19.3.2008
Að hugsa með hjartanu?
Rétt´upp hend sem hugsar með hjartanu.......
Hversvegna er heilinn alltaf settur skörinni lægra en hjartað? Jú, jú okei, þú getur verið heiladauður og samt lifað áfram - ég þekki meira að segja fólk sem gæti flokkast undir að vera heiladautt en öðrum finnst það bara fúnkera ágætlega............ en þetta var nú bara svona aukainnskot vegna þess hve ég á erfitt með mig þegar sillí pípól á í hlut
Allar tilfinningar eru sagðar eiga heima í hjartanu; ástin, hatrið og afbrýðissemin en allar "leiðinlegu" rökhugsanirnar koma þá frá heilanum s.s.; sparsemi, ígrundun, allt sem heitir rétt og rangt....
Hvaðan koma þá dauðasyndirnar sjö? Frá hjartanu eða heilanum? Svari nú hver fyrir sig.......
Vissulega fá sumir verk í hjartað af ástarsorg og fleiri þessháttar skyldum fyrirbærum. Það er heldur ekkert sérstaklega rómantískt að fá verk í heilann - er það? Hver hefur t.d. ort um heilaverk - þegar heilu bálkarnir eru til um hjartaverki.....?
Annars er ég bara góð - páskafrí framundan og ég búin að vera svo dugleg í dag að ég sms-aði á minn nýja yfirmann, sem staddur er í Póllandi þessa dagana, að ég ætti skilið koníak þegar hann ætti leið um næstu fríhöfn Hann samþykkti það umsvifalaust enda hugsaði ég það með heilanum.
Eru fleiri sem hugsa með heilanum? Spurði konan og setti hjartamerki á eftir.....
Athugasemdir
Ég veit ekki, stundum hugsa ég með hjartanu og segi heilanum að þegja, hann ráði þessu ekki, ekki í þetta sinn. Ég held meira að segja ef ég hugsa út í það, að ég finni muninn. Þess vegna geri ég bara eins og konan, hugsa með heilanum og geri hjartamerki
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 20:54
Það er svo gott þegar fólk skilur mann.........
Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 20:57
svo sammála Ásthildi og þér líka Hafðu það rosa gott um páskana Gleðilega páska
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 21:46
Heilinn í mér skilur þetta ekki
Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 22:14
Skemmtileg pæling.
Ég hugsa oftast með heilanum en hlusta líka á hjartað. Fer svo eftir því sem mig langar til hverju sinni.
Marta B Helgadóttir, 19.3.2008 kl. 22:16
Það vill svo skemmtilega til, Hallgerður, að Hrönn er eitt nafn öldunnar.......
Marta! Góð
Guðjón! Stundum er ég of gáfuleg for my own good.......
Brynja! Takk sömuleiðis
Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 22:27
Hmmm ætli hausverkur sé kannski tilkominn vegna þess að maður hugsar of mikið með heilanum??
Hafðu það gott mín kæra og láttu mig vita ef þú þarft far í höfnina á langa deginum
Dísa Dóra, 19.3.2008 kl. 22:45
Ég held nú stundum að ég hugsi með öllum líkamanum, t.d. er rosalega mikið af tilfinningum í bakinu. Sá þig fyrir utan í dag með Lokharð, þið voruð krúttleg. Eigum við að vera í samfloti í Höfnina á föstud?? verð í bandi
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 22:59
Ég er nýfarin að nota heilann smá, það gefst vel. Tel mig hugsa og framkvæma frá tilfinningavöndlinum sem er staðsettur í nýranu á mér. Hjarta og heili koma þar hvergi nálægt
Það vantar alveg heilamerki í tilfinningatáknin. Þá gæti maður sagt ég elska þig og skellt heilanum fyrir aftan og sá hinn sami myndi vita að ástarjátningin væri vel ígrundðu.
Gleðilega páska.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 23:13
Góðar pælingar! Ég held að hjá mér hafi þetta gegnumgangandi verið togstreita á milli heila og hjarta og aldrei leyft öðru hvoru að ráða, þar til síðustu ár að ég leyfi bara hjartanu að ráða enda er lífið miklu skemmtilegra fyrir vikið
Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 23:48
Huld
Jenný
Takk Ásdís og Dísa Dóra. Ég var svo forsjál að bjóða með mér konu sem á bíl
Dísa Dóra! Kannski er þetta lausn á höfuðverkjaplágum? Að hugsa bara með hjartanu? Spurning samt hvort það veki ekki upp einhvern annan verk.......
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 08:21
Þessi er sterkur! Hjarta og heili ... held að samvinna með þessum 2 undursamlegu fyrirbærum sé oftast best!
Held að hjartað í mér sé virkara nema að heilinn sé orðin hjartalaga!
Knús á þig og hlakka til að hitta þig og ykkur stöllur!
www.zordis.com, 20.3.2008 kl. 11:29
Ég er stundum eins og Ásdís hugsa með öllum líkamanum hehehehehehe.Og þar sem ég hugsa mikið er ég í góðu formi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.