11.6.2008
Skellitöflur úr ljóði dagsins
Ég skellti niður kartöflum í gær! Ég ÆTLA sko að bjarga hagvextinum - var ekkert að grínast með það. Er að vísu u.þ.b. tveimur vikum á eftir áætlun og kannski má rekja nýjustu hækkanir á benzínverði beint til þess?
Næst liggur fyrir að versla kál hjá Ingibjörgu í Hveragerði - sem er eini Hvergerðingurinn sem ég verzla við og stinga niður við hliðina á kartöflunum. Kálinu sko - ekki Hvergerðingum! Ekki viljum við nú að þeir fari að fjölga sér........
Fordómar! Skordómar.......
Sáði líka kryddjurtum í potta - aftur..... Var nefnilega svo til nýbúin að því hér um daginn og ákvað svo að láta pottana út á pall í góða veðrið þannig að moldin gæti hitnað í sólinni og vöxtur hafist og allt það þegar jörð hóf að hristast og skjálfa og pottarnir hentust eitthvað út í garð og tæmdust Ef ég er heppin þá næ ég að slá steinselju og myntu í haust!
Er að reyna að ná sambandi við Pólland en það svarar mér ekki nokkur maður! Vitiði hvað klukkan er í Póllandi? Er matur hjá þeim líka? Eru þeir kannski eins og Seyðfirðingar og breyta klukkunni bara ef þeir eru svangir eða langar í sól?
Birti hér eitt vísukorn enn úr ljóðinu sem enginn hver orti! Nema ég Þetta er úr kvæðinu Jörð eftir Einar Ben.
Þín sanna dýrð, hún skín í hilling hæst,
þar hvelfast skýjaborgir. Og þær standa.
Á meðan grjót og múrar hrynja í sanda,
rís munans höll þeim trausta grunni næst.
þann skáldagrunn, sem lýsir loftin fjærst,
er lengst að má úr heimsins dánarsögum.
Því verður list vors lífs hið fagra að dreyma
í lit, í máli, í hljóms og sjónar brögum.
Þín fegurð öll er undir djúpum lögum,
sem andinn veit, en hjartað þarf að gleyma.
Njótiði dagsins - hann er ekki sem verstur
Athugasemdir
Ömurlegur dagur!
Markús frá Djúpalæk, 11.6.2008 kl. 12:36
Hvaða hvaða! Ertu illa staddur í tíðahringnum Markús?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 12:39
Alver óþolandi leiðindadagur, og sólin skín
Á ekki að gefa mér afleggjara af steinseljunni?
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 12:58
Haha já nú koma upp heilu steinseljubreiðurnar á Selfossi. Gott að þú fórst ekki að stinga niður hvergerðingum...ómögulegt að vita hvernig það hefði endað
(ég má segja svona, bjó í Hveró þegar ég var lítil )
Meira að segja brenndi mig og allt...en ekki í hver, það hefði auðvitað verið einfaldast. Ég þvældist fyrir mömmu sem var á labbi með hraðsuðuketilinn...
Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 13:10
Cool dagur hérna! Erum að pakka niður og förum til Sáms frænda í Washington. Næstum allt komið niður í garðinn og svo á að rigna í þrjá daga. Hversu meira getur maður óskað sér? Annars eru kryddjurtir alltaf snöggar að taka við sér ef þú ert með góðann sólarglugga.
Gunni Palli kokkur og westurfari.
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.6.2008 kl. 13:12
Þú ert nú ekki venjuleg. Ræktar Hvergerðinga, slærð myntu og ert með skordóma. Fólk myndi ekki trúa þessu þótt ég segði frá.
Anna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:17
Myntusláttur gæti líka reddað hagkerfinu........
Nei Ragga! Þú ert náttúrulega ekkert einföld að neinni gerð
Góða ferð Gunni Palli kokkur!
Jenný! Viltu ekki frekar afleggjara af mynt?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 13:27
Eigðu góðan dag Hrönn mín. Frábært ljóð
Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 14:01
Það borgar sig að rækta allt sjálfur á Íslandi í dag... þarf endilega að búa mér til kartöflugarð hérna á svölunum mínum upp á 3 hæð.....
Gangi þér vel í steinseljuslættinum í sumar.
Linda litla, 11.6.2008 kl. 14:14
Ég er að spá í að fara að rækta kjúklinga...
Markús frá Djúpalæk, 11.6.2008 kl. 14:32
Ég pant fá afleggjara af mynt...en bara ef ég get fengið hana í dollurum og evrum...vil alls ekki krónur því þær eyðast svo fljótt....
Vona að sólin sé líka að skína þarna hinum megin heiðarinnar.....
PS: Er til hreinræktaður Hvergerðingur? Er það þá Húrígúri?
Bergljót Hreinsdóttir, 11.6.2008 kl. 15:43
Hveragerði eða er hvergi .Ég var þar um síðustu helgi.Sá ekkert kál.Mynt-afleggjara takk fyrir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 16:10
Ég frussaði kaffinu mínu yfir tölvuna....................................sá þig í anda stinga niður Hvergerðingum og hausana standa upp úr
Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 17:25
Eins gott að þú ræktir ekki steinsmugur .... gæti nú haft góð áhrif á vaxtarkippi!
Vona að uppskeran verði ríkuleg og að hagkerfið batni þér og þykkvabæjarböndum til sóma og mikils þakklætis!
Eitt sinn hannaði ég peningatré og þau ruku út pliss og bang!
www.zordis.com, 11.6.2008 kl. 19:43
Lestu þetta ljóð fyrir karöflugrösin í sumar og munu gleyma því að þau eru hálfum mánuði á eftir...
Brattur, 11.6.2008 kl. 20:38
Rosalega ertu ræktarleg.
Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:12
Já Helga! Ég segi nú bara eins og í ljóðinu hér forðum daga...... "ekkert skil ég því, þeim ósköpum í, að ég enn skuli ógefin veeeeeeera.........." ;)
Brattur! Ég kem til með að reyna.......... allt til vinnandi að vinna upp glataðan tíma ;)
Þórdís! Ég hef trú á því að allt sem þú hannir, rjúki út
Huld! Ekki drekka kaffi þegar þú lest bloggið mitt......... ;)
Birna Dís! Ég hef þig í huga ;)
Bergljót! Já, já - þeir eru til. Eru meira að segja bestu vinir mínir..... báðir
Markús! Af hverju kjúklinga? Er ekki aðvænlegra að rækta stóðhesta?
Linda, Hallgerður og Katla!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 22:18
oooohhh, þekki þessa fordóma...mér líður svipað gagnvart eskfirðingum...útsæðisætur!!!
Kyss..
SigrúnSveitó, 11.6.2008 kl. 22:35
Nú flissaði mín.....sagt er að Hvergerðingar séu fljótir að skjóta rótum
Solla Guðjóns, 12.6.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.