10.2.2008
Segir fólk það sem það meinar?
Meinar fólk það sem það segir?
Hugsanlega er ég bara að verða gömul og tortryggin........ en þessi spurning læðist að mér æ oftar. Vitaskuld er ég ekki að tala um að vera óheyrilega heiðarleg all the time og ganga um og segja hið eina rétta orð!! Enginn nennir að umgangst svoleiðis fólk - ekki til lengdar. Fólk sem er stútfullt af skoðunum og básúnar þeim út um víðan völl og telur að þeirra skoðun sé alltaf sú rétta!! Ég persónulega verð svo þreytt á þannig fólki.........
Eru það kannski bara þeir sárafáu sem maður kallar vini sína sem hægt er að treysta til að segja skoðun sína umbúðalaust! Allt frá því að segja: "Þú lítur hræðilega út í grænu." Eða: "Þú syngur hræðilega" -Sem er í rauninni ekki gott dæmi hjá mér því ég er þeirrar skoðunar að allir eigi að fá að syngja. Hvernig svo sem þeir hljóma.....- bezt ég breyti þessu dæmi í: "Þú syngur vel, hefur þér dottið í hug að syngja í kór....." Upp í að hlusta virkilega á það sem maður segir og koma svo með sitt álit á málinu. Álit sem maður getur hlustað á og treyst.
Einhver sem skilur mig?
Stenst ekki mátið að láta fylgja með annan uppáhaldsmann í mínu lífi. Að þessu sinni svartan í tilefni þess hvað Obama gengur vel þessa dagana
Meinar þú það sem þú segir? Segir þú það sem þú meinar?
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ég meina hvert orð sem ég segi og hef alltaf gert ég er mjög hreinskilin og segi alltaf sannleikan ég ætla bara vona að í trúir mér. En annars mjög góð spurning hjá þér Hrönn mín. Ég tek ofan fyrir þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 14:50
Gréta ég skil þig
Hugsanlega blá mín blá!
Takk Hallgerður
Ég trúi þér Katla mín
Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 15:02
Ég hef nú alltaf verið þekkt fyrir að vera of hreinskilin og margoft komið sjálfri mér í vandræði vegna þess, stundum ekki nógu góður eiginleiki í mínu starfi (snyrti- og nuddfræðingur) leyfi þér að nota hugmyndaflugið!!
P.S. Ég hreinlega dýrka þetta lag, verð alltaf hryllilega meir og bljúg þegar ég heyri það, veit ekki af hverju
Huld S. Ringsted, 10.2.2008 kl. 18:12
Já Huld. Það MÁ ekki alltaf segja það sem maður meinar..... en má maður ekki alltaf meina það sem maður segir?
....ég held að maður kikni svona í hnjánum yfir Armstrong vegna þess að það er svo mikil tilfinning í laginu..........
Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 18:36
Ég verð nú að vera hreinskilin og segja að oftast meina ég það sem ég segi en það kemur fyrir að ég læt eina til tvær hvítar lygar flakka. Allt í nafni mannúðar auðvitað.
Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:36
tja yfirleitt meina ég nú það sem ég segi - nema svona þegar ég tek upp á að púkast og grínast
Hins vegar held ég að mér gangi ver að segja alltaf það sem ég meina sleppi því stundum að segja neitt yfirleitt og það er nú ekki algott heldur.
Dísa Dóra, 10.2.2008 kl. 19:07
og þetta á nú reyndar vera : sleppi því stundum að segja neitt yfirHÖFUÐ (er að reyna að segja að það kemur fyrir að ég sleppi því að segja eitthvað því ég þori ekki alveg að segja það sem ég meina).
Dísa Dóra, 10.2.2008 kl. 19:09
Ég hef þá meginreglu að segja það sem mér finnst, nema að það hafi þann eina tilgang að sær einhvern. Þá færi ég í stílinn. Mér finnst unaðslegt að þekkja fólk sem ekki búllsjittar, þegar maður þaf á heiðarlegu áliti að halda.
En maður meiðir engan að bara til að geta sagst vera heiðarlegur. Ónei.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:14
Þú segir nokkuð kona góð! að meina það sem kona segir og segja það sem kona meinar. Það er ekki neitt verðmætara en vinur sem kemur fram af heiðarleika og segir hlutina eins og þeir eru. Vinurinn þekkir þig líka og veit hvar draga skal línuna til að særa ekki.
Margar hliðar geta spilað saman og sannleikurinn er sagður sagna bestur þegar upp er staðið.
Ég meina og segi það sem ég sagði og meinti! Er meint kvendi!
www.zordis.com, 10.2.2008 kl. 19:19
Ég meina það sem ég segi, en segi ekki alltaf það sem ég meina. Finnst það bara ekkert alltaf við hæfi og reyni að stíga varlega til jarðar, þar sem mér finnst að meiningin gæti farið illa í þá sem hlut eiga að máli.
Vandrataður meðalvegurinn, en held að okkur sé öllum skylt að gæta tungu okkar og fara varlega að viðkvæmum sálum.
Hugarfluga, 10.2.2008 kl. 19:34
Aðgát skal höfð í nærveru sálar, oft skal kjurt liggja þótt sannleikurinn sé alltaf sagna bestur. Og svo var það eitthvað með steinana í glerhúsinu. Það er vandlifað í þessum heimi og því miður veit maður ekki hverjir eru sannir vinir nema í neyð.
en ég segi alltaf satt. Mamma sagði að maður ætti alltaf að segja satt.
Ólöf Anna , 10.2.2008 kl. 20:24
Ég meina það sem ég segi,
en stundum bara stundum segi ég það sem ég meina, stundum þegi ég yfir því...
Marta B Helgadóttir, 10.2.2008 kl. 22:31
Mér var kennt að segja sannleikann alla tíð en viðurkenni að stundum beygði maður hann sodlið til eða var svona ónákvæmur í frásögn, en að ljúga hreint út er ekki minn stíll, hata í rauninni lygina, hún kemur alltaf í bakið á þeim sem nota hana, mér hefur vegnað vel með að segja satt og ætla að halda því áfram. Góð pæling hjá þér Hrönn mín og söngvarinn er frábær.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 00:18
Þú ert yndið mitt Hrönnsla.
Heiða Þórðar, 11.2.2008 kl. 02:08
Ég meina það sem ég segi...en segi ekki alltaf það sem ég meina! Skiljú?!
Knús til þín, mín kæra.
SigrúnSveitó, 11.2.2008 kl. 12:07
já ég meina það þegar ég segi það, en mér finnst kannski eitthvað annað á morgun
obama er bestur, ég vona að hann vinni.
Fallegan dag til þín
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 13:53
Góðar og gildar pælingar. Ég segi yfirleitt það sem ég meina (nema þegar ég segi það sem ég meina ekki) og en oft þegi ég líka yfir því sem ég meina (nema þegar ég læt það flakka). EN, ég er mjög góð í hringhugsunum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:26
Ég reyni alltaf að vera hreinskilin, en ég skil hvað þú ert að fara. Stundum er samt betra að þegja en segja hvað manni býr í brjósti, vegna þess að það gæti brotið niður frekar en byggt upp. En ég hika ekki við að segja það sem ég meina, ef ég veit að það lagar eitthvað. Sá er vinur sem í raun reynist. Maður á aldrei að hrósa ef það er ekki meint. Þá er betra að segja ekki neitt. En svo er líka að ef manni finnst eitthvað fallegt eða frábært við aðra manneskju, þá á maður líka að segja henni það. Það er aldrei of mikið gert af því að hrósa þeim sem manni finnst frábær. Enda verður maður líka sjálfur glaður við það. Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2008 kl. 11:40
Voðalega er ég sammála þér, Dúa. Í alvöru talað, þá þykir mér einmitt miður hversu markir hreykja sér af meintri hreinskilni sinni og veigra sér ekki við að setja út á menn og málefni, jafnvel með niðrandi ellegar hæðnislegu orðbragði. Slíkt kann ég illa að meta.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:58
Ég hef lært það í gegnum tíðina að sannleikurinn sé sagna bestur....... en það er ekki þar með sagt að maður þurfi endilega að básúna honum um allar jarðir..... það sem mikilvægast er í þessum málum finnst mér...er að maður sé heiðarlegur gagnvart sjálfum sér.....það skilar manni yfirleitt lengst........
Fanney Björg Karlsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:03
Marta B Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 23:26
Marta B Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.