Verði vor ;)

Ég er að hlusta á Útvarp sögu... já ég veit, ég hélt líka að Útvarp saga væri bara fyrir gamalmenni og vitleysinga - en ég er greinilega annað hvort Tounge

Það er góður þáttur núna, hjá Markúsi, um Eurovision keppnina. Ég er svosem engin öfgafullur aðdáandi keppninnar en gestir þáttarins eru Páll Óskar og ég er einlægur aðdáandi hans, alveg síðan ég bjó í sama húsi og hann, endur fyrir löngu þegar Páll Óskar var feiminn ungur drengur, alltaf boðinn og búinn að aðstoða mig með barnavagninn og innkaupapokana. Agalega indæll drengur hann Páll Óskar. Jú, jú líka góður söngvari Joyful og hafsjór fróðleiks um eurovision. Sverrir Stormsker er líka gestur í þættinum - en ég hef aldrei búið með honum Tounge

Ég stóð í þeirri trú að vorið væri að koma og klæddi mig af því tilefni í fötin sem ég keypti mér þegar ég átti brúðkaupsafmæli um daginn - en ég gefst ekki upp, ég veit það kemur einn daginn.... vorið alltsvo Wink Ég græddi svo mikið á þessum kaupum að ég bauð vinkonu minni út að borða í tilefni dagsins LoL Mæli með þessu, sérstaklega því að halda áfram að fagna brúðkaupsdeginum þótt einhver heltist úr lestinni Halo

Nú nálgast helgin og ég vona að þið komið til með að eiga góðar stundir InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er svo fallegt lag sem hann palli syngur. Eigðu góða helgi Hrönn mín

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Góðar og gifturíkar stundir ....

Markús frá Djúpalæk, 22.2.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær.  Og svo er líka Páll Óskar, það nálægasta sem ég hef komið honum er að frænka hans er eitt af mínum ömmubörnum hún litla Ólöf Dagmar.  En hann er rosalega yndæll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Páll Óskar er flottur

Marta B Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Palli er krútt það er alveg satt. En hefurðu aldrei búið með Sverri?? synd.

Ég fékk mína flís í dag svo nú erum við konur sem sjáum flísina í eigin auga áður en við tökum nótis af helvítis bjálkanum hjá hinum.  Semsagt dæmum engan.  Knús austurúr.  Ég er í ermalausum bol sem ég festi kaup á í gær kr. 990 í hagkaup hvítur og sægrænn og ég er mega sæt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: www.zordis.com

Gleðilegt Vor ... Ég er líka búin að vera á bikiní í dag!  Svoooo

Út að borða með vinkonu hljómar vel, þótt það sé ekki neitt að borða og smella sér bara á barinn

www.zordis.com, 22.2.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þessi diskur hjá honum er allveg snilld.,..... allgjör partybomba....... segi ég og skrifa.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Fanney! BOBA.....

Þórdís! Ég var nú kannski ekki aaaaaalveg á bikini.....

Ásdís! Finnst þér ég ekkert krútt?

Páll Óskar er flottur Marta

Smjúts á rest

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:24

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Páll Óskar er alltaf flottur en persónulega hef ég aldrei verið hrifin af honum Stormsker, svo það er kannski allt í lagi að þú hefur aldrei búið með honum

Eigðu góða helgi Hrönn

Huld S. Ringsted, 22.2.2008 kl. 23:48

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú segir það, kona góð. Hvern veðjarðu á í úrslitin í Ev? Hvað segirðu um Buff & Gröndal? (alias Bing & Gröndal ) Snilldin tær, if you ask me.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:52

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þori ekki að veðja á neinn! Hef svo lítið fylgst með keppninni.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 08:28

12 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 23.2.2008 kl. 11:26

13 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er skíthræddur um að þjóðin velji Merzedes Club. Sem er kannski allt í lagi, en kannski ekki magnaðasta tónsmíðin í bunkanum.

Markús frá Djúpalæk, 23.2.2008 kl. 11:29

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er næsta viss um að þjóðin velur það lag! Ætli mitt atkvæði hafi eitthvað að segja? Svona hugsa allir! Þess vegna komast ekki lögin áfram sem mér finnst eitthvað varið í!!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 11:36

15 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvaða lag finnst þér mest varið í af þeim sem núna eru í boði, Hrönn?

Markús frá Djúpalæk, 23.2.2008 kl. 12:36

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ok - nú er ég búin að hlusta á öll lögin sem taka þátt í kvöld! Í fyrsta sæti hjá mér er "Don´t wake me up" - Ragnheiður Gröndal er fantagóð söngkona! í öðru sæti er Baggalútur með "Hvað var það sem þú sást í honum...." Það er einhver sveifla í laginu sem kemur mér til, fyrir utan hvað textinn er beiskur "Fullkomið líf" er í þriðja sæti. Það er kraftur í því lagi sem gæti hugsanlega skilað því vinningssætinu í kvöld. "In your dreams" kemur í fjórða sæti hjá mér. soldið svona "Eurovisionlegt" lag. "Ho ho ho we say hey hey hey" Einfaldur texti, ég sé það alveg fyrir mér sem sumarsmellinn á sólarströndu. Söngkonan hefur frekar veika rödd en þeir bæta það upp strákarnir í bakröddunum. Ekki lag fyrir minn smekk þó ég gæti hugsanlega séð mig fyrir mér dansandi við það á reykfylltri búllu í skuggahverfi....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:15

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já hann syngur vel, engin vafi á því !!!

Bless til þín á fallegum laugardegi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:26

18 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

...og restin ... ? ekkert spennandi? Ég er alveg sammála með Don´t wake me up. Það vinnur á við hverja hlustun.

Markús frá Djúpalæk, 23.2.2008 kl. 14:27

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

restin er einmitt ekkert spennandi. Veikur söngur, enginn taktur, veik spilun.......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:29

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.