Erlent berg....

"Blaðburðardrengurinn" minn er af erlendu bergi brotinn. Fyrst þegar hann var að byrja að bera út blaðið til mín brosti hann alltaf blíðlega og sagði: "good morning to you" með verulega austur-evrópskum hreim! Hann sagði líka alltaf: " one for you..... and one for you......" þegar hann rétti mér blaðið og aukaauglýsingabæklinginn sem fylgir leiðinlega oft með. Ég þakkaði honum alltaf fyrir með dassi af kulda í rómnum og sendi honum eitt af mínum "hold your distance" brosum. Hann var ekkert obbosslega næmur fyrir þeim - hefur líklega ekki skilið þau - enda, eins og áður sagði, af erlendu bergi brotinn....... Tounge

Hann setur alltaf blaðið mjög varlega í bréfalúguna, ef Ljónshjartað er ekki úti á tröppum - áttar sig líklega á því að þá er ég mjög líklega sofandi......... Núna býður hann mér góðan daginn á íslenzku en brosið er alltaf jafnblíðlegt!

Í morgun vaknaði ég mjöööööög snemma. Við Ljónshjartað fórum í okkar venjubundna göngutúr og vorum komin mjööööööög snemma heim aftur. Ég var ennþá hálfsofandi þegar við komum til baka. Sá á klukkunni að ég hafði mjög freistandi einn og hálfan tíma til að leggja mig aftur áður en ég mætti til vinnu og lét það alveg hrikalega eftir mér. Skreið upp í rúm og steinsofnaði. Þegar ég vaknaði aftur sá ég að "drengurinn" hafði tekið til á tröppunum hjá mér. Raðað sópum, sem ég þarf að henda, snyrtilega í eitt hornið. Hann hafði líka tekið blómapottana sem þeyttust til og frá í látunum um daginn og raðað þeim álíka snyrtilega í annað horn. Hann hafði hins vegar alveg látið lykilinn sem ég skildi eftir í skránni eiga sig W00t

Reyniði svo ekki að segja mér að hann sé að teikna kort með hugsanlegum gróðavænlegum húsum til innbrota...........

Ég allavega sendi honum ósvikið bros í hádeginu í dag, þegar ég mætti honum úti á gangstétt og svaraði honum eins blíðlega og ég er fær um þegar hann bauð mér góðan daginn Wink

Lét skrá mig í kvennahlaup á morgun. Magga æsti mig upp í það............ Enda ég meina til hvers að eiga alla þessa hlaupaskó ef ég er bara heima all the time að taka til? Það kostar bara tuð fra Halldóri..........

..... og þarna kom jarðskjálfti - ég skýt á ca. 3.2.......? Viljiði skjóta?

 ....en hey! Vissuð þið að Bubbi Morthens á afmæli í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skráði mig líka í kvennahlaupið  

Marta B Helgadóttir, 6.6.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó hvað þetta er krúttlegt. Tek ofan fyrir blaðburðardrengnum.

og reyndar þér og Mörtu líka fyrir kvennahlaupsskráningu. Hvarflar ekki að mér í sannleika sagt að feta í fótspor ykkar

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eigum við að keppa Marta? Og skora á Jónu að taka þátt?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætti ekki annað eftir en að fara hlaupa eins og vitleysingur og það án þess að fá greitt fyrir það eða alveg að verða of sein.

Mun reykja og drekka kaffi og hugsa til þín og Mörtu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Tína

Hvernig er annað hægt en að elska og brosa framan í lífið þegar svona fólk eins og blaðburðadrengurinn verður á vegi manns. Það þarf nefnilega ótrúlega lítið til í rauninni til að bjarga heilum degi.

Varðandi kvennahlaupið þá er ég að hugsa um að taka hana Jenný Önnu til fyrirmyndar með því að reykja, drekka kaffi og hugsa til ykkar allra sem nennið þessu. Því til viðbótar mun ég fylgjast með í fréttatímunum hvort ég sjái ekki til ykkar. Sýna ykkur s.s stuðning í verki skiljiði

Tína, 7.6.2008 kl. 06:21

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég verð sjálf svo glöð þegar fólk brosir til mín sem ég þekki ekki, og ég get hugsað um það lengi. Brosi þess vegna til annarra þegar færi gefst. stundum er þungan frammi og þá hef ég fyrir því að borsa.

knús í krús

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 06:35

7 Smámynd: Einar Indriðason

Mætti kalla svona... "Handahófskennt góðverk dagsins" :-)

Einar Indriðason, 7.6.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: www.zordis.com

Duglegust ertu að skella þér í hlaupið !!!  Ég ætla að reyna að hlaupa í laugardagsþvottinum því ég á bara sandala!

Bros getur dimmu í dagsljós breytt, ó já!

www.zordis.com, 7.6.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú hlýtur að vera rosaleg úr því að hann tók til hjá þér á tröppunum, kannski færðu kauða bara taka til inni líka?      Ég kann vel við þennan húmor hjá þér.  Bros gefur svo mikið og segir margt sem er jákvætt.   Endilega haltu áfram að brosa út í annað hið minnsta ef ekki hringinn.   

Marinó Már Marinósson, 7.6.2008 kl. 11:54

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tuðarinn hefði algerlega misst sig, ef hann hefði frétt af því að Hrönnslan hefði ekki dregið svona eins og eitt par af hlaupaskóm fram í dag og skellt sér í kvennahlaupið. Nýbúinn að horfa hér á fríðan hóp kvenna þeytast undan vindinum í Álafosskvosinni og hrein unun að virða fyrir sér skóúrvalið. Var reyndar dulítið að velta fyrir mér hvað ætti að kalla litinn á treyjunum sem þær voru allar í. Einhver með það á hreinu?

Halldór Egill Guðnason, 7.6.2008 kl. 13:06

11 Smámynd: Ólöf Anna

liturinn er er fallegur það er nóg Halldór.

Við mútta ætluðum að hlaupa í dag en Nei fröken flensa bankaði uppá svo við erum bara í fallegum bolunum okkar uppí sófa að keppast við hvor okkar verður á undan að losna við flensuna.

En ekki hlaupa á ljósastaur.

Ólöf Anna , 7.6.2008 kl. 14:26

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gleðilegan hlaupadag elskan!  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.6.2008 kl. 15:05

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Halldór! Liturinn heitir ömurlegur - ég strengdi þess einhvern tíma heit að láta ekki sjá mig dauða í svona lit........

....var samt í honum í dag - enda sprelllifandi

Einar! .....og ég sem ætlaði með honum í kvöldskóla og allt!

Ólöf Anna! Ég stillti mig....

Marinó! Ég lofa -og ég er rosaleg

Jenný Anna og Tína! Vona að þið hafið reykt almennilega á meðan

Zordís!

Hallgerður og Steina! Blessjútú

Helga Guðrún! Takk

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 15:23

14 Smámynd: Brattur

Jæja, og hvernig gekk svo hlaupið svo fyrir sig... eða getur maður notað "gekk" fyrir sig þegar talað er um hlaup?

Brattur, 7.6.2008 kl. 16:20

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Var ekki stuð???  ég var út í Hóteli í gærkvöldi þegar hann kom þessi rétt fyrir 10 og sat svo í stofusófanum í nótt.  Þetta er pínu þreytandi, nú bíð ég bara eftir næsta sem finnst.  Dugleg varstu að hlaupa, kallinn minn sá bolina úti í Nóatúni í gær og sagði að ég mætti aldrei láta sjá mig í svona flík.  Tók hann á orðinu og tók ekki þátt, enda get ég ekki hlaupið.  Knús á þig elskan og vona að þér líði þokkalega.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 17:51

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Geturðu ekki bara fengið blaðburðardrenginn til að hjálpa þér að taka til?

Já, og vissirðu að Bubbi Morthens er að gifta sig í dag? Nú er úti veður vott, ekki á hann Bubbi gott að gifta sig í þessu... (Hef alltaf verið svo einkar orðheppin og snögg með gullaldarljóðin ...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 18:21

17 identicon

ég kannski hjóla í sund

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:34

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hristist hressilega "bergið" okkar þessa dagana, við ættum kannski að huga að innflutningi "erlends bergs" til að fylla í skörðin sem myndast hafa.

Ég hef reyndar verið að bíða eftir viðtölum við útlendinga á jarðskjálftasvæðinu og heyra þeirra upplifun af þessum hamförum en ekki séð neitt.  Kannski sá brosmildi geti svarað því, þótt síðar verði.

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 18:54

19 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Af erlendu bergi brotinn" Merkir það að einhver hefur fengið stein í sig í útlöndum og brotnað á einum stað eða öðrum?.....ha Ég hlýt þá að vera af innlendu bergi brotinn, því ég fékk eitt sinn steinfjanda beint í hausinn á mér í gaggó.

Halldór Egill Guðnason, 8.6.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband