Ein spurning....

....ef tvær gæsir fljúga saman og önnur er á undan - heitir það þá oddaflug? W00t

Gærdagurinn var alveg sérdeilis frábær! Við fórum systurnar, ásamt mömmu, í menningarferð til Reykjavíkur. Skröltum niður Skólavörðustíginn, með viðkomu hjá Eggert feldskera, hann hló þegar ég sagði honum að við værum bara komnar til að káfa W00t Fengum okkur að borða á Næstu grösum og röltum svo Laugaveginn í rólegheitum. Skoðuðum í glugga og stundum aðeins meira en í glugga.....

Mér finnst vera soldil hysteria í gangi með miðbæinn! Ekki sá ég áberandi mikið veggjakrot - ekki heldur ónýta kofa, þó eitt og eitt kaffihús hafi verið komið í eyði - eins og systir mín orðaði það svo snilldarlega LoL

Fórum líka á Café Paris - þar sem þjónninn bað mig að útskýra muninn á Café au lait og Caffe latte  og gerði mig alveg pissvonda fyrir vikið! Pinch Gat hann ekki bara sagt að þarna væri bara til Caffe latte? Geðvonskan í fólki.......

.....allavega á Café Paris fer ég aldrei aftur! Sjálfsagt er afgreiðsludrengurinn mikið feginn því W00tHinsvegar gúgglaði ég bæði köffin þegar ég kom heim og gæti - ef ég færi aftur - sagt honum muninn í dag Tounge

Pís Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gæsirnar eru í eltingaleik!

Ekki skal mig undra að Eggert hafi hlegið að fá 3 dömur í káf.  En, var þessi þjónn einhver hrokagikkur? 

www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer aldrei í búðir án þess að vera hlaðin peningum eða krítarkorti, svona just in case að mig langaði í eitthvað.  Ég vindósjoppa aldrei því það er sjálfspynting.

Garg yfir að kaffihús séu komin í eyði.  Brilljant frasi.

Helvítis bardrengurinn.  Þú ferð ekkert að hætta að fara á Café Paris þú lætur bara reka manninn.

Knús á þig tuðarinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

+

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jómfrúin í Lækjargötunni er góður laugardagsröltsáningarstaður og svo Thorvaldsen ef þið sitjið Austurvallarmegin, hann er betri þeim megin á daginn allavega

Eigðu góðan dag Hrönn mín.  

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Hugarfluga

Ehhh .... munurinn á latte og au lait er t.d. tungumálið.  Ítalska vs. franska.

Hugarfluga, 27.4.2008 kl. 11:24

6 identicon

Ég frétti af menningarferð. Hefði sko alveg verið til í að vera með. Næst!!

Erla Björg (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:30

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu fallegasta sunnudaginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:43

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega Fluga litla - og kannski ef maður fer grundigt í mismuninn - þá er örlítill munur á kaffibaununum líka. En hver nennir að eltast við smáatriðin?

Jómfrúin og Thorvaldsen eru miklu betri staðir Marta, ég hef allavega aldrei lent í svona lélegri þjónustu þar......

Þórdís - vitaskuld eru þær í eltingaleik - ég sé það núna. Eggert er húmoristi - það er alveg ljóst

Knús á þig Jenný Anna

Guðný Anna

Helga! Vonandi lægir hjá þér

Steina! Takk sömuleiðis

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:49

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég fer nú að hætta að nenna að kommenta.. blaðrið í mér skilar sér ekki nema í helmings tilfella.. fékkstu ekkert frá mér í gær?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef líka fengið lélega afgreiðslu á Café Paris. Fer þangað ekki í bráð.

Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:22

11 identicon

Sojalatte það er málið Hrönn.Láta svo reka þjónsdrusluna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:53

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég mun taka upp þykkjuna fyrir þig og aldrei fara aftur á Kaffi París.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:52

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosalega verður gaman þá EB

Nei Helga Guðrún! Ekkert í gær. Það er eitthvað undarlegt í gangi með komment frá útlöndum þau skila sér mjög seint........

Takk Steingerður! Algjör óþarfi að halda uppi svona stöðum ;)

Knús á ykkur dúllurnar mínar allar saman. 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 19:13

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...auk þess sem það eru svo mikil læti inn á Cafe Paris.... hljómar það dulítið ellilega þegar svona ung kona..... eins og ég...tala um hávaða á kaffihúsi......

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:42

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Káfaðir þú á karlininum!!!Hrönn

Ég hef alltaf haldið að þegar gæsir fljúga svona séu þær að koma úr partýi

Solla Guðjóns, 27.4.2008 kl. 20:27

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég mundi frekar láta reka þjóninn heldur en að láta hann stoppa þig frá að koma aftur

Ekki oddaflug nei en kannski kall að elta kellingu sem "plays hard to get" ??

Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 21:51

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Spurning Fanney -spurning

Solla!!

Oooooo Huld! Það er nóg til af kaffihúsum með betri þjónustu, minni hávaða og BETRI þjónustu! Hef enga þörf fyrir þetta kaffihús.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband