Blómstrandi blómaþörf

Ég fann hjá mér þörf fyrir að fara í blómabúð í gær! Yfirleitt leggst ég nú fyrir þar til svona langanir líða hjá - en í gær ákvað ég að gefa eftir.

Picture 311 Afgreiðslukonan setti upp pókerfeis þegar ég spurði um lauka!! Þær eru sjálfsagt ýmsu vanar...... hún sagði mér að á þessum árstíma væri enga lauka að fá en ég gæti keypt fræ. Sem ég og gerði. Bíð nú helspennt yfir pottinum eftir að fyrsti græni sprotinn líti dagsins ljós Tounge Þegar ég var á leið út úr blómunum sá ég ótrúlega skorpnað og hrukkótt plastblóm, gott ef það var ekki meira að segja rykugt. Ég hristi hausinn yfir vitleysunni - hver framleiðir plastblóm sem líta út fyrir að vera við dauðans dyr og um leið og ég sleppti hugsuninni hvarflaði að mér að það gerði náttúrulega ekki nokkur maður! Ég þuklaði á blóminu og komst að því að þetta var lifandi blóm! Ótrúlega ljótt!! Verandi áhugamanneskja um það sem er ljótt, ákvað ég að spyrja konuna hvað þetta blóm kostaði og hvort það héti eitthvað! Hún sagði, orðrétt: "Guðminngóður.....!!" lét mig hafa það á niðursettu verði en vissi ekki hvaða tegund þetta er. Nú stendur það fyrir ofan ofninn hjá mér, nývökvað og er smátt og smátt að rétta úr kútnum.

Verður spennandi að sjá hvernig það lítur út þegar það er orðið frískt! Joyful Einhver sem getur sagt mér hvað svona planta heitir?

Picture 312 Ofan gefur snjó á snjó! Tók þessa mynd í morgun á milli élja. Arkaði fram hjá einum á afskaplega vanbúnum fólksbíl í morgunsárið. Hann spólaði magnvana og komst hvorki afturábak né áfram. Mér fannst nú svo heimskulegt að láta sér detta í hug að hreyfa svona bíl í þessari færð að ég snéri upp á mig og datt ekki í hug að bjóðast til að ýta honum! Enda búin að gefa út yfirlýsingu um að "Æ dónt læk sillí pípól................"

Það hefur ekkert breyst Halo

Hér fáið þið ljóðabrot um vorið. Sem kemur..........

Ljóselfur rauðar hægt um hvolfið flæða,
hamrana strjúka mjóir geislafingur.
Vaknaðu blómþjóð! Bylgjótt dalalæða
brennur og logar! fugl í kjarri syngur!

Eftir hvern er ljóðið?

pís InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er úr kvæðinu Sumarmorgunn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:39

2 identicon

Býrðu hjá Bónus? Og kannski þá fyrir ofan hana Önnu Sillu?

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og það var rétt - Steingerður

Jamm Bryndís! Þekkirðu hana - þekktirðu húsið?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 15:18

4 identicon

Já ég er að vinna með henni. Og já ég kannaðist eitthvað við húsið. Og þar sem ég veit hvar þú átt heima þá er ekkert því til fyrirstöðu að kíkja í kaffi. Það er að segja ef þú vilt fá mig í kaffi

Bryndís R (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekkert því til fyrirstöðu! Ef þú hefur með þér ís

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahah já Svandís! Það er spurning hvort það eigi ættingja í Litlu Hryllingsbúðinni......

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 17:16

7 Smámynd: Hugarfluga

Ertu alveg að hrynja í elliheimilsgírinn með öllu þessu ljóðaflóði, Hrönn Ljóðmundsdóttir??

Hugarfluga, 7.2.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Það styttist óðFLUGA

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

sko... þetta er "Þykkblöðungur"... hann er kræklóttur..... svei mér ef þetta er ekki "gnina negni rah"..... ... já sko...maður vinnur ekki í blómabúð fyrir ekki neitt....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:16

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

héðan í frá nefndur hinn ófríði...........

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er cannibal lecterismus floralis

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:06

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2008 kl. 21:11

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ha haha örugglega einhver cannibal tegund - looks like it

Marta B Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 21:20

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið eruð svo mikill draumur allar saman.  Hrönn þú hefur verið að horfa á plöntudýrið í dag þegar ég gekk framhjá í Bónusleiðangri.  Keypti helling fyrir 3.000 og er bara búin með bollurnar (kjöt)  plantan er flott er hún úr Sjafnarblómum?? ég kaupi bara geri þar sem fröken Bóthildur Glódís elskar lifandi jurtir. Kveðja í austurbæinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:09

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þetta fallegt blóm, svo mikið krútt, ekki tala ljótt um saklausar blómasálir, þær eru viðkvæmar.  Mæli ég um og legg svo á að þetta blóm eigi eftir að verða fegurst blóma.  Ásthildur veit örgla hvað það heitir.  Knúsaðu það frá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 13:23

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skal vökva það með hlýhug frá þér Jenný ;)

Örugglega hef ég starað dáleidd á blöðunginn Ásdís ;)

Dúa!!!! Sérðu augun?

Án gríns konur - þetta blóm verður, með tímanum umtalað sem hið fagra ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 14:30

17 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er bráðskemtilegur spuni.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband