Bling og bang

Ég keypti mér, um daginn, forláta hitakönnu í Fríðu frænku. Féll algjörlega fyrir því hvernig sólarljósið glitraði á henni. Já, já ég er ekkert nema hégóminn, jú og nízkan tími ekki að hella kaffinu sem verður afgangs....

Hellti svo uppá kaffi áðan og lögunin varð aðeins of stór fyrir minn vinnustað Tounge Ég kippti mér ekkert upp við það og hellti umfram kaffinu, sigri hrósandi, í hitakönnuna og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ætlaði svo að fá mér sopann sem eftir varð núna rétt í þessu.

Mér er lífsins ómögulegt að opna könnuna!! Tappinn sogar sig fastan þegar heitu er hellt í könnuna. Ég geri mér enga grein fyrir því hvort kannan heldur kaffinu heitu eður ei - en hún heldur og það glampar á hana á meðan.

Hvað þarf meira? Halo Gleðilegan þriðja í páskum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þetta verður viðvarandi vandamál þá verðum við að kíkja í kaffi til þín og reyna að brjóta könnuna upp  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eins og  vanalega fór ég að hlæja fyndið með kaffi könnuna

Þú er frábær

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fliss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér sýndist þú fyrst vera að monta þig af því að hafa keypt forljóta kaffikönnu. Samt forljótt af henni að sitja ein að kaffinu.

Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 18:08

5 Smámynd: Hugarfluga

Tí hí Mynd af könnuskömminni, takk!

Hugarfluga, 25.3.2008 kl. 18:11

6 Smámynd: Ragnheiður

Ó en er ekki sparnaður í því ? átt kaffið voða lengi og svona

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 18:53

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Ragga Það er ákveðinn sparnaður fólginn þar!

Halla! Þar grættir þú mig!!  Afsakið mig á meðan ég skæli......

Markús! Hér er ekkert og ég endurtek og legg áherzlu á ekkert forljótt ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 19:06

8 Smámynd: Dísa Dóra

híhíhí sé þig fyrir mér að rembast við að ná tappanum af þessari eðalfornkönnu

Dísa Dóra, 25.3.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Solla Guðjóns

OOOOOO ég var óvart að setja saman bullmálshátt um könnuskömmina í færslunni hér fyrir neðan.....

Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 20:26

10 identicon

hahahahahahahahaha hefði getað verið ég

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha Kaffið ætti þá ekki að kólna á meðan! Ég mundi fara með hana fulla af kaffi í þessa skranbúð og skila henni

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Rebbý

æj - seinheppnin
en ... satt - kannan er flott og speglast í henni falleg ljós - þarf maður svo mikið meira

Rebbý, 25.3.2008 kl. 21:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gamli nirfillinn, mátulegt á þig

Nú er bara að hætta í kaffinu og horfa á könnuna

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:06

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er einhver sérstakur kraftur í kaffinu þínu. Aðdráttarkraftur.

Nú er bara að fá sér Steltonkönnu. Það er málið.

Þetta ráð var í boði einnar sem elskar köflótta hitabrúsa með málinu skrúfuðu oná. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:07

15 Smámynd: www.zordis.com

Ég held að þú eigir að taka Alladin strokurnar því guð geislar í könnunni!  Þú hefur gert reyfarakaup og næst þegar ég keyri framhjá þá læt ég það ógert að aka framhjá!

Gott að hafa knúsað þig í alvörunni og geta sent þér ekta sæberknús!

www.zordis.com, 25.3.2008 kl. 23:20

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

æ það er svo gott að hlæja svona innilega fyrir svefninn, takk!

Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 23:41

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hefurðu prófað að snúa tappanum................................................rangsælis?

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2008 kl. 10:40

18 Smámynd: Unnur R. H.

HAHA já svona getur þetta verið, hefði kannski verið betra að taka generalprufu, svona þegar kaffiþörfin var ekki mikil, kannski;)

Unnur R. H., 26.3.2008 kl. 10:45

19 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það verður indælt að koma í kaffi til þín. Sannkölluð sparkanna þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:20

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

skemmtileg eins og vanalega, líka þegar þú skrifar um kaffikönnur.

Blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 16:50

21 Smámynd: Róbert Tómasson

Ég hef heyrt að arkitektar segi að þegar fagurfræðilegt og hagnýtt gildi stangist á, þá skuli fagurfræðilega gildið ráða... spurning hvort það hafi verið arkitekt sem hannaði þessa könnu .

En endilega ekki hafa áhyggjur, hún skilar nebbnilega kaffinu þegar það er orðið kalt.

Róbert Tómasson, 26.3.2008 kl. 22:17

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert flott húsmóðir.  Alltaf kaffi á könnunni hjá þér !

Anna Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:32

23 Smámynd: Brynja skordal

Skál í kaffi

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 23:36

24 Smámynd: Heiða  Þórðar

óborganleg

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 00:36

25 Smámynd: SigrúnSveitó

Tek undir með hugarflugunni; MYND takk!!!

Verð að viðurkenna að ég yrði mjög örvæntingarfull ef ég gæti ekki opnað kaffikönnuna...ég er kaffifíkill og ætla ekkert að gera við þeirri fíkn!!!

Knús yfir fjöllin bláu. 

SigrúnSveitó, 27.3.2008 kl. 12:31

26 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig inn í nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.