Enn einn dagurinn að kveldi kominn...

....og alltaf jafn gaman í vinnunni. Ný verkefni á hverjum degi. Daðra miskunnarlaust í símann, hvort sem það er við tollskjalagerð, bankann eða Danmörku. Vona bara að þeir hafi jafn gaman af því og ég..... Tounge

Samkoma hjá Hvítasunnu og fundur hjá Sjálfstæðis í kvöld......

.....bílaplanið fullt, þar af einn jeppi merktur Ísland! Við vitum nú öll hver það er - ekki satt? Eitt kvöldið var fundur hjá Sjálfstæðisflokknum, ég var nett pirruð vegna þess að þeir stela alltaf bílastæðinu mínu. Þrátt fyrir að ég eigi ekki bíl, þá er þetta nú mitt stæði og ég get alltaf ergt mig jafnmikið yfir því þegar einhver stelur stæðinu mínu. Ég meina ég er nú búin að borga fyrir það, for crying out loud. Þetta var nú smá útúrdúr, eins og mín er von og vísa.....

.....allavega var fundur hjá þeim og það er bankað á dyrnar hjá mér. Dóttir mín fór til dyra og ég heyri að maður býður góða kvöldið og talar eitthvað meira. Ég hinsvegar hætti fljótlega að hlusta, ábyggilega að fylgjast með einhverju skemmtilegu í sjónvarpinu. Dóttir mín kemur inn eftir smástund og spyr, fremur undirfurðuleg á svip, hvort við eigum mola!!

Ég var nú fremur hissa, hafði ekki lent í því áður, búandi við þjóðveg númer eitt, að ég væri beðin um að lána molasykur, hvað þá annað. Ég hugsaði mig um smá stund og mundi svo að ég átti nokkra mola uppi í skáp. Fór fram og sótti molann og rétti manninum. Hann þakkaði afskaplega vel fyrir sig og sagði mér að Jón gamli á Hóli, gæti bara ekki drukkið kaffið sitt nema með molasykri.W00t

Fór síðan inn aftur og kom að dóttur minni fremur hugsandi inni í stofu. Hún var þá að velta því fyrir sér hver þetta hefði eiginlega verið. Henni fannst hún eitthvað kannast við manninn!! Ég sagði henni að vitaskuld hefði þetta verið Árni Johnsen! Hver annar lánar mola þegar sjálfstæðismenn eiga þá ekki til. Árni!! Reddar málunum.

Nú vantar mig nýja dýnu í rúmið mitt. Finnst ykkur að ég ætti að skilja eftir miða á rúðunni hjá honum - eða er það svolítið stöðumælasektarlegt? Tounge

Fékk símtal áðan frá Austfirzkum manni sem sagðist eiga erindi suður í vikunni og spurði hvort hann mætti hitta mig.........! Hef kannski daðrað fullharkalega við hann??

Auðvitað sagði ég já - Hver neitar félagsskap við skemmtilega menn sem bjóða uppá kaffi?

Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert á sífelldum sjéns!! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:30

2 identicon

Hmm það verður spennó að fá næstu færslu hjá þér þegar austanmaðurinn er búinn að koma til  þín

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúa! Jáááááaaaaa allt í lagi allavega  

Guðný  Maður náttúrulega gerir sitt bezta....

Bryndís!!! Ég býð þér í kaffi

Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahahha....þú ert allveg óborganleg........ hver önnur fær eyjartröllið sjálft í eigið persónu á stigaskörina hjá sér........og Hrönn.... maður segir aldrei NEI við góðum kaffisopa........ það stemmir sko allveg hjá þér og rúmlega það....

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 8.1.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu Fanney!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 22:04

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hvað þú ert hætt að svara mér? mér finnst alltaf gaman að lesa bloggið þitt enda svara ég þér alltaf.Ein sár.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 22:24

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Síðast var það einn úr villta vestrinu, núna er það austfjarðatröll

Huld S. Ringsted, 8.1.2008 kl. 22:26

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hrædd ætlaði ég að segja.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 22:39

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dí! mig hlakkar að heyra með þennan austfirska!

Heiða Þórðar, 8.1.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig gekk fundurinn?? ég komst ekki var í bænum.  Kíki bráðum í kaffi.  Coffee 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 01:21

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er nú mest hneyksluð á sjálfstæðismönnum að eiga ekki mola með kaffinu

Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 01:21

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Skemmtilegur pistill Hrönn

Ágúst H Bjarnason, 9.1.2008 kl. 08:25

15 Smámynd: Ragnheiður

Amish fólkið; það var ekki bók, ég gúgglaði það og fékk upp nokkrar áhugaverðar síður.

Kær kveðja og vonandi verður kaffið í lagi

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 11:48

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hey hvaða hvítasunnutal er þetta?  Ekki ert þú að daðra við þá líka?

Habahaba þú alltaf á séns, ég get svarið það.  Þú getur komið garðhúsgögnum til við þig.

Árni hvað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 14:32

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Frábærir molar og þú ert algjör moli.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2008 kl. 14:53

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir innlitið stelpur mínar og aðrir ;)

Nei Jenný, þeir samkomast hér fyrir aftan mig. Garðhúsgögnin er löngu farin

Hallgerður: No comment!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 18:20

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég trúi þessu alveg..konan hefur ekkert smá aðrdáttarafl og svo á hún alltaf mola fyrir þá sem hún er að tæla um allar trissur..hehehe. Stjórnmálamenn og presta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 23:08

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu góða mín...ég vill fréttir af þessum austfirska þarna

Heiða Þórðar, 10.1.2008 kl. 07:57

21 Smámynd: SigrúnSveitó

Árni Johnsen...já.  Ég man eftir honum á Casablanca í febrúar 1988...við vissum ekkert hver þessi "gamli karl" var, sem vinkona okkar var alltaf að draga út á gólfið...ekki fyrr en við sáum fréttirnar kvöldið á eftir...þá góluðum við...

Eigðu góðan dag, og spennó með þennan austfirska...er hann nokkuð frá Norðfirði??? 

SigrúnSveitó, 10.1.2008 kl. 09:37

22 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég segi nú bara, eins og þú, þú ert eins og malt, bætir hressir og kætir.

bið að heilsa ljónshjartanu

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 14:13

23 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband