Björn Bjarnason

Ég vaknaði ósofin, úrill, hvumpin og mér var kalt......

Þegar ég var svo byrjuð að vinna jafn úrill og köld - mundi ég allt í einu eftir Sollu aðferð við að fara í fótabað. Henti lopasokkunum mínum í vaskinn meddetsamme og lét renna heitt vatn á þá fór svo í þá, sjóðandi heita, og hélt áfram að vinna....

Ég er ennþá úrill og hvumpin en mér er allavega heitt núna og fæturnir á mér eru eins og nýslegin.....evra! (Verðmætari en túskildingur........)

Heyrði í útvarpinu um daginn að það var flogið með ólympíukyndilinn frá stað A til B. Var að velta því fyrir mér hvort það hefði mátt reykja í því flugi....

Einhver sem veit það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ja þeir voru allaveganna með eld !

Hafðu það gott í dag Hrönn mín. Ég hugsa hlýlega til þín eins og alltaf

Ragnheiður , 7.4.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

heheh....hefur allveg örugglega ekki verið reyklaust flug......enda löngu uppselt í þessa ferð...... sí jú darling....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.4.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur nú verið svo skondin.  Vona að skapið sé að lagast, annars þori ég varla í Bónus ef allt er brjálað þarna austur frá.  SMILE   Bravo 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi lagast skapið Hrönn mín

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er ótrúleg aðferð með ullarsokkana. Verða þeir ekki fljótt kaldir þannig að þetta verði eins og að pissa í skóinn sinn.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjútifúl lag.  Var að horfa á Presley tónleika í gær og hann var orðinn illa lasin.

Knús á ullarsokkana plebbinn yðar

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: www.zordis.com

Reyklaust flug, alveg pottþétt

Sollan hún klikkar ekki á góðum ráðum enda þannig með einsdæmum!

Knús á þig

www.zordis.com, 7.4.2008 kl. 15:53

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 20:18

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvað hefur Björn Bjarnason að gera með þetta geðslag á þér snúllan mín(hef ekkert verið að fylgjast með fréttum)

Það verður enginn svikinn að fara í rennandi blauta og heita ullarsokka...........eeeeeen gæti þurft að renna yfir parketið á eftir þrammi í þeim

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:49

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Og já hvernig datt þér þetta í hug með ólumpíueldinn og reykingarnar.....

Frjótt hugarflug þarna

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:51

12 Smámynd: Linda litla

Það hlýtur að hafa mátt reykja í þetta skiptið, þetta var amk ekki reyklaust flug. Og ekki hefur verið vandamál þó að maður gleymdi kveikjaranum heima.

Linda litla, 8.4.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 08:48

14 Smámynd: Rebbý

veit að mamma verður ekki ánægð með mig þegar ég lýsi því yfir að Bocelli tekur þetta lag betur að mínu mati en Ellinn hennar ..... þeir eru samt báðir æðislegir og ættu að ná að koma brosinu fram á þér kellan mín

Rebbý, 8.4.2008 kl. 08:59

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Kannski er Ólympíueldurinn reyklaus

Steingerður Steinarsdóttir, 8.4.2008 kl. 09:25

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hugsanlega Steingerður! Þetta er nú einu sinni íþróttablys......

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 09:26

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég set bara Björn Bjarnason í fyrirsögn þegar mér dettur engin fyrirsögn í hug. Mér finnst hann svo geldur með sínar dagsetningar í fyrirsögnum

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 09:28

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var einmitt að spá í fyrirsögnina??? en frábært hugmyndaflug í sambandi við ólympíueldinn

Vonandi er skapið betra núna

Huld S. Ringsted, 8.4.2008 kl. 10:44

19 Smámynd: Hugarfluga

Þessi Ólympíueldur er frat. Það slokknaði tvisvar á honum í gær og hann tendraður upp á nýtt eins og ekkert væri. Bara að fá lánaðan Bic kveikjara eða glóð úr rettu og tendra blysið.

Hugarfluga, 8.4.2008 kl. 18:20

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er að segja það Fluga!! Hvers vegna er ekki bara kveikt á þessari eldspýtu í Kína, keisarans appelsína?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 18:47

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Björn Bjarnason í fyrirsögn er snilldarbragð.  Ég las pistilinn tvisvar því ég var viss um að ég hefði misst af einhverju, þar sem fyrirsögnin "meikaði ekki sens". 

Þú hefur skemmtilega virkan heila. 

Anna Einarsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:41

22 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það hefði allavega ekki verið til einskins að spyrja :  "áttu eld?" Maður hefði getað kveikt sér í.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:17

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta þarf eg að prófa...fá mér ullarsokka er nefnilega alltof geðgóð...góða nótt elsku Hrönnslan mín

Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:05

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sá þá fyrir mér sitjandi í flugvélinni með kyndilinn kveiktan heheheh þetta er náttúrulega algjörlega spaugstofutækt, hvað ef greyið þyrfti að fara á klóið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:08

25 Smámynd: Ólöf Anna

Setti alveg samasem merki milli:

Ég vaknaði ósofin, úrill, hvumpin og mér var kalt....  og Björn Bjarnason.

Sumir hafa þessi áhrif á fólk.

Ólöf Anna , 9.4.2008 kl. 00:51

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

kom aftur til að flissa meira

Marta B Helgadóttir, 9.4.2008 kl. 00:58

27 Smámynd: www.zordis.com

Best ég fari í háttinn svo ég verði fersk .... nætý nætý!

www.zordis.com, 9.4.2008 kl. 01:38

28 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

brosa brosa

Blessi þig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:11

29 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 9.4.2008 kl. 16:21

30 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heyrðu.. fyndið.. akkúrat það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði um eldinn í fluginu; en er ekki bannað að reykja í flugvélum.

Segir kannski meira um að ég sé ólæknandi reykingafíkill en að ég hafi beinlínis haft áhyggjur að fararheill vélarinnar.

Ég fæ hroll við tilhugsunina um að fara í blauta lopasokka. Er það ekki annars það sem þú ert að tala um?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband