Viltu kaupa páskablóm.......

Muniði eftir stelpunni í auglýsingunni sem söng: "Viltu kaupa páskablóm, viltu kaupa páskablóm, það kostar ekki neitt að kaupa hann! Viltu kaupa páskabjór........."?

Ég var einu sinni að fljúga heim frá Svíþjóð eftir vel heppnaða ferð til Finnlands, hafði siglt um sænska skerjagarðinn tekið land í Tuurku og farið vítt og breitt um Finnland. Þarna var komið að leiðarlokum og mín á leiðinni heim - hafði nælt mér í kvef einhversstaðar í sænska skerjagarðinum og í fluginu heim var ég orðin fárveik. Í sætinu fyrir aftan mig sat lítil, gullfalleg stelpa, í alvöru - hún var og er sjálfsagt enn algjört krútt, henni leiddist dálítið í fluginu og hafði það sér til dægrastyttingar að sparka í bakið á sætinu mínu og syngja þetta lag...........

Síðan minnir þetta lag mig alltaf á þessa skemmtilegu ferð!  

Sniðugt hjá Jóhannesi í Bónus að vera með gula poka um páskana..........

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Garg!! hahaha ... jú kill mí vons agen.  Hvort var það páskablóm eða páskabjór, Hrönn?   Og varðandi þessa auglýsingu, þá fer hún svo mikið í taugarnar á mér að ég reiti hár mitt og frussa froðu þegar ég heyri/sé hana. Hún á að vera svo krúttleg að hún fer alveg öfugt í mig. Elskaðigsamt.

Hugarfluga, 20.3.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki nógu sniðugt hjá Jóhannesi að sama skapi, að vera með páskapoka á jólunum.  HEHE

Þú ert dásamleg addna

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 15:40

3 identicon

Hehehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Afsakið.

Markús frá Djúpalæk, 20.3.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æji fátt er jafn pirrandi og óþægir krakkar sem taka ekkert tillit til annara nema foreldara sem finnst það bara allt í lagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 þú ert yndisleg.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.3.2008 kl. 01:11

7 Smámynd: Unnur R. H.

Unnur R. H., 21.3.2008 kl. 10:31

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 10:54

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert einfaldlega frábær elsku Hrönn mín. Og mér þykir raunverulega undurvænt um þig elskan.

Heiða Þórðar, 21.3.2008 kl. 11:01

10 Smámynd: Rebbý

já - svona ferðalög á að banna, ekki eins og það sé ekki nægilega slæmt að ferðast sárlasin (lent í því tvisvar) en fá svona vesen að auki, held að ég hefði tapað mér.

Rebbý, 21.3.2008 kl. 11:30

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mmmmmm hvernig bragðast páskabjór..........

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.3.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.