24.1.2008
Það snjóar!
Stubbaling fannst ótrúlega gaman í morgungöngunni, þegar ég hnoðaði snjóbolta og kastaði út í loftið og hrópaði "finndu snjóinn......" Hann stökk af stað í hvert sinn, hnusaði þar sem boltinn lenti eða reyndi að grípa hann áður en hann hvarf........... Hann var orðinn lafmóður af öllu hoppinu fyrr en varði og ég hló svo mikið að honum að það jaðraði við að hann móðgaðist...... Ég þekki annan sem er svona spéhræddur og sagði Ljónshjartanu að ef hann léti svona þá skipti ég um nafn á honum. Hann lét segjast og tölti prúður við hlið mér það sem eftir lifði göngu, nema þegar við gengum fram hjá kisuslóðum, þá þurfti hann aðeins að rjúka í hornið hjá þeim, kom mér aldeilis verulega á óvart. Skrýtið hvað kisur eru alltaf jafnspennandi!
Ég fékk símtal frá fasteignasala í gær. Hann spurði mig hvort ég hefði íhugað að selja???!!! Ég sagði honum að það yrði þá að koma gott tilboð - ég hefði enga ástæðu til að hugsa mér til hreyfings. Ég veit svosem alveg hvað hékk á þeirri margfrægu spýtu. Húsið mitt stendur nefnilega á eignarlóð og "athafnamenn" renna hingað hýru auga - ekki af því að þeir séu þannig stemmdir neitt - og ekki heldur vegna þess að þeim lítist svona vel á mig heldur er það grasið sem heillar. Það glóir víða grámosinn!
Ég klæddi mig í giftingarpilsið mitt í morgun - svona í tilefni dagsins, eða kannski bara vegna þess að mig langaði að vera í því í dag
Ég er að spá í að baka í kvöld. Vera svona eins og söguhetja í bók eftir Snjólaugu Braga og baka í frystinn - mömmu sinnar snúlli getur þá allavega hirt það með sér næst þegar hann kemur við til að kyssa mömmu sína góða nótt.
Athugasemdir
Þú selur þig dýrt mundu það, ekkert minna en bæjarstjóra stólinn eða bankastjórastöðu. Kveðja á loðnu hetjuna.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 14:44
Prinsinn minn heldur að allur snjór sé settur þarna fyrir hann - en skilur lítið í því að skaflar eru hærri en venjulegur snjór.........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 15:54
Mikið ertu myndarleg Hrönn mín að baka.Kveðja til þín og stubbaling.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.1.2008 kl. 16:20
Það er drottningarbragur á þessari færslu hjá þér. Komin í giftingarpils að heilla fólk upp úr skónum. Snjóenglakveðjur!
www.zordis.com, 24.1.2008 kl. 17:26
Álfadrottning í giftingarpilsi í glóandi (grá)mosanum Yndislegt alveg hreint
Kl hvað á mar að koma í kvöldkaffi og meððí ?
Marta B Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 18:11
fariði bara að leggja af stað......
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 18:20
Sjúkkett að þú minntir mig á Dúa Dásó! Ekki vil ég hafa hveitibletti í pilsinu á giftingardaginn.....!! Þeir gætu misskilist fyrir aðra bletti
Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 19:00
Asnarnir ykkar
Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 20:00
Mæti í kaffi og með því á morgun
Hrönn þó Og Dúa líka
Bryndís R (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:03
Mikið held ég að það sé gaman að vera þú. Takk fyrir kökuboðið ... lovjú tú.
Hugarfluga, 24.1.2008 kl. 22:17
Ég er á leiðinni, með prikinu, um leið og búið er að gera við. Leið þér öðruvísi þegar þú varst komin í giftingarátfittið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 23:32
Hundar eru ekki endilega klárir..Keli leitar af sér hausinn þegar maður hendir svona snjóbolta en hann er svo mikill sauður að hann fattar ekki að móðgast þegar hlegið er að honum.
Nú er ég loksins búin að fatta sannleikann með hvíta brúðarkjólinn, þökk sé Dúu sannleiksljósi
Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 01:17
Var veðurtept í "Paradísinni"... þ.e. Selfossi í morgun....... keyrði aftur og aftur og aftur framhjá þessu eftirsótta húsi þínu..... en hvað.... ekki nokkur lifandi sála heima...... og þú með nýbakað og allt....... hvað er að gerast....... ég ætla sko aldrei að verða veðurteppt aftur í þessu bæjarfélagi......
Fanney Björg Karlsdóttir, 25.1.2008 kl. 16:20
Fanney!!! Ég er búin að vera heima í allan dag. Þú átt að BANKA - ekki keyra framhjá. Þá hefði ég kannski gefið þér köku og sagt þér sögu.....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 17:44
Góð Verð að fara að koma við til að fá almennilegt bakkelsi Áður en þú selur sko!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 18:10
ó..... sorry Hrönnslan mín........ var allveg 100 % sjor á því þú værir ekki heima.... þar sem ég sá þér aldrei bregða fyrir í eldhúsglugganum þínum.... sem er svo kósý og sætur........
Fanney Björg Karlsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:10
ohhh hvað þið búið langtíburtu stelpur mínar
Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 00:13
...eða þá ég ersonalangtíburtu
hvernig heppnaðist kakan
Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 00:14
Kakan heppnaðist frábærlega - nú vantar bara einhvern til að borða hana ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 11:35
alda kær vinkona mín á verslun á selfossi, "alvarlega búðin", heyrði hana tala einhverntíma um svipuð má með staðsetningu búðarinnar !
fallega helgi til þín kæra hrönn
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.