27.3.2008
Vaknaði í morgun klár og hress....
......fannst ég fær í flestan sjó og bókstaflega allt gekk upp hjá mér! Frábærir svona morgnar þegar ég vakna og bókstaflega elska sjálfa mig
Fór svo í fantafínan tíma í leikfimi hjá Betu. Hún er að hætta með leikfimina, stelpan, næstu daga, sökum óléttu, og finnst hún hafa óskorað og fullkomið vald til að gjörsamlega ganga frá okkur. Ég er ekki viss um að ég geti lyft neinu næstu daga og er að spá í að láta bara hreinlega ekkert reyna á það Enduðum tímann svo á blaki - þar sem mitt lið skít-tapaði og verður ekki farið nánar út í þá sálma að svo stöddu Eftir tímann skundaði ég heim og gerði tilraun til að opna hitakönnuna Það var borin von. Kaffið er greinilega heitt ennþá........ En hún skautaði silfri í sólinni á eldhússkenkinum þannig að ég fylltist hamingju og fór að vinna
Þurfti svo að skjótast í bæinn seinni partinn og fór þá heldur að síga á ógæfuhliðina á deginum. Á Heiðinni var hálka og skafrenningur, í Reykjavík er fólk bilað - allir standa í þeirri trú að þeir séu góðkunningar mínir og flauta og veifa. Einn var svo ákafur að reyna að ná athygli minni að ég þurfti að sýna honum einn puttann á mér - bara til að slá aðeins á aðdáunina...... Fór svo til Eyglóar systir. Ætlaði bara í stuttan kaffibolla en það er bara svo gaman að tala við Eygló að fyrr en varði var tíminn floginn frá mér og komið langt fram yfir heimferðartíma.
Eygló er elsta systir mín - þess vegna lenti það svolítið á henni að líta eftir okkur systrum sem eru þó þetta yngri en hún Til að auðvelda sér verkin sagði hún okkur sögur........ og ég get sagt ykkur það að ef ykkur finnst að Grims ævintýri ættu að vera bönnuð börnum þá ættuð þið að heyra sögurnar hennar........
Ein var til dæmis af því að sigtið í djúpu lauginni sogaði til sín börn sem stælust út í djúpu. Við ríghéldum okkur í bakkann á grunnu lauginni á meðan hún lék sér í djúpu! Ég á ennþá svolítið erfitt með að hemja mig þegar við gerum æfingar út´í djúpu........ Önnur var af konu sem bjó hér í bæ. Konan var orðin gömul og bogin - hafði verið það í mörg ár, eiginlega alltaf fannst okkur. Eygló sagði okkur að hún væri galdranorn sem mundi breyta okkur í mýs.........
Hún er skemmtilega hugmyndarík hún systir mín - og kann að búa til mergjaðar sögur. Ég t.d. man ekki mikið úr æsku minni - en þetta man ég
Nú er ég að verða heldur framlág og ætla svona hvað á hverju að velta mér undir rúm. Ein spurning, svona í blálokin, ég veit hvað þið hafið gaman af spurningunum mínum...... Veistu hvaða uppgötvun er talin hafa haft mest áhrif á vísindasöguna?
pís
Athugasemdir
Verðurðu ekki bara að nota tappatogara á könnuna?
Hmmm er það uppgötvunin að jörðin er hnöttótt?
Dísa Dóra, 27.3.2008 kl. 22:17
Púff ég verð nú barasta þreytt sko...þú ert algjört yndi Hrönn
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 22:19
Vísindasöguna ? Ég er ekki alveg komin þangað í bókmenntunum.
Anna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:31
Úff svona stórar systur! Bróðir minn fékk að kenna á mér, alfræðiorðabók og viskubrunnur. Nánast hafði það að af að drepa drenginn í þágu vísinda en það er nú allt önnur ella!
Pant vakna eins og þú á morgun! Dagurinn verður vonandi tekinn í hamingjukasti
www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 22:48
Gott að vakna svona En mikið áttu sniðuga systir Bara eitt stórt VEIT EKKI svarið góða nótt
Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:03
flott systir sem þú átt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:10
.... þannig að frásagnargleðin þín og snilli er undan rifjum eldri systur þinnar runnin....... ég vissi að ég hefði farið á mis við ýmislegt í æsku...þar sem ég áttí ekki systir...... en manstu.... þú lofaðir einu sinni að þú ætlaðir að vera systir mín....... segðu mér sögu......
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:19
.... og svo framhaldið af "yfirskriftinni" þinni....... "Klæddi mig í föt og sagði bless".....
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:21
flottar sögur hjá systur þinni ..... kann vel við svona skáldskap
Rebbý, 27.3.2008 kl. 23:37
Mest áhrif á vísindasöguna?
Annaðhvort það að jörðin væri ekki flöt eða þegar hjólið var fundið upp
Góða nótt og knús til þín
Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 23:41
Sammála Mörtu, hjólið eða pönnukakan fyrrverandi.
Annars náði ég mér hér í minn kvöldskammt af flissi.
Knús í nóttina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 00:02
Hahahahaha Hrönn mín.....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2008 kl. 00:45
ljósaperan svo erfitt að finna upp dót í myrkri.
Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 02:52
Þú ert sko ekki ein um að eiga aðdáendur í henni Reykjavík og oft fíkur puttinn upp þegar maður fær alltof mikla athygli
Systir þín er snillingur
Knús skemmtilega stelpa.
Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 09:14
Já og ég er sko sammála Ólöfusnilld.
Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 09:15
Þú átt skemmtilega systir Hrönn mín og ég er líka sammála Mörtu og líka hjá Ólöfu.Knús inn í daginn
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:17
Ég átti systur sem ævinlega taldi mig ofan af ýmsum prakkaraskap með því að segja mér sögur af munaðarlausum sorgmæddum vesalingum sem myndu líða vegna mín. Ég held að merkasti vísindauppgötvunin hafi verið hjólið. Þori þó ekki að lofa að éta hattinn minn upp á það.
Steingerður Steinarsdóttir, 28.3.2008 kl. 10:31
víddir !!!
Bless í bili
steina sveitastelpa
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 10:57
...kom aftur til að flissa meira, enda kona enn í pestinni og hefur ekkert að gera annað en að naga hár sitt.
Variddarétt?
Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 14:40
Nei Marta - ekki rétt!
Mér sýnist, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég ligg á - eins og hæna á eggi að Steina sé næst réttu svari........
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 15:20
Kannast sko við svona systur. Á tvíburasystur sem eru níu árum eldri en ég og þær kepptust við að toppa hvor aðra í að hræða mig eða þá að þær tóku höndum saman við það göfga verk sem var enn verra.
Helga Magnúsdóttir, 28.3.2008 kl. 17:01
Ég á svona yndislegan bróðir!
Eigðu góða helgi skemmtilega kona
Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 17:24
Hmmmmm...... hefur þetta eitthvað með atóm að gera ?
Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 17:47
Mest áhrif á vísindasöguna? Allavega ekki nýju lokin á kryddstaukunum. Þau hafa lítið með vísindi að gera en meira með leiðindi.
Annars finnst mér þú endalaust fyndin, Hrönn. Hvenær ætlarðu að hitta mig??
Hugarfluga, 28.3.2008 kl. 20:41
Atóm segirðu Anna....... hugsanlega.....
Fluva... Nefndu stað og tíma and æll bí þer
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 21:18
Þessi hitakanna þín fer að valda mér alvarlegri geðprýðisröskun með andköfum. Hætt´ekki fyrr en ég hef´ana skrúfaða lausa svo úr´enni unnt sé að hella. Sopinn er sætur.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:09
Jæja SÆLLLL á ekkert að segja manni svarið?
Vona að kaffisopin verði góður verst að þú heltir ekki koníaki eða einhverju sem verður betra með aldrinum.
Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 22:40
Góða helgi knús
Kristín Katla Árnadóttir, 29.3.2008 kl. 13:40
ó mæ...ég á svona móðurbróðir...hann sagði hræðilegar sögur og sýndi okkur kvikmyndir á veggnum í stofunni...allskonar skrímsli og vildi svo að við settum fæturnar niður á gólf fyrir framan sófann...maður veit sko aldrei hvers konar skrímsli leynast þar! Ég er enn smeik að segja fæturnar niður fyrir framan sófann...sérstaklega ef það er dimmt...
Knús á þig yfir fjöllin bláu og fallegu.
SigrúnSveitó, 31.3.2008 kl. 10:01
Hvusslax illmennum hafið þið eiginlega kynnst um ævina, gott fólk? Ja hérna og hananú.
Vísindasöguspurningin: Uppgötvanir skammtafræðinnar ... þ.e. að segja uppgötvanir vísindamanna um skammtafræðilögmálin .... (quantum physics)
Farðu svo að koma með svarið, heillakella.
P.S.: Frétti að þú bakaðir svo skrambi vel ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:39
HRÖÖÖÖÖÖÖNN. Júhú
Ólöf Anna , 1.4.2008 kl. 19:46
Skítt með að það séu 267 dagar til jóla...HVAR ERTU?
Heiða Þórðar, 1.4.2008 kl. 22:34
hvar ertu
Marta B Helgadóttir, 2.4.2008 kl. 23:45
Já hvar ertu ?????
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 15:10
Hrönn er týnd!?
Huld S. Ringsted, 3.4.2008 kl. 19:50
...... ég sakna þín...... mikið........ koddu aftur....
.... bankaði hjá þér á sunnudaginn...... bara stubbalingur sem kom til dyra.... og hann sagðist ekki mega opna fyrir "ókunnugum"........... ég meina ég þekkti þig þegar hann var ekki einu sinni til....... hallóóó...
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:50
Hvaða voðalanga þögn er þetta?
Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.