15.1.2008
Rósakaup í stórhríð ;)
Úr því að hlutabréfamarkaðurinn er í frjálsu falli, ákvað ég að vera klók og fjárfesta í list
Var einu sinni sem oftar að skoða myndirnar hennar Zordísar þegar allt í einu ein myndin hennar höfðaði svo sterkt til mín. Ég fór dag eftir dag og kíkti á myndina "mína". Einn daginn datt mér sá hræðilegi möguleiki í hug að einhverjum öðrum litist jafnvel á Rósina mína og það varð til þess að ég ákvað að hafa samband við listakonuna. Það er skemmst frá því að segja að í dag er ég stoltur eigandi þessarar myndar. Svei mér þá ef ég höndlaði ekki smábita af hamingjunni með þessum gjörningi. Er allavega miklu sáttari við þessi kaup en ég væri með að eiga pappírssnifsi í einhverju fyrirtæki úti í bæ...........
Nú bíð ég róleg eftir Rósinni minni - er búin að finna stað fyrir hana, hvað þá annað.
Seinna meir, þegar Zordís verður orðin frægari, bíða mín listaverkasalar í haugum og vilja selja Rósina mína á uppboði. Þá ætla ég að fara í rauðu kápuna mína, setja á mig rauða varalitinn og vera óhagganleg!
Mér finnst svo gaman að vera óhagganleg
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Flott mynd. Skil það vel að þú hafir fallið fyrir henni.
Bryndís R (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:44
Ég þarf að kíkja á myndina af myndinni en til lukku með þetta! Þegar ég verð rík fjárfesti ég í einni mynd hjá henni
Huld S. Ringsted, 15.1.2008 kl. 19:47
Dúa, Hrönn gerði allt til þess að prútta en ég stóð mig eins og hetja ..... við gerðum skriflegan samning um að ég njóta ágóðans þegar þeir óprúttnu elta mærina uppi með bed head vörulit í skósíðri rauðrí kápu.
Ætli ég sendi þér ekki rósabúnt með! Já, óg mín er ánægjan að Rósin leiti til þín!
www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 19:57
mmmm..... yndisleg mynd........ og ég segi nú bara beint frá hjartanu........ "mynd sem er eins og sköpuð fyrir þig........ hvað klæðir ekki rós...."
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:09
Jiii hvað þið eruð yndislegar
Ég vissi ekki að ég þekkti svona mikið af yndislegum konum
Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 20:31
Æðisleg mynd Hjá henni hún er frábær listakona. hún er líka svo góð kona. Þú ert það líka.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.1.2008 kl. 22:29
Þetta er mjög flott mynd
Ég er einmitt búin að vera að horfa á margar af myndunum hennar Zordísar og bíð bara eftir að vinna í lottó svo ég geti verslað mér eina
Dísa Dóra, 15.1.2008 kl. 22:31
Frábær mynd, á sendingu á leiðinni frá henni, hlakka mikið til.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:54
Ji minn skamm skamm. Vissi ekki af myndunum hennar en er nú kolfallin fyrir flísunum. Þú ert ómótstæðileg í rauðu Hrönnslan mín
Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 00:07
Zordis er auðvitað algjör snillingur! Til hamingju elsku Hrönslan mín.
Heiða Þórðar, 16.1.2008 kl. 00:40
Takk fyrir það stelpur mínar. En málið er nefnilega að það þarf ekki að vinna í lottói til að kaupa myndir af henni!. Ekki er ég stórrík en sumt getur maður ekki látið fram hjá sér fara
Hrönn Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 09:03
Til hamingju með rósina þína. Ég hef líka heillast svona af mynd. Sú var eftir Kjartan Guðjónsson og heitir Nótt skáldsins. Ég á hana og nýt þess alltaf að horfa á hana.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 10:10
Af hverju vantar annað augað? Hvar er mynd til skoðunar? Var það ekki Katrín sem var með konu sem vantaði annað augað? OMG er ég að brjálast? Til hamingju semt rósin mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 21:20
Til lukku með fjárfestinguna, á örugglega eftir að skoða síðuna hennar betur en málið er sko að fjárfesta bara þegar eitthvað fangar svona huga mans.
Keypti úti á Kanarí rándýra og þunga höggmynd fyrir ári og er svo stolt af henni í dag, horfi á hana lengi á hverjum degi og alltaf jafn hrifin af henni. Veit að ef ég hefði ekki keypt hana þá væri ég ekki í rónni
Rebbý, 17.1.2008 kl. 13:19
Ég er sammála, þú ert flott í rauðu og ég tala nú ekki um ef þú ert óhagganleg líka. What a sight. (Þetta mun ég segja, þegar ég er búin að sjá þig). Myndin er frábær eins og margt annað eftir hana Zordísi okkar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:13
frábært vonandi fara fleiri að hugsa eins og þú, það á að fjárfesta í myndlist !! til hamingju báðar tvær.
BlessYou
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:23
Til hamingju með listina væna mín. Svona á að fjárfesta. ...hvenær kemur þú til danmerkur?
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 21:10
Innilega til hamingju með myndina, mjög falleg og passar einstaklega vel fyrir þig.
Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.