25.2.2008
Brrrrrr.....
....hvað mér er kalt
Ég fleygði mér nú bara hreinlega undir rúm í smástund eftir vinnu til að ná yl í kroppinn.
Ég grenjaði blómavönd út úr pabba í gær Sagði honum, með grátstafinn í kverkunum, að engum þætti vænt um mig....... Held hann hafi nú ekki alveg keypt það en vöndinn fékk ég. Afskaplega fallegan
Ljónshjartað var latur í morgun, hann hafði nefnilega fengið aukahring með mömmusinnardúlludúsk í gærkvöldi á meðan ég skaust í bæinn með pabba. Ótrúlegt veður á Heiðinni í gær. Ég keyrði heim í ellefu stiga frosti og svarta þoku!! Mjög ruglingslegt veður.
Nú bíð ég eftir að uppáhaldsþátturinn byrji í sjónvarpinu. Criminal Minds - ég held ég sé afar efnilegur viður í glæpamann sbr. prófið á síðunni hjá Dísu Dóru um konuna í jarðarförinni. Ég veit allavega að ég kem til með að átta mig á því hver Dísa Dóra er ef ég mæti henni á götu - hún verður konan sem drífur sig yfir á hina gangstéttina Eina svarið sem mér datt í hug sem lausn við gátunni var það sem hverjum öðrum serialkiller hefði dottið í hug...... Það gekk meira að segja svo langt um daginn að ég stakk upp á því við son minn að öll okkar samskipti færu fram á hotmail skilaboðum sem aldrei yrðu send - aðeins lesin.......... Gvöð ég held ég verði bilaðri með hverjum deginum sem líður..... Hvernig verð ég um sextugt?
Vindurinn hvín og blæs - ég var að horfa á Dýrin í Hálsaskógi í gær, með "hinum börnunum...." Þau kepptust við að útskýra fyrir mér á meðan ég prjónaði og hlustaði með öðru eyranu á sjónvarpið að Mikki refur kæmist ekkert út úr sjónvarpinu, því ég sagði, í hvert sinn sem hann birtist á skjánum: "ÓNEI - þarna ER hann....." Meira þurfti ekki
Var ég búin að segja ykkur að það mest skemmtilegasta sem ég geri er að hræða börn og það næst skemmtilegasta er að ljúga þau full? Dúa hvenær ætlarðu að koma með Völu?
Athugasemdir
Þú ert þessi seríal típa! Pabbi þinn, strákgreyið hefur ekki þorað annað en að splæsa vendi (smá ást líka) ..... Auðvitað mikil ást!
Ég hefði kosið að fara undir sæng en þú undir rúmm, ekki hissa á burrinu í þér
www.zordis.com, 25.2.2008 kl. 20:34
Veistu hvað það er erfitt að komast undir rúm hjá mér Þórdís?
Verði þér að Góu Adda dís
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:40
Þú ert dásamlega rugluð elskan...ég kíkti hjá Dísu Dóru í gær og ég er ekki nærri eins mikill krimmi og þú þó var ég með þokkalega svívirðilega úrlausn.....
Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 20:47
Þegar ég kem í heimsókn til þín, með gamla Inghólsfílinginn, 80´s klippingu í gulri skyrtu grátbið þig að leyfa mér að fara á klóið þá sennilega villist ég og reyni að troða mér undir rúmm hjá þér!
Alltaf svo gott að viðra staðreyndir!
Svo verður það tvöfaldur brennivín í pepsí um kvöldið ef Inghóll lifir
www.zordis.com, 25.2.2008 kl. 20:54
Segi eins og Ollasak, þú ert dásamlega rugluð, þess vegna les ég bloggið þitt þú verður flottust um sextugt, hræðandi og ljúgandi í börnin og skríðandi undir rúm (geturðu tekið mynd af því einhverntímann??)
Bæææææææ ég fer alltaf skellihlæjandi af síðunni þinni
Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 20:55
Þeink jú - æ þeink
Þórdís! Við höldum bara Inghólsteiti þegar þú kemur en þú rétt ræður hvort þú mígur undir rúmi hjá mér...... Gvöð hvað ég er hneyksluð
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 21:03
Æi þú er dásamleg Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.2.2008 kl. 21:05
Iss tekur því eitthvað núna að vera að spá í hvernig þú verðir eftir 35 ár? Ég bara spyr
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 21:29
Þú ert nú ekki sem verst sjálf Katla litla
Markús! Ertu að segja að ég sé barnaleg?? Misvísandi? Ég er líka ennþá ringluð eftir veðrið á Heiðinni.......
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 22:18
Býrðu á Selfossi eða einhver staðar þar í grenndinni
Að vera dásamlega rugluð er MIKIÐ HRÓS FRÁ MÉR
Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 22:33
Markús frá Djúpalæk, 25.2.2008 kl. 22:33
já ég bý á Selfossi og ég tók því sem hrósi
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 22:36
ég bý í Þorlákshöfn
Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 22:40
hahahaha Hrönn það er nú ekki vísst að ég verði þessi sem flýr yfir á hina gangstéttina. Sennilegra að ég verði sú sem stend frosin og veit ekki hvað ég á að gera. Hlaupa yfir á hina gangstéttina eða hlaupa til þín og knúsa þig fyrir hve dásamlega rugluð þú ert Svo sennilegast yrði niðurstaðan að ég stend frosin og veit ekkert hvað ég á að gera
Dísa Dóra, 26.2.2008 kl. 09:48
Ég þori nú ekki að kynna þig fyrir manninum mínum Hrönn mín En hann er svona eins og þú, hefur gaman af að hræða börn. (segir það sjálfur allavega )
Þú verður flott um sextugt, ég var álíka rugluð og þú hér á árum áður, en hef bæði versnað og skánað. Það er nefnilega hægt, ég hef lært margt um mannleg samskipti og skilið loksins að maður verður að hlú að vináttunni til að halda henni, hins vegar hef ég versnað með skringilegheitin og skammast mín ekkert fyrir það.
Sammála þeim hinum, þvílíkur penni sem þú ert stelpa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 11:57
Þú ert skondin skrúfa, Hrönnslupönnsla.
Hugarfluga, 26.2.2008 kl. 18:47
ha hahaha þú ert engri lík Hrönnslan
Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 20:07
Lofa að halda í mér en er byrjuð í ræktinni til að komast undir beddann, sko! Alveeeeeg satt!
www.zordis.com, 26.2.2008 kl. 21:26
Hrikalega góð hugmynd Svana - hrikalega góð En þú veist hvað það að fleygja sér, þýðir á færeysku?
Dúa Drífa sig!
Dísa Dóra - þér er hérmeð gefi leyfi fyrir litlu knúsi - en bara litlu!
Hallgerður! Það er verið að opna deild á Vogi..... H - deildina
Cesil, Fluva, Marta, Ollasak
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 21:28
Vá hvað þessi er skemmtileg í morgunsárið. Jösses i himmelen hvað ég er búin að sakna þín vúman og barnaskelfir. Þú ert eins og lilla Hegga hans Þórbergs, hefur gaman af því að ljúga, þ.e. þú að börnum, lilla Hegga að Sobeggi afa.
Elska þig hreint og klárlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2008 kl. 08:51
Ég styð kaffihitting bloggkellinga á Selfossi
Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 11:01
þú ert bara svo skemmtileg kona !!!
það er alltaf gaman að lesa færslurnar þínr, þú breytir öllu í eitthvað skemmtilegt sem er svo mikilvægt að geta !!
Bless í daginn kæra kona
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:51
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:01
Notarðu msn, Hrönnslan mín?
Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 23:01
já fluvan mín. Ég er búin að adda þér - held ég......
Jamm Birna Dís. Það ER gaman
Takk Steina
Jenný! Have I told you lately that I love you?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 23:29
Nei, Hrönn .... sko. Ég er september70@hotmail.com á msn. Þýðir ekkert að klæmast við Hugarflugunetfangið.
Hugarfluga, 27.2.2008 kl. 23:38
ó! Þá verður einhver fluga rosalega hissa í fyrramálið þegar hún er allt í einu orðinn innsti koppur í búri
Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.