27.4.2008
Ein spurning....
....ef tvær gæsir fljúga saman og önnur er á undan - heitir það þá oddaflug?
Gærdagurinn var alveg sérdeilis frábær! Við fórum systurnar, ásamt mömmu, í menningarferð til Reykjavíkur. Skröltum niður Skólavörðustíginn, með viðkomu hjá Eggert feldskera, hann hló þegar ég sagði honum að við værum bara komnar til að káfa Fengum okkur að borða á Næstu grösum og röltum svo Laugaveginn í rólegheitum. Skoðuðum í glugga og stundum aðeins meira en í glugga.....
Mér finnst vera soldil hysteria í gangi með miðbæinn! Ekki sá ég áberandi mikið veggjakrot - ekki heldur ónýta kofa, þó eitt og eitt kaffihús hafi verið komið í eyði - eins og systir mín orðaði það svo snilldarlega
Fórum líka á Café Paris - þar sem þjónninn bað mig að útskýra muninn á Café au lait og Caffe latte og gerði mig alveg pissvonda fyrir vikið! Gat hann ekki bara sagt að þarna væri bara til Caffe latte? Geðvonskan í fólki.......
.....allavega á Café Paris fer ég aldrei aftur! Sjálfsagt er afgreiðsludrengurinn mikið feginn því Hinsvegar gúgglaði ég bæði köffin þegar ég kom heim og gæti - ef ég færi aftur - sagt honum muninn í dag
Pís
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Anna Einarsdóttir
-
Ragnheiður
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
SigrúnSveitó
-
Guðný Anna Arnþórsdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Solla Guðjóns
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Brattur
-
Garún
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Halldór Egill Guðnason
-
Þröstur Unnar
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Dúa
-
Hagbarður
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Bullukolla
-
Einar Indriðason
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Rebbý
-
Vilma Kristín
-
Dísa Dóra
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ía Jóhannsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Hugarfluga
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Marinó Már Marinósson
-
Sigurður Ingi Jóhannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Steingrímur Helgason
-
Þórbergur Torfason
-
Ólöf Anna
-
Brúðurin
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
Heiða B. Heiðars
-
Víðir Ragnarsson
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Róbert Tómasson
-
Ólafur fannberg
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Gulli litli
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Linda litla
-
Ágúst H Bjarnason
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Tína
-
Markús frá Djúpalæk
-
-
Gudrún Hauksdótttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Gæsirnar eru í eltingaleik!
Ekki skal mig undra að Eggert hafi hlegið að fá 3 dömur í káf. En, var þessi þjónn einhver hrokagikkur?
www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 08:50
Ég fer aldrei í búðir án þess að vera hlaðin peningum eða krítarkorti, svona just in case að mig langaði í eitthvað. Ég vindósjoppa aldrei því það er sjálfspynting.
Garg yfir að kaffihús séu komin í eyði. Brilljant frasi.
Helvítis bardrengurinn. Þú ferð ekkert að hætta að fara á Café Paris þú lætur bara reka manninn.
Knús á þig tuðarinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 09:45
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.4.2008 kl. 09:59
Jómfrúin í Lækjargötunni er góður laugardagsröltsáningarstaður og svo Thorvaldsen ef þið sitjið Austurvallarmegin, hann er betri þeim megin á daginn allavega
Eigðu góðan dag Hrönn mín.
Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 10:52
Ehhh .... munurinn á latte og au lait er t.d. tungumálið. Ítalska vs. franska.
Hugarfluga, 27.4.2008 kl. 11:24
Ég frétti af menningarferð. Hefði sko alveg verið til í að vera með. Næst!!
Erla Björg (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:30
hafðu fallegasta sunnudaginn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:43
Nefnilega Fluga litla - og kannski ef maður fer grundigt í mismuninn - þá er örlítill munur á kaffibaununum líka. En hver nennir að eltast við smáatriðin?
Jómfrúin og Thorvaldsen eru miklu betri staðir Marta, ég hef allavega aldrei lent í svona lélegri þjónustu þar......
Þórdís - vitaskuld eru þær í eltingaleik - ég sé það núna. Eggert er húmoristi - það er alveg ljóst
Knús á þig Jenný Anna
Guðný Anna
Helga! Vonandi lægir hjá þér
Steina! Takk sömuleiðis
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:49
Ég fer nú að hætta að nenna að kommenta.. blaðrið í mér skilar sér ekki nema í helmings tilfella.. fékkstu ekkert frá mér í gær?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 17:02
Hef líka fengið lélega afgreiðslu á Café Paris. Fer þangað ekki í bráð.
Helga Magnúsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:22
Sojalatte það er málið Hrönn.Láta svo reka þjónsdrusluna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:53
Ég mun taka upp þykkjuna fyrir þig og aldrei fara aftur á Kaffi París.
Steingerður Steinarsdóttir, 27.4.2008 kl. 18:52
Rosalega verður gaman þá EB
Nei Helga Guðrún! Ekkert í gær. Það er eitthvað undarlegt í gangi með komment frá útlöndum þau skila sér mjög seint........
Takk Steingerður! Algjör óþarfi að halda uppi svona stöðum ;)
Knús á ykkur dúllurnar mínar allar saman.
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 19:13
...auk þess sem það eru svo mikil læti inn á Cafe Paris..
.. hljómar það dulítið ellilega þegar svona ung kona....
. eins og ég..
.tala um hávaða á kaffihúsi....
..
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:42
Káfaðir þú á karlininum!!!Hrönn
Ég hef alltaf haldið að þegar gæsir fljúga svona séu þær að koma úr partýi
Solla Guðjóns, 27.4.2008 kl. 20:27
Ég mundi frekar láta reka þjóninn heldur en að láta hann stoppa þig frá að koma aftur
Ekki oddaflug nei en kannski kall að elta kellingu sem "plays hard to get" ??
Huld S. Ringsted, 27.4.2008 kl. 21:51
Spurning Fanney -spurning
Solla!!
Oooooo Huld! Það er nóg til af kaffihúsum með betri þjónustu, minni hávaða
og BETRI þjónustu! Hef enga þörf fyrir þetta kaffihús. 
Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.