Ég get sagt ykkur það....

.... að ef ég væri persóna í bók eftir Snjólaugu Braga þá væri hávaxinn, herðabreiður, dökkhærður, myndarlegur maður búinn að banka uppá hjá mér og bjóðast til að fara með þvottavélina fyrir mig í járnagáminn!! Og fyrr en varði værum við farin að jagast um síðasta kexið í pakkanum og fjarstýringuna að sjónvarpinu um leið og ég ergði mig yfir því að hvítvínið væri alltaf búið. Ég væri búin að baka í frystinn og sulta og hann væri að tuða um pylsur og pakkajukk .......... W00t

Skrats......

Mundi ég vilja vera þessi persóna? Hvað heldur þú? Fylgist með hinni æsispennandi framhaldssögu: Hvernig losnar Hrönn við ónýtu þvottavélina........?

Coming soon í alla betri bíósali Tounge

Já - ég gleymdi! Ég náði sambandi við Pólland í dag - ef þið höfðuð miklar áhyggur af því....

....Aldrei, hvorki fyrr né síðar hefur nokkur manneskja í Póllandi verið svona glöð að heyra í mér - enda hef ég aldrei hringt til Póllands fyrr Tounge Spurning um að hringja alltaf þangað ef ég er niðurdregin? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahaha   Þú ert óborganleg sögupersóna.

Ég ætla ekki að fara í vinnu fyrr en framhaldssagan er búin......  sit og bíð. 

Anna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha ég býð spennt eftir framhaldi

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, hann hlær lágt og hún edlar fimmhundruðasta lærið sitt þá vikuna.

Og svo lokast þau inni í lyftu og ekki vita þau hver annars konu hlýtur og að endingu biðja þau fíflið hann Gabríel að gá að sér.

Eða spurðu þau lyftuvörðin hver Gabríel er?

Vont að vera með límheila stundum.  The bad stuff sticks very well.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær eins vant er.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: www.zordis.com

Auglýstu í glugganum, gefins þvottavél og ýmislegt föndur (það sem þú átt eftir að henda) gegn því að það verði sótt!

Líst vel á að þú sendir vininn út í búðina á bak við bensínstöðina eftir veigum .... svo getið þið lagst undir rúmm og sagt hvort öðru sögur!  Þvottavélin fer ekkert!!!

www.zordis.com, 11.6.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: www.zordis.com

Sko .... nema hún verði sótt áður!

www.zordis.com, 11.6.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Ragnheiður

Mí tú..sit hér og bíð eftir sögulokum hehe

Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hey..... ég mætti í dag.... með minn... sem "bæ ðe vei" er farin að ganga í þverröndóttu..orðin svo slank þessi elska..... við sáum nebbla þvottvélina í reiðileysi úti á hlaði.... en hvar var sögupersónan....... hún hefur kanski verið úti í símaklefa að tala til Póllands....hvað veit ég....

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Linda litla

Bíð spennt eftir framhaldi..... þetta er miklu skemmtielgra en að lesa í bók

Linda litla, 12.6.2008 kl. 01:00

10 Smámynd: Einar Indriðason

Hérna.... Afhverju ertu að hringja til Póllands?  Er ekki blaðberinn þinn á Íslandi?

Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 01:09

11 Smámynd: Tína

Góðan daginn Hrönn mín.

Bíð sko líka spennt eftir framhaldinu á þessari sögu............. En þegar riddarinn á hvíta hestinum kemur........ værir þú til í að biðja hann um að pikka upp þvottavélina mína í leiðinni, svona á meðan þú ert að sulta?

Tína, 12.6.2008 kl. 07:28

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þurfa menn eitthvað að vera hávaxnir, herðabreiðir, dökkhærðir og myndarlegir til að bera eina þvottavél? Ég bara spyr

Markús frá Djúpalæk, 12.6.2008 kl. 09:26

13 Smámynd: Ragnheiður

ó boj, gerði þessi vandræði óvart að umtalsefni á minni síðu og kom svo til að gá hvort einhver kall væri á húninum hjá þér. Þú verður nú að vera vöknuð og búin að baka pönnsur ...áður en hann kemur  Bara litlar pönnsur samt

Ragnheiður , 12.6.2008 kl. 10:16

14 identicon

Þú ert að lesa húsmæðraklám var sagt við mig þegar ég var unglingur og las Snjólaugu af miklum móð. Nú les maður um þetta á netinu í "beinni".Ekki ,"að lokast inni í lyftu"heldur að lokast inni í kjallara-þvottarhúsi"á Selfossi.Snillingur ertu kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:31

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Heyrir fyrir mér fjaróma rödd auglýsa...Hernig fer með þvottavélina í kjallaranum..??spyrjandi rödd nær Hrönn að laða að sér herðabreiðan fagurfugl???

Hvern gladdi Hrönn svo mjög í Póllandi????????

Hver verða örlög þvottavélarinnar?????????

VÚPPSÍ

Solla Guðjóns, 12.6.2008 kl. 11:36

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe

Markús! Það þarf kannski ekki - en það spillir ekki fyrir.......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 11:45

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hringdu bara í Snjólaugu og pantaðu hjá henni einn kall.

Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:29

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 12.6.2008 kl. 21:25

19 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ég hef á tilfinningunni að þú viljir sjálf éta síðasta kexið úr pakkanum...drekka þitt hvítvín í næði....sleppa því að baka og sulta og koma þér hjá því að rökræða um pylsur og pakkajukk....

En ég skil að þú viljir losna við þvottavélarflakið ekki seinna en í gær.....svo vonandi birtist þessi hái, herðabreiði, dökkhærði og myndarlegi maður bara á tröppunum og losar þig við vélargarminn....þú verður bara að sikrita svolítið fyrst...og sjá svo til með framhaldið....

...myndi samt heldur vilja sjá það í formi Danielle Steel...svo ég geti notað klínexpakkann minn....

Bergljót Hreinsdóttir, 12.6.2008 kl. 22:59

20 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert svoooo fyndin Hrönn.  Hvernig er það eru þeir ekki alltaf að sækjast eftir brotajárni í skipasmíðastöðvarnar þarna í Póllandi?  Spurðu næst þegar þú nærð sambandi.

Sigrún Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 23:49

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Ég hef líklega verið á haugunum að losa kerruna - endilega reyndu aftur, eins og segir í laginu "ég bæði  sé og veit og vil...." Hvað sem það á nú að fyrirstilla

Bergljót! Hugsa að þú hafir jafnvel alveg rétt fyrir þér - ég skal samt reyna í anda Steel - ég er nú einu sinni í stálbranzanum ;)

Sigrún! Góð hugmynd

Helga! Hvað geri ég ef hún sendir mér þá bara neyðarkall? :)

Heiða!

Einar! Viðskipti - sjáðu til - viðskipti ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:26

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Hrönn mín ég bíð spennt eftir framhaldinu.  Og auðvitað eru þau glöð að heyra í þér í Póllandi.  Annars get ég bent þér á að það er hægt að hringja í pólverja hér á Ísafirði, ef til vill ódýrara.  ég er með tvo yndælis náunga í vinnu hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:52

23 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir með bloggvinum bíð spennt eftir áframhaldi sögunnar um þvottavélina þaulsætnu.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:38

24 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Er ekki lífið spennandi eftir alltsaman ................? Gott gengi, hunagnskaka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:00

25 Smámynd: Tína

Góða helgi elsku Hrönn mín  Hvernig hefur annars gengið með þvottavélina?

Tína, 14.6.2008 kl. 09:37

26 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég fór auðvitað á stúfana fyrir þig Hrönnsa mín og hætti ekki fyrr en ég fann einn sem mér fannst þér samboðinn. Þú gætir örugglega notað hann til ýmissa viðvika.  Góða helgi, vinkona!

saturday

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.6.2008 kl. 15:04

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha Helga Guðrún! Þessi fer ekkert í umslaðið aftur.....

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 15:12

28 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Hrönn varð alveg þvoglumælt og allt hehehe

Ragnheiður , 14.6.2008 kl. 17:47

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband