8.2.2008
Ofsablogg?
Fór í klippingu í morgun - sagði manninum sem klippti mig nákvæmleg til verka. Hann mætti ekki gera svona, bara hinsegin, ekki hinsegin, bara svona - klikkti svo út með því að segja honum að ég væri að safna þykku hári...... Þá sprakk hann!! Mér fannst hann nú frekar dónalegur Ég ER að safna þykku hári
Fór svo yfir í Alvörubúðina, úr því ég var komin alla leið niðr´í bæ, og keypti mér indverskt bómullarsjal/trefil. Blátt, rautt og appelsínugult - ótrúlega flott - og hlýtt....... Alvörubúðin er soldið spes búð finnst mér. Gaman að koma þar inn og skoða!
Hér er brostið á ofsaveður Ég las á netinu að fólk í höfuðborginni er beðið að draga fyrir glugga. Þeir náttúrulega vita það mennirnir í samhæfingarstöðinni að það þýðir ekkert að segja okkur í sveitinni það. Við vitum alveg að það er vont veður þótt það sé dregið fyrir glugga..... Ég las líka að fólk á sama stað er beðið að sofa ekki áveðurs. Ég er rosa fegin að ég má sofa áveðurs.... Ég veit ekki hvar ég ætti annarsstaðar að sofa!!
Lokharður Ljónshjarta harðneitar að fara út að míga. Ég hnýt um hann í hverju spori og það þarf ekkert að segja honum neitt um að liggja ekki áveðurs og sofa. Hann gætir þess að vera í öruggu skjóli
Ég er búin að strjúka "andarunganum" úr blómaríkinu í hvert sinn sem ég hef átt leið fram hjá. Ég sé það sperrist upp í hvert sinn sem ég nálgast. Hugsanlega er þetta ást
Í lokin ætla ég að leyfa ykkur að heyra eitt af mínum uppáhalds"lögum"
Athugasemdir
Lokharður er hinn myndarlegasti rétt eins og strákurinn í myndbandinu! En það sem ég vildi sagt hafa varðandi blomið.
Þykkblöðungur sem ber vísan á hagnað. Þín bíður ótrúleg heppni, auður og óviðjafnanlegar ástir!
Þykkblöðungalestur er mín sérgrein. Þú ert lánsöm kona!
www.zordis.com, 8.2.2008 kl. 20:31
Hahahahaha að "gluggafyrirdrættinum". Sumir drekka til að gleyma. Aðrir draga bara fyrir.
Hugarfluga, 8.2.2008 kl. 20:31
Lokharður sætur og Connery náttlega líka en Lokharður hefur vinninginn
Vonandi fer nú veðrið að fara að lagast hjá ykkur svo að Lokharður Ljónshjarta komist út.
Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 20:34
Takk Þórdís þetta var góður lestur. Þannig að ég stórgræði á að bjarga blóminu.....
Ég veit Fluva - ég veit......
Takk Huld! Finnst þér hann ekki líkur "mömmu sinni"?
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 20:42
ohh þetta er nú einn flottasti maður veraldar - verst hvað menn eldast miklu betur en konur
er með veðrið upp á gluggana mína og búin að draga fyrir allt - efast um mikinn svefn í nótt - takk fyrir ábendinguna.
Rebbý, 8.2.2008 kl. 20:47
Já Rebbý! Hann var hrikalega flottur gaur. Hvar eru þessir menn okkar tíma??
Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 20:51
Setja hundræfilinn á klósett.Annars er vitlaust veður hér og ein elding sýndi sig sem snöggvast.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:34
Jú
Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 21:38
Var Gústi að klippa þig?? Það er ekkert svo vont veður hjá mér, allavega ekki brjálað, er að horfa á TV og kíkja á bloggin, má ekki aumingja ljónshjartað pissa á dagblað? finnst honum það kannski halló ?? gott að eiga kisu á svona degi. Kveðja austur í bæ.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:27
Hann er svo flottur þessi maður .....og þvílík rödd!
Marta B Helgadóttir, 8.2.2008 kl. 22:54
svei mér ég held að hér sé allt að fjúka til andsk... var að koma af þorrablótsæfingu....rosa gaman..... en hér eru þrumur og eldingar...... 30 m á sekundu og öskrandi rigning..... getur maður haft það betra....
Fanney Björg Karlsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:15
já á klósett með hundinn...eða það sem betra er kannski...taka úr honum rafhlöðuna...eiguðu yndislegan dag elsku Hrönnslan mín.
Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 11:38
Eitt af mínum uppáhalds með bítlunum, textinn er pjúra ljóð. Ekki verra að hlusta á hann þenna. Krullllllllllllllllllaaaaaaaaaaststtttttttttt upp í eyru.
Ekki uppnefna blómið mitt, kem og næ í það á næstu dögum blómahatarinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 12:59
Takk Aníta.
Ásdís! Hrikalega lummulegt að míga á blað
Jamm Marta - Ég kolféll fyrir honum!
Fanney í Flotholti
Takk blá mín blá
Hallgerður
Heiða! Nú er þetta í annað sinn sem þú stingur upp á þessu með rafhlöðurnar. Ég veit ekki með hundana í þinni sveit en hér ganga þeir fyrir einhverju öðru en batterýum Nema ég hreinlega finni ekki hvar þau eru tekin úr
Jenný! Hann er hrikalega flottur - og komdu bara......
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 14:24
Þegar ég verð eldri ætla ég að verða Sean Connery. Eða í versta falli Don Knotts.
Markús frá Djúpalæk, 9.2.2008 kl. 16:08
Endilega hafðu þá samband Markús...........
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 17:48
Markús frá Djúpalæk, 9.2.2008 kl. 21:36
þú hefur bara alveg frábæran húmor !!!
alda mín í alvörubúðinni er gamall og góður vinur minn ! bið að heilsa henni og ljónshjartanu líka
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:01
Ég er viss um að þú sért flott klippt og loksins fær maður að sjá litla labbakút almennilega, hafðu það gott Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.