27.2.2008
Að vera eða vera ekki.....
Ég leit sem snöggvast út um gluggann. Úti hamast snjókornin að villa mér sýn. Það er á svona stundum sem ég, rétt sem sneggvast, efast um að vorið komi..........
Ég las á blogginu hjá Víði að palestínskum börnum er innrætt hatur í gegnum barnaefni! Sorglegt - að í stað þess að reyna að kenna þeim samkennd, tillitssemi og að bera virðingu fyrir skoðunum annarra - skuli vera alið á hatri og tortryggni í garð þeirra sem annað hvort líta öðruvísi út eða hafa ekki sömu skoðanir og fjöldinn. Það er á þannig stundum sem ég efast um mannkynið....... Ég hef löngum haldið því fram að fólk sé fíbbl, aðallega til að ögra því til að afsanna þá skoðun mína en líka út af því að það hefur svosem margsannað sig að fólk er akkúrat það! Fékk síðast sönnur fyrir því núna alveg nýlega og alveg innanlands.....!
Ég var að ræða við minn nýja yfirmann í dag og kom með lausn á smá máli í framhaldinu. Ég sagði við hann að ég vildi, í staðinn, fá að heyra þau orð sem allar konur þrá að heyra.....
Hann sagði: "Rosalega er ég heppinn að hafa þig í vinnu" Ég þurfti að vísu aðeins að teyma hann af stað en svo mundi hann þetta...... Það er á þannig stundum sem ég efast ekki um að ég var heppin........
Hvað? Það ER þetta sem allar konur þrá að heyra!
Ég hlustaði á litla bróður í útvarpinu í morgun. Það kom mér virkilega á óvart hvað hann kom vel út. Hann var ekki svona gáfulegur þegar hann hljóp um, berrassaður með koppinn á hausnum..... Svakalega sem ég var stolt af honum, í morgun alltsvo - ekki þá.......
Bakaði skúffuköku í dag. Fanney! Þú getur þá rekið inn nefið og við plottað næstu golfkylfumál...... En nú er ég að spá í að fara að fleygja mér eins og Færeyingar segja við svo mörg tækifæri. Meira hvað þeir þurfa alltaf að dúra sér. Á morgun kemur nýr dagur og þá ætla ég að tala við Rússa og leysa fleiri mál. Hver veit nema ég leysi vatnsskortinn í Súdan bráðlega og finni lækningu við Ebólu og Hermannaveiki
Blíðar heilsanir
Athugasemdir
Ohh hvað þú ert heppin að fá að heyra þetta frá yfirmanninum. Stimpilklukkan í vinnunni minni var biluð í morgun og ég fékk þetta komment frá mínum yfirmanni í morgun "face to face" nota bene: "Ertu ekki áreiðanlega mætt? Stimpilklukkan segir að svo sé ekki."
Hvað á maður að segja við svona kommenti?
Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 23:51
HEY ... bæ ðe vei. Hvað tekur það þig sirka langan tíma að adda mér á msn? Vantar þig aðstoð frá tækniaðila?
Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 23:52
búin!!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 23:55
Hrönn ! ertu með msn ? Og ekki mig á ? Búhú !
Ég held að þú ættir ekki að hleypa bróður þínum inn næstu daga
Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 00:34
Þarna sérðu hvað þú ert heppin að hafa svona góðan yfirmann
Hver er bróðir þinn ???? bara smá forvitni
Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 10:30
Ljótt að heyra þetta um Palestínu-ó-menninguna....
það er fátt eins gleðilegt og uppbyggjandi og þegar einhver er roaslega heppinn að "hafa mann,þekkja mann,eiga mann,þykja vænt um mann..........og jafnvel skilja mann
Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 10:52
Hvað er það sem allar konur þrá að heyra? ætli það sé ekki Hvar væri ég án þín !
Það er sorglegt að heyra að fólk inprentar börnum sínum hatur á öðrum kynþáttum, þetta gerist víðar en hjá palestínubúum, og það eru örugglega bara þessir fáu en háværu sem það gera. Ég hef enga trú á að palestínskar mæður innprenti sínum börnum slíkt. Það er líka sagt um gyðinga að þeir innprenti sínum börnum að þau séu æðri en önnur börn, þau tilheyri Guðsútvöldu þjóð, það er staðreynd.
Mér heyrist nú líka að sumt fólk hér geri sitt til að útbreiða hatur á múslimum, talandi um hvað þeir séu öfgafullir og hatrammir. Þó er öruggt að svo er ekki almennt séð. Hjá henni Grétu Björk má finna mjög vandaðar greinar og úttektir á óeirðunum í Danmörku, þar kemur fram að friðsamir múslimar hafa sagt sig úr trúarsöfnuðum öfgatrúarmanna, og stofnað nýtt samband. Sjá hér http://saumakona.blog.is/blog/saumakona/entry/454976/ og margt fleira áhugavert um þessi mál sem koma fram hjá henni.
Ég hvet fólk til að lesa skrifin hennar og tilvitnanir. Hér á landi má ekki ræða þessi mál án þess að svokallaðir þöggunarsinnar öskri rasistar rasistar. En það eru margir fletir á vandamálum tengdum múslimaheiminum. Ekki allt fallegt, en sumt skiljanlegt í réttu ljósi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 11:33
Örugglega gerist það um allan heim Cesil að fólk innprentar hjá börnum hatur á öðrum kynstofnum. Það er í alltaf jafnsorglegt! Alveg sama hvort í hlut á Íslendingur eða Ísraeli.
Já Ollasak
Bróðir minn Katla! Nú þori ég ekki að segja hver hann er. Hann gæti lögsótt mig En já ég er heppin með yfirmann - það má nú segja
Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 11:48
Okey ég skil við erum á bloggi.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 12:26
kveðja til þín kæra hrönn.
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 12:56
Stundum hugsa ég að heimur versnandi fer ... hins vegar hefur því miður alltaf borið á hatri milli kynstofna. Dapurt þar sem blóð okkar allra er eins á litinn ...
En þú gætir núna farið út í garðinn þinn og búið til eina snjódúkku, tekið mynd af henni og komið mér í jólaskap!
Bestu kveðjur í bæjinn!
www.zordis.com, 28.2.2008 kl. 13:11
mmmmm hefði allveg þegið skúffukökuna..... verður að bíða betri tíma..... og þar sem ég er hætt að selja landanum blóm þá hef ég allveg helling af "dauðum tíma" og er hægt að verja honum á betri hátt en að setjast með þér og úða í sig skúffukökum.....mmmmmmm love jú
Fanney Björg Karlsdóttir, 29.2.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.