Sólin og tíminn

 Eitt sem ég er að spá í - nenni samt ekki að gúggla það og lesa langar fræðigreinar - þannig að ég hendi þessu bara hér inn í trausti þess að þú vitir þetta og segir mér það í stuttu máli.......

Evrópuþjóðir færa klukkuna að vori og hausti. Til orkusparnaðar segir mér sætur strákur Wink Ef íslendingar mundu færa klukkuna fram um tvo tíma að vori og ná þar með sól í hádegisstað þyrftum við þá að færa hana aftur um klukkutíma að hausti til að hafa klukkuna áfram rétta miðað við sólina? Og ef svo er af hverju þá?

Og fyrst ég er byrjuð að opinbera fáfræði mína....... veit einhver hvenær Bónus lokar í dag?

Vorboðarnir eru farnir að geysast hér um stræti og torg. Ekki laust við að um mig hríslist fiðringur þegar ég heyri í reiserum og hippum þruma framhjá en mikið skelfing eru þeir nú miklu flottari, strákarnir, í leðurgöllunum. Ég legg til að hætt verði að selja gore-tex galla! Öryggi pöryggi........

Hvernig hjól mundir þú fá þér? Racer, hippa eða enduro? Eða kannski bara fjallahjól frá Trek?

Svarið við spurningunni minni um mestu uppgötvun vísindasögunnar er...........

........Uppgötun Newtons um þyngdarlögmálið!

Friður InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Of heavy pæling svona rétt fyrir fermingarveizlu, en það veit þetta örugglega einhver  En Bónus á Selfossi og Hveragerði lokar kl. 18, miðað við það tímatal sem við notum í dag. Mig langar í mótorhjól en kann ekki á svoleiðis...

Markús frá Djúpalæk, 6.4.2008 kl. 15:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nauðsynlegar pælingar Hrönn mín.  Sérstaklega þessi um bónus, held að þar sé lokað um hálf sjö

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð pæling. En ég mundi fá mér enduro hjól.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 17:29

5 identicon

Húsbandið mitt kaupir flott hjól sem passar vel við mig.Ég  veðrð smartasti hluti hjólsins.Lagið æðislegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 18:37

6 Smámynd: www.zordis.com

Þú segir nokkuð!  Klukkan hjá mér er 2 tímum á undan einmitt til að nýta dagsbirtuna! 

Ég fór og mátaði Yamaha Midnight Star, custom hjól!  Hrikalega flott en mér leið eins og Hot Big Mama og keypti það ekki.  Þarf að taka próf, svei mér þá!

Knús til þín kæra

www.zordis.com, 6.4.2008 kl. 19:42

7 Smámynd: Dísa Dóra

knús á þig skvís

Dísa Dóra, 6.4.2008 kl. 19:46

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

veit ekki. En þú ert fyndin. Og Bónus á höfuðborgarsvæðinu lokar kl. 18 á sunnudögum.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2008 kl. 21:07

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hef bara svar við þessu þarna með Bónus

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 21:29

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bónus er allavega búið að loka núna, ég fengi mér þríhjól, er hrædd við svona hraðskreið hjól.  Hafðu það gott mín kæra og áfram með sumarið

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég held að það sé búin að loka Bónus - núna.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:54

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þyngdarlögmálið, holy maccaroni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:55

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband