26.1.2008
Glíkur hörðum stein.........
Í gærkvöldi var mér var boðið í hangikjöt með grænum baunum og uppstúf, sem er um það bil eini þorramaturinn sem ég borða........... jú og harðfiskur líka - og flatkökur - er þetta ekki annars ábyggilega þorramatur?
Pabbi átti afmæli og mamma bauð mér í mat - ég meina ég er nú einu sinni upphaldsdóttirin eða kannski sú eina sem er á staðnum........ hin hugmyndin er betri - ég held mig við hana!
Sat svo eftir matinn og sötraði kaffi og Grand langt fram eftir nóttu og spjallaði við mömmu. Yndisleg stund. Þegar ég ákvað loks að tími væri kominn á mig að fara heim var klukkan langt gengin í tvö og veðrið algjörlega vitlaust!! Ég sagði við mömmu að ég yrði líklega að fara heim, sækja Ljónshjartað og gista hjá henni...........
Í dag hef ég gert mest lítið, ég sat heillengi og taldi sjálfri mér trú um að ég væri að lesa - en líklega var ég mest sofandi........ heyrði samt alltaf í útvarpinu
Rólegur dagur, algjörlega fyrir sjálfa mig
Einhver sem hefur hugmynd um hvað fyrirsögnin þýðir?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Ekki græna glóru Hrönn mín, en ég elska að lesa bloggið þitt. Og mikið er gaman að eiga góða stund með mömmu sinni. Mamma er alltaf sú besta ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 19:29
Takk Cesil mín
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 19:31
Fyrirsögnin er forvitnileg, hef ekki hugmynd um hvað orðið glíkur þýðir .... ????
Notalegt að eiga ljúfa stund með mömmu músinni, sötra eitthvað hjartastyrkjandi tala nú ekki um ef það er grand. Grand stund sem þið hafið átt og ég óska þér til hamingju með strákinn hann pabba þinn!
E. helgi ferðast rósin!
www.zordis.com, 26.1.2008 kl. 19:38
Hangiket og harðfiskur er afbrags þorramatur. Ég hef aldrei verið hrifinn af súrmeti, vil heldur nýtt slátur. Glíkur þýðir einfaldlega líkur segir Sigfús gamli Blöndal í orðabók sinni. Í Þorraþræl er glíkur notað í stað líkur stuðlanna vegna. " Þögull Þorri heyrir- þetta harmakvein - gefur grið ei nein, - glíkur hörðum stein, - engri skepnu eirir, - alla fjær og nær... Er þetta ekki líkleg skýring Hrönn?
Ágúst H Bjarnason, 26.1.2008 kl. 19:39
Jú Ágúst - þetta er ekki ósennilegt! Allt í einu meikar þorraþrællinn sens. Takk fyrir þetta ;)
Takk Þórdís og aftur takk. Ég fyllist vellíðan við tilhugunina um að rósin sé á leið "heim"
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 20:22
Mjög fróðlegt og kannski skil ég Þorraþræl fyrir rest.
Þegar mér var gert að læra þetta utanbókar sem óbjarga barni, lærði ég bara að mynda sérhljóða og samhljóða í fyrirfram ákveðinni röð...
Án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að segja!
Víðir Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 21:42
Ó en dásamleg kvölstund með ástvini. Býrðu í næstu húsi við múttu túttu? Æðislegt að eiga svona móment.
Hugarfluga, 26.1.2008 kl. 23:10
Víðir - veistu nokkurn tíma hvað þú ert að segja?
Fluva - ekki kannski næsta húsi, en hér eru engar vegalengdir langar.....
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 08:37
ha!!?? og ég sem hef ekki einu sinni þorað að halla mér.....
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 12:02
Hef ekki hugmynd um fyrirsögn og varðandi aðra. Hvað átti fyrirsögnin um Björn Bjarnason að fyrirstilla þarna um daginn?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 12:59
Engri skepnu eirir þýðir fyrirsögn. Hva
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 13:01
Björn Bjarnason? Mér datt engin fyrirsögn í hug og hann er svo lummó alltaf með dagsetningar á sínum pistlum - gat ekki verið jafn hallærisleg og hann, þannig að.............
Assgoti varstu flott í útvarpinu í morgun kjéddling!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 13:33
Ég hef nú bara ekki hugmynd um þetta, hef reyndar aldrei heyrt orðið Glíkur???
Ég er nú sammála þér þegar kemur að þorramat, borða bara hangikjöt og harðfisk, kannski sviðasultu ef hún er góð
Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 15:27
Koma svo koma svo...ekki grænan grun. Ég þú bara vissir hvað ég fékk að borða í gær...og það ekki frá mömmu
Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 19:37
Hef aldrei heyrt þetta orð Glíkur
Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 21:39
Ágúst kom með svarið stelpur mínar, mjög snemma.....
.... Glíkur hörðum stein = eins og kaldur klettur - eða gæti ekki verið meira sama.... hreinlega eins og ísjaki!!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 22:23
Ég fann orðið glíkur = líkur í Orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920. Þetta er mikil bók tæpar 1100 blaðsíður í stóru broti. Með því að Gooogla er hægt að finna orðið í Hómilíubók hér. Greinilega fágætt orð
Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 23:30
Ég er búin að gúggla eins og vitfirringur og svo er Ágúst bara með svarið
Skammast mamma þín sín ekkert fyrir að sitja að sumbli með ´barninu sínu
Jóna Á. Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 00:48
heheheehe Jóna vonandi ekki........... Hún á alltaf svo ansvíti gott vín ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 08:26
nammi namm...hangikjet, uppstúfur, kaftöflur og flatkökur! Gerist vart betra!
Gleðilegan þorra, mín kæra.
SigrúnSveitó, 28.1.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.