7.6.2008
Björn Bjarnason ;)
Kvennahlaupið gekk stórvel. Við systurnar ingúdsheip hlupum náttúrulega lengstu vegalengdina, þrátt fyrir hrikalega liti á bolum - og komum EKKI síðastar í mark.........
Síminn hennar Möggu hringdi þegar við vorum svo til nýkomnar á leiðarenda og mér varð að orði: Sjúkket að þú varst komin í mark maður! Er enn að flissa að því hvað ég var fyndin, alls óforvandis
Er búin að redda mér kerru fyrir morgundaginn. Nú skal mokað út úr kjallaranum svo þvottavélin komist inn. Gengur heldur ekki að hafa kjallarann í skralli nú þegar ég er búin að koma hæðinni í skikkanlegt horf!
Ég sé að fólk er farið að leggja í langferðir á stóru jeppunum sínum með ennstærri fellihýsin sín í eftirdragi eða á húsbílunum sínum sem sóta svo svakalega að það þyrfti að sækja um undanþágu frá Kyoto samþykktinni fyrir þá....
.....var einmitt að hugsa það í dag að ef ég færi í útilegu með mitt tjald - já, ég sagði tjald Þá yrði ég líklega tekin í misgripum fyrir útlending! Það væri þá líkt og þegar við fórum til Danmerkur árið 2000 og eitt kvöldið þurftum við í þvottahúsið í sumarhúsabyggðinni sem við gistum þá vikuna og ég lagði blátt bann við því að eitt einasta íslenzkt orð kæmi út fyrir varir samferðamanna minna þegar ég heyrði að allir Íslendingarnir sátu á barnum! Ekki það að mér leiðist neitt drukknir samlandar erlendis....... alls ekki Áttaði mig ekki á því fyrr en seinna að ég var í bol sem á stóð: BRÚARHLAUP SELFOSS 1999 En við töluðum dönsku.............
Las það í blaði í dag að einhver fræg leikkona í útlöndum segir að hún geti ekki eldað mat vegna þess að hún sé svo góð í rúminu! Það sé ekki hægt að vera bæði góður í rúminu OG eldhúsinu.....
.....ég segi nú bara HAH!! Með vænu dassi af hæðni. Ég veit nefnilega betur
Athugasemdir
Huhhh! Við vitum sko betur! Annars mæli ég ekki með að maður sanni rúmgæðin á fyrstu sömu tveimur klukkutímunum og maður sannar listfengi sitt í eldhúsinu.
En svo má nottlega líka sanna hvort tveggja í eldhúsinu... það má alltaf borða seinna...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.6.2008 kl. 22:19
Segðu Helga Guðrún
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 22:27
Hehehe næst þegar þú ferð til útlanda þá geymirðu alla merktu bolina heima og þykist vera tékki. Það hlýtur að virka....
Djös dugnaður í ykkur að hlaupa svona, mér datt þetta bara alls ekki í hug enda hefði sundfatnaður verið eini gallinn sem hefði virkað utanhúss í dag ! Þá hefði ég aldrei getað ákveðið hvort það ætti að vera bikini eða sundbolur og hefði þar með hvorteðer misst af hlaupinu
Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 22:35
Svo má alveg geraða í eldhúsinu stelpur, á meðan kjötsúpan mallar.
Hrönnsla mín, ekkert dass af hæðni hérna, þú getur ekki verið góð í rúminu, en þú getur verið ógeðslega góð UNDIR því. Eller hur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 22:35
Sko litur hlaupsins fannst mér æði!!! Þið systur hafið verið ógó loco flottar !!!
Til hamingju með hlaupið og sjálfa þig flotta kona!
Að vera góð í lystfengi lífs og lífs er yndi ....
www.zordis.com, 7.6.2008 kl. 22:36
Pottþétt Ragga
Jenný! Í - undir eða bara í garðinum..... alltaf góð
Takk Zordis Við vorum að tala um það í hlaupinu að við þyrftum að koma okkur upp rauðum lit í andliti ekki þessum fjólubláa! Sá rauði er miklu meira að gera sig fyrir okkur
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 22:43
Og hvað hefur Björn Bjarnason með þetta allt að gera? Var hann í sumarhúsabyggðinni? Gaf hann þér bolinn? Var hann í Kvennahlaupinu? Veit hann líka betur varðandi eldhússnilli þína og aðra snilli ... samtímis ...? Spyr sá sem ekki veit.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 23:04
Nei Guðný Anna! Hann er bara svo lummulegur með dagsetningarnar sínar í fyrirsögnum að ég set nafnið hans þegar stefnir í að ég verði jafn lummó......
Forvarnir sjáðu til ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 23:07
Ha ha ha....við getum þetta allt sko...hlaupið hratt í ljótum bolum...eldað glæsilega rétti heima og í tjaldútilegunni og gert húbbahúbba eins oft og okkur dettur í hug...aþþí við erum svo mega hæfileikaríkar...he he... ..er þaggi bara????
Bergljót Hreinsdóttir, 7.6.2008 kl. 23:34
Þú ert forvarnafrík, Hrönnin mín. Það er gott mál og blessað.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 23:56
Sko....... skv. mörgum bíómyndum þá er hægt að notast við ansi margar fæðutegundir við húbbabhúbba-iðkun í svefnherberginu og notið hvort tveggja í ræmur. Varla færu þeir nú að ljúga þessir kvikmyndaframleiðendur?!
En í gær varð mér hugsað til þín með aðdáun í hjarta, þegar ég þurfti að stökkva hérna yfir götuna til nágrannans og fannst hyggilegra að vera með regnhlíf svo hrikaleg var rigningin!
Kramkveðjur inn í daginn Hrönn mín.
Tína, 8.6.2008 kl. 06:04
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 06:57
Elsku Hrönn
Til hamingju með afmælið þitt í dag og gangi þér vel með þvottavélina
Kveðja úr Furugrundinni
Stína frænka (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:00
Nei, á hún afmæli stelpan ?
Hún á afmæli í dag
og því sem ég þetta lag.
Hjá Hrönn er ekkert sag
og hurðin þar er með eitt fag.
Vó...... til hamingju með daginn !
Anna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 11:30
Skemmtileg færsla að vanda. Er Dúan ekki að djóka?? ætla að fylgjast með svörunum hjá þér. Gangi þér vel í tiltektinni.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 12:13
Held að Dúa sé að "djóka" með aldurinn en gæti verið rétt með afmælið. Til hamingju með daginn frábæra kona (ef Íslendingabók gefur eitthvað hint).
Sigrún Jónsdóttir, 8.6.2008 kl. 12:37
Þú er svo skemmtileg.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 14:38
Takk stelpur mínar
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 17:48
Ég er góð í mörgu,og er smart í leðri, .Yndisleg færslan þín að venju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:03
til hamingju með afmælið, aldur er afstæður og það á Dúa dúskur að vita
Ragnheiður , 8.6.2008 kl. 18:30
Til hamingju með daginn !!! Liturinn á kvennabolunum.....kræst, fannst ekki ljótari litur ?
Linda litla, 8.6.2008 kl. 21:51
Úpps! ég er víst ein af þessum á stóra jeppanum með enn stærra fellihýsi í eftirdragi!! en það verður víst eitthvað lítið um mig á þjóðvegunum í sumar, kannski bara smá
En ég missti af kvennahlaupinu, fór í veislu í staðinn
Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:17
Nú er ég í kasti... Brúarhlaup Selfoss... hahahahaha
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2008 kl. 00:03
Þér eruð óborganlega fyndin.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:19
hvað segir gunni kokkur við þessu ætla að benda honum á það þegar hann kemur heim á eftir
Blessi þig inn í fagurt kvöldið, með fugl á grein.
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 16:35
Mér fannst bolirnir í kvennahlaupinu algjört æði. Var að hugsa um að kaupa mér einn þó ég nennti ekki að hlaupa í rigningunni og ég er ekki að grínast stelpur
Svala Erlendsdóttir, 9.6.2008 kl. 19:59
Innlitsknús og -kvitt
Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 08:55
Hrönn Sigurðardóttir !!!!! það er engin eins og þú........ég rak líka upp stór augu þegar ég las umrædda grein...... og ég hugsaði með mér.... "Hvað skyldi Hrönn vinkona mín segja við þessu..." ???...
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.6.2008 kl. 10:25
Hahaha las þessa grein og hugsaði fyrst ég sem er svo fjári góður kokkur....en í þessu tilfelli vil ég meina að það sé bæði betra........
Solla Guðjóns, 10.6.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.