Valkvíði ;)

Fór á bókasafnið í gær! Dró Ljónshjartað nauðugan viljugan með mér - eða þannig Tounge Hann sat svo stilltur og prúður úti á meðan ég skundaði inn og ætlaði að sækja mér Himnaríki og helvíti. En sú bók var ekki inni. Í staðinn tók ég eiginlega allar bækur sem Jón Kalman hefur skrifað. Spurning hvort ég gefi mig út sem sérfræðing í skrifum hans. Ætli það sé eitthvað upp úr því að hafa?  Gæti orðið fræg að endemum svona svipað og "konan sem kunni bara að elda bjúgu....." Einhver sem man eftir henni?

Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku var hins vegar inni og ég greip hana glóðvolga. Ég er að hugsa um að vera bara alltaf einni bók á eftir í leshringnum. Þegar hinir kommenta á Himnaríki og helvíti þá tala ég um traktorinn...... Líka soldið í mínum stíl að vera ekki eins og fjöldinn Wink

Ég er ógnarlöt í dag. Tók mig samt til og hlustaði á öll lögin sem taka þátt í Evrovision úrslitum í kvöld. Ég er búin að ákveða hvaða lag á að fara! Það má í rauninni blása þáttinn bara af í kvöld........Tounge Engin þörf á að vera að spandera peningum skattborgaranna í þessa vitleysu núna.

Lýðræði? Þekki ekki hugtakið! Hef eitthvað aðeins heyrt af því látið - en ekkert sérstaklega vel, hvort sem er......

Get hinsvegar alls ekki ákveðið mig hvort ég eigi að ryksuga, prjóna húfuna, handa mömmusinnardúlludúsk, sem ég byrjaði á endur fyrir löngu eða halda áfram að prjóna peysuna sem ég lagði frá mér þegar Magga fór að ganga í sinni. Við byrjuðum á sama tíma og hún skaust fram fyrri mig. Það náttúrulega þoldi ég ekki og setti peysuna mína í poka og þar liggur hún enn! Í mínum hóp komum við ekki seinastar i mark - muniði....? Halo Ég gæti líka lesið. Er að lesa fantagóða bók eftir Alice Sebold sem heitir "Skyggður máni". Mér sýnist á öllu að ryksugan verði undir í öllu þessu afþreyingarframboði......Tounge

pís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er alltaf langbesta ákvörðunin, að lesa. Hitt gerir sig meira og minna sjálft

Markús frá Djúpalæk, 23.2.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fyrst að þú ert að tala Eurovision þá er ég búin að ákveða hvaða lag mig langar til að fara áfram,knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.2.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þarf greinilega að hlusta á laugardagslögin í kvöld, hef ekkert fylgst með þessu!  Annars gætir þú bara sagt mér hvaða lag þetta er þá þarf ég ekkert að horfa, bara kýs

Ég mundi lesa

Huld S. Ringsted, 23.2.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hét sjálfri mér því að kveikja á ryksugunni og nota hana smá í dag, en hún er enn inn í skáp, miklu skemmtilegra að lesa bloggin.  Er að reyna að plata sjálfa mig út að labba, ætti kannski að fá Ljónshjartað lánað?  knús á þig elskan mín

                       Flowers For YouFlowers For You

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 15:55

5 identicon

Og hvaða lag viltu að fara út?

Bryndís R (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:11

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært, og mikið um að velja, ég ætla bara að horfa á sjónvarpið með sólinni minni og barnabörnunum. gunni minn er að elda mat á þorrablótinu í kaupmannahöfn.

það verður notalegt að vera án hans í kvöld, hann vil alltaf ráða á hvað við horfum

fallegt laugardagskvöld til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Markús!! Gerir sig meira og minna sjálft!!!??? Opnarðu þá bara báðum megin út?

Knús á þig Katla

Huld og Bryndís! Don´t wake me up - Ragnheiður Gröndal! Ekki spurning!! Ég er alveg að byrja að lesa..... 

Dúa! Geir Haarde!!! ojæja þið gætuð allavega sungið saman......

Alltaf sama ráðríkið í þessum körlum Steina

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:31

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ásdís! Mamma segir að það sé bannað að lána dótið sitt.... En þú gætir komið með okkur?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða hvaða...skemmtileg komment hérna. Ásdís, ég skal lána þér Lappa en þú verður að koma labbandi að sækja hann...

Hrönn, þú ert hér með sett í embætti sem umboðsmaður Ragnheiðar í Júróvisjón, ég verð í vinnunni og má ekkert vera að því að kjósa.

Ég á þennan úkraínska traktor en er enn ekki búin að lesa hann..

Ragnheiður , 23.2.2008 kl. 16:51

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Adda gaman að fá nafnið þitt!!

Ragga! Ég skal kjósa og vera afar embættismannaleg

Hallgerður! Já þetta er ofanfrá á rós. Þannig að við pabbi þinn deilum þessari tilfinningu

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 17:29

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

yndislegust...... auðvitað á maður að láta húsverkin bíða þar til "andinn kemur yfir mann".......  því það gerist ávallt fyrr eða síðar...... þetta með peysuna..... þetta er að ganga þessi andsk..... ég er með nokkrar svona í pokum hingað og þangað um landið....hehehe...... love jú...

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.2.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: www.zordis.com

Ég er ad velja á milli jardarbersins, graena vínbersins eda zess dökka .....  Var ad koma úr skemmtiferd med dóttur minni og vinkonum og er med haelsaeri og ilsaeri og ég allavega aetla ekki ad taka til zar sem ég var ekki hönnud fyrir hreingerningar!

Aetla ad borda ávexti .....  Feitur fingurkoss inn í kvöldid! 

www.zordis.com, 23.2.2008 kl. 21:12

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

this is my life....heyhey og hó.

Markús frá Djúpalæk, 24.2.2008 kl. 01:15

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hælsæri, ilmein, gulrótarbóla, kálböggulsheilkenni, - ég kýs enn Buff & Gröndal! Hvað er að þessari þjóð! Þó það þurfi að setja loðnuna í löngu frímínúturnar ....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2008 kl. 02:55

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ryksugan mín fær að vera lokuð inni í skáp, það fer best á því.

Gönguskíðin eru það sem konan ætlar helst að aðhafast í fallegri sunnudagssólinni.

Knús til þín Hrönnslan.

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 12:35

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja Hrönn mín, og varstu svo sannspá um lagið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 14:11

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Konan sem kunni bara að elda bjúgég man.Af öllu þessu sem þú hafðir úr að velja hefði ég valið riksuguna.......útaf dottlu

Til hamingju með daginn.

Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.