Of stuttur dagur......

Fór með Möggu í dag á listasýningu hjá Zordisi í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn. Það var aldeilis frábært að hitta þig Þórdís - þú hefur ótrúlega góða nánd InLove Við skoðuðum þaksýninguna hennar, drukkum kaffi og borðuðum hrikalega góðar sörur frá Sollu. Góð sýning! 

Fórum svo í Bæinn - um Þrengslin - í svo fallegu veðri að jafnvel Jesú hefði ekki verið svikinn af því Tounge Sem minnir mig á það! Vitiði hver voru síðustu orð Jesú á krossinum?

Sóttum börnin hennar Möggu, stóðum lengi úti á svölum heima hjá Bergþóru og rannsökuðum nágranna hennar og bjuggum til sögur um þá. Hún á sko ekki dónalega nágranna, fyrsta meðal jafninga ber að telja Fáfnismenn, þeir eru með myndavélar uppi um alla veggi, líklega til að æfa sig fyrir viðtölin þegar þeir verða frægir........... Ákaflega víggirtir, að ekki sé meira sagt, svo eru þeir með klifurgrind í garðinum, svo barnvænir, blessaðir....... Tókum síðan nágrannana koll af kolli. Það er svo gaman að búa til sögur um fólk..... Ég stakk upp á að við færum ekkert austur aftur. Gætum bara farið í ríkið og birgt okkur upp af rauðvíni, grillað og haldið áfram að stúdera mannlífið. Hlaut dræmar undirtektir. Jafnvel þótt ég benti á að það væri hvort sem er ekkert í sjónvarpinu Tounge

Spjölluðum svo alla leiðina heim. Eða Bergþóra talaði og við hlustuðum BlushWhistling Nei - nei, vitaskuld er ég að grínast....... Samt skondið að uppgötva allt í einu að litla stelpan hennar systur minnar hefur ákveðnar skoðanir á ákveðnum málum og lætur ekkert kveða sig í kútinn! Allt í einu er hún orðin stór og hinir alræmdu bítlaskór koma þar hvergi nærri. Ekki laust við að ég sé stolt af henni Heart

En í allt annað......Píslargangan umhverfis Mývatn! Er hún ekki upplögð fyrir alla þá sem eru illa haldnir af fórnarlambasyndróminu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

úff fáfnismenn eru rosalegir - lenti óvart í partýi hjá þeim eitt sinn og get ekki sagt að ég hafi notið þess - rosalega fegin að komast þaðan út aftur.

Rebbý, 21.3.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm þeir eru svolítið ógnvekjandi - að ekki sé meira sagt...

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Ólafur fannberg

knúsarinnlit

Ólafur fannberg, 21.3.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig skvís - hefði viljað hitta þig í dag og knúsa þig live   En svona er lífið bara

Dísa Dóra, 21.3.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sagði hann ekki " verði þinn vilji" eða "þannig skal það vera"  takk fyrir daginn það var svo gaman að fara í höfnina með ykkur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Víðir Ragnarsson

það eru til nokkrar útgáfur um síðustu orð Jesúsar, það fer eftir því hver sögumaðurinn er.

Jamm, Hrönn. Ég fletti alltaf upp svörum við þínum spurningum

Víðir Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hallgerður!! Þurfum við ekki að fara að hittast?

Víðir! Mér finnst nú kominn tími á rauðvínsglas - þótt það væri flaska ;)

Ásdís! Takk sömuleiðis ;)

Dísa Dóra! Sömuleiðis :)

Ólafur! Knúsilús 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér finnst nú kominn tími á rauðvínsglas,   ógnvekjandi

Markús frá Djúpalæk, 21.3.2008 kl. 23:48

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Faðir í þínar hendur fel ég anda minn" og svo "það er fullkomnað".  Jájá.

Þú ert dúlla.

Ég gæti snætt þig

Bless

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Það endar með því að ég trúi þér..........

Hva! Markús - hræddur?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: www.zordis.com

Og, ég sem hélt það væri "I´ll be back"  jammmmm .....

Takk fyrir daginn og það var nú bara yndislegt að hittast, gerum það vonandi fljótt aftur.  Nánd er fallegt orð tala nú ekki um ef lýsingin góð er fyrir framan. 

Bestu kveðjur inn í daginn!

www.zordis.com, 22.3.2008 kl. 10:03

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur verið gaman að hitta stelpurnar Hrönn mín.  Og Ísland er fallegt og hreint land, sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það getur verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2008 kl. 14:45

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, hvað hefur verið gaman hjá ykkur í hittingnum!  Öfund, sköfund, pövund. Góða páska, Hrönn mín, og þið öll.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:47

14 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Er þig farið að langa til þess að brjóta fleiri flöskur?

Víðir Ragnarsson, 22.3.2008 kl. 17:58

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held, svei mér þá, að ég hafi ekki stútað flösku síðan........  Stútað mörgu - en engu úr gleri

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 18:38

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alltaf missi ég af svona bloggvinahitting hefði verið svo til í að sjá Þórdísi og sýninguna hennar, já svo ykkur sem ég á sem bloggvini. En svona er að búa norður í rassg...!!

Gleðilega Páska Hrönn

Huld S. Ringsted, 22.3.2008 kl. 18:58

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég verð að reyna að kíkja á þessa sýningu. Gleðilega páska Hrönn mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:28

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leitt að missa af þér í Þorlákshöfn Hrönnslan. Þú varst víst rétt farin þegar ég mætti á varadekkinu, ó já það var fyrir því haft að fara þetta en vel þess virði og meira en það. Yndislegt að hitta allt þetta ljúfa og áhugaverða fólk. 

Marta B Helgadóttir, 22.3.2008 kl. 20:39

19 Smámynd: Solla Guðjóns

 

GLEÐILEGA PÁSKA......

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 03:30

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gleðilega páska kæra hrönn !

Blessi þig í Ljósi

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 08:58

21 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:28

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilega hátíð elsku Hrönnslan mín.

Heiða Þórðar, 23.3.2008 kl. 10:52

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætlað að fara og sjá sýninguna hjá Þórdísi og líka að hitta ykkur ég var mjög vonsvikinn að komast ekki vegna flensuna sem ég er en þá með.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 12:38

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilega páska Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 12:39

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj yndið mitt.

Ég hef ekkert að gera í Mývansgöngu nema að verða fórnarlamb mýfluga.

Það var gaman að hitta þig aftur en ég held að Jesú hafi sagt ,,ég kem ..... ...."neeeeee það á ekki að djóka með þetta.

En Fáfnismenn eru náttla bara eitthvað sem alveg er hægt að spinna um og ég held endilega að þeir séu með myndavélarnar á húsinu til að sjá hver í apagrindinni hverju sinni.....

Annars bara knús

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.