16.4.2008
Hvernig má græða á íslenzku - zetublogg
Ég var að velta fyrir mér efnahagsástandinu og þróuninni á gengi krónunnar í morgun þegar ég gekk með Stubbaling niður með á.........
....... Þannig háttar til að í mínu hverfi er hátt hlutfall erlendra ríkisborgara en mér finnst ég samt ekkert óöruggari heima hjá mér en gengur og gerist - enda svoddan glæpakvendi sjálf
Í morgun var veðrið óvenjuskaplegt - vorið kom í gær - manstu......... og ég þurfti ekki að setja hausinn undir mig og reyna að gizka á hvar ég væri stödd eftir því hvernig gatan liggur fyrir fótum mér. Ég gat virt umhverfið fyrir mér og þá rann upp fyrir mér hvernig á að berjast við kreppuna margumtöluðu og ógurlegu sem fyllir alla fréttatíma og dregur jafnvel kátasta fólk út í apótek að kaupa sér þunglyndislyf fyrir síðustu krónuna!
Ég sá að allir erlendu ríkisborgararnir sem hingað til hafa verið á vinnubílum heima hafa skipt þeim út fyrir sína eigin bíla - enda hafa þeir ekki lagt ofuráherzlu á að læra íslenzku og horfa þ.a.l. ekki á fréttirnar!
Ég legg til að allir bankastarfsmenn og svokallaðir athafnamenn verði sendir á pólskunámskeið og þeim gert að gleyma íslenzkunni.............
Málið er dautt
PS - þeir sem trúðu fyrstu setningunni eru beðnir um að rétta upp hend - þeim sem gizka rétt á hvað ég VAR að hugsa um skal ég bjóða í kaffi
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Rétti upp hendi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:37
hmmm ég get nú alltaf reynt að giska en efast um að það verði rétt Fæ sennilegast ekki kaffiboð hehe
Dísa Dóra, 16.4.2008 kl. 10:20
Þú varst að hugsa um einhvern góðan flottan morgunmat með æðislegu kaffi latte eða sollis ??
Marta B Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 10:37
Nei Marta Gettu betur - ég vildi svo gjarnan fá tækifæri til að bjóða þér í kaffi!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 10:41
Þú varst að hugsa um skútu!!!!
Ólöf Anna , 16.4.2008 kl. 11:00
Varstu ekki bara að hugsa um að það væri rétt að vorið væri komið?
Huld S. Ringsted, 16.4.2008 kl. 11:10
Varstu hugsa efnahag landsins og krónuna.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 11:16
Nei Ólöf Anna - ekki skútu ;)
Huld! Nei mér datt það ekki í hug fyrr en áðan..... ;)
Kala! Ég sé að þú ert komin í gírinn ;)
Hugsa útfyrir - getiði betur
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:25
leiðinlegt? Hvar ertu? Komdu bara til mín - ég veit, þetta hljómar soldið eins og ég sé jesu......... ;) leyfið börnunum að koma til mín og allt það.....
Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:45
Varstu að hugsa um bankamennina að læra pólsku.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 11:49
Þú varst að hugsa um að stinga þér til sunds ???
Linda litla, 16.4.2008 kl. 13:17
Þú varst að hugsa um þessa færslu, hvernig þú ættlaðir að skrifa.
,,Horfðu í augun mín, þú varst að hugsa þetta, horfðu í augun mín"
Ólöf Anna , 16.4.2008 kl. 15:35
Sumir fá greitt fyrir þýðingar... hmmm i wonder if thats enough to get that cuppa..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 15:57
Zko, ég zkriva zona! Kem bara í kaffi, læt zko enga könnun trufla það ef ég verð on ðe kleik.
kofzkí með kexi ... kanski matar!
www.zordis.com, 16.4.2008 kl. 16:37
Ég er búin að hugsa og hugsa og hugsa.
Ætlaðir þú kannski að þjóðnýta Z-una ? Selja hana til vansvefta útlendinga svo þeir sofi betur ? Nei, það er líklega of augljós tilgáta.
Anna Einarsdóttir, 16.4.2008 kl. 16:38
Þú varst að hugsa um alla pólverjana sem vinna á Íslandi og senda launin sín úr landi.Punktur og latte takk
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 16:55
Sko ég meina bankastarfsmenn kunna ekki nóg í´pólsku til að hafa af .eim og kjafta þá til og svoll
Zetazvetlanazpoulz
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 16:58
það er allveg lífsins ómögulegt að giska á það hvað þú varst að hugsa.....það er svo ótalmargt sem þér dettur í hug....... ég gefst upp...en ég vil samt fá kaffi...
Fanney Björg Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:00
eins gott að ég drekk ekki kaffi því ég er ekki að fatta plottið þitt ...
Rebbý, 16.4.2008 kl. 17:17
Ætli þú hafir ekki verið að velta fyrir þér hvernig þjóðnýta mætti orkuna í Stubbaling.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:27
Ekki minnast á blessaða zetuna. Rétt þegar ég var búin að sitja sveitt yfir því að læra z-reglurnar í menntó var hún afnumin! Þú hefur vonandi verið að hugsa um að taka hana upp að nýju svo menntunin nýtist mér.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:58
Þú varst að hugsa um karlmenn. Hvað er að fólki, þetta er einfalt mál.
Vúpps.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 19:32
Ég gefst upp.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 20:01
... ráða bara Pólverja á fréttastofuna... og þá skiljum við Íslendingar ekki baun... og vitum ekkert af kreppunni... hmm... og höldum áfram að kaupa og kaupa eins og ekkert hafi í skorist...
Brattur, 16.4.2008 kl. 23:12
Þú varst örugglega að hugsa um hvað það var gaman að fá mig í kaffi í gær "krúttið mitt" og líka hugsaðirðu um hvað þú varst fegin að ég stoppaði ekkert voða lengi, en ég kem aftur, ég kem alltaf aftur og næst með einhvern með mér. Góða nótt krúttið mitt í pólska austurhverfi bæjar okkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:33
Hrönn, ég er búin að hamast svo við að reyna að bjóða þér bloggvinskap að ef þú færð tuttugu tilkynningar þá biðst ég rosalega mikið afsökunar.. en það er bara sama hversu oft ég ýti á Bjóða Hrönn takkann þarna uppi í horninu, það skeður bara nákvæmlega nitz. -Fékkstu boð..?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.4.2008 kl. 23:50
Okey......þú hefur verið að hugsa um krúttlegan karl....ég allavega kem í kaffi
Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 08:23
Helga Guðrún! Ertu ekki bara búin að ofbjóða mér?!!?
Það sem ég var að hugsa um var að fólk skiptist yfirleitt í tvo hópa - annað hvort ertu tungumálaséní eða stærðfræðiséni - hefur eitthvað með heilahvelin að gera.... og ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti afsannað þá kenningu að það væri arðvænlegra að vera stærðfræðiséni.... þið vitið bankastarfsmenn - hlutabréfabraskarar.... tungumálafólkið er yfirleitt kennarar!!
Jú og vitaskuld hugsaði ég líka um karlmenn! Þannig að líklega eigið þið inni hjá mér kaffi
Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 08:52
æði hverjum átti að detta þetta í hug.
Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 09:36
Hrönn, þú drepur mig úr hlátri einhvern daginn! Allt í lagi að ofbjóða þér, ég er viss um að þú þolir það með bros á vör... en ég lofa að gera mitt besta til að misbjóða þér ekki (mikið) hehe. . Knús
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2008 kl. 13:37
Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:49
Gáta!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.