það
Tína, 16.6.2008 kl. 08:50
Dæmigerð INNRI GLEÐI þegar allt verður svo ljúft og gott.
Frábær tónlist þegar sálin svífur með ....
www.zordis.com, 16.6.2008 kl. 09:48
Ég var á Her í gærkvöldi og þar var einmitt tónlistarveisla sem lætur mann líða svo vel í hjartanu. Innri gleði og friður kemur í hjarta mitt við að hlusta á gospel-tónlist
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:19
Gleði, gleði, gleði,
gleði líf mitt er,
því að Æðri Máttur það gefið hefur mér.
Ég vil að þú eignist þetta líf,
því að það er;
gleði, gleði,
gleði alla tíð.
Þetta er það sem mér datt í hug þegar ég las færsluna þína. Hjartað mitt fyllist alltaf að gleði þegar ég syng þetta lag, og mér finnst eins og þér líði þannig :)
Knús...
SigrúnSveitó, 16.6.2008 kl. 11:41
Gospel Tónlist er yndisleg og þú líka.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.6.2008 kl. 11:44
Er ekki mikið fyrir gospeltónlist, en finnst það gott hjá þeim sem vilja að ná sér í smáandlega næringu í hana.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:48
Svei mér þá.... Anna og Hrönn.... mér sýnist á öllu að hér sé bráð þörf á hittingi.....og ræða bæði menn og málefni hvort sem um fannfergi eða austur er að ræða.....þið eruð nú meiri kellurnar...... og anna á sum sé upptökin á þessu öllu....
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:13
Ég sver það..... það var hún sem byrjaði
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 14:09
Alltaf er mér kennt um.
Við verðum að hittast.
Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:13
Trúðu því or not. Hef farið á þá nokkra. Einmitt af sömu ástæðu og þú -yndisleg innri líðan
Heiða Þórðar, 16.6.2008 kl. 19:08
Það vantar Gospeltónlist í þjóðkirkjuna - hún lyftir sálinni.
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:02
Sko, gospeltónlistin.
Sigrún Jónsdóttir, 16.6.2008 kl. 20:03
Ég hreinlega elska að fara á gospeltónleika og geri það alltof sjaldan....Ég rann í gegnum Selfoss alla leið að Kenný(KFC) og til baka og veitti athygli þvottamaskínu við krúttlegt hús....sá meira að segja kerru líka.....
Solla Guðjóns, 16.6.2008 kl. 20:16
Gleymdu ekki Solla að þvottamaskínan er upprennandi krútt........ :)
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 21:15
Já gospel er ein tegund af músík sem fær mann til að líða vel. Ég kveiki stundum á Lindinni og slíkum stöðvum, og hlusta hugfanginn, þangað til þau fara að dásama trúna og halelúlja eitthvað, þá skipti ég yfir. Ætli það sé enginn svona góðulaga stöð til, sem leyfir ekki blaður og halelúja inn á milli?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 22:12
Spurning Cesil! Það væri alveg passandi.....
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 22:17
Það er snilldin ein að fara á tónleika hjá þeim í Hvítasunnusöfnuðinum og maður fer allur léttari á sálinni þaðan út
mæli með því Hrönn að þú kíkir á þá bráðlega og þið hin líka
Rebbý, 17.6.2008 kl. 02:07
Ég er nýbúin að vera þar........
Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.