2.1.2008
Ég fylltist vanlíðan....
....við að horfa á þáttinn um Breiðavíkurdrengina í gær! Svo mikilli vanlíðan að ég vaknaði í nótt og mér leið ennþá illa.
Hvernig er hægt að koma svona fram? Hvað veldur því að mannvonzkan blossar svona upp? Ég veit að viðhorfin voru önnur og það þótti ekki tiltökumál að tukta krakkaskít - en guð minn góður!!! Maðurinn hló á meðan hann sagði frá því að hann hefði horft á einum dýft á hvolfi oní skurð!!! Það fór um mig hrollur. Og það sem fram fór í fjárhúsum og fjósum - mér verður óglatt!
Ég fékk kökk í hálsinn að horfa á fullvaxna karlmenn bugast við að rifja þetta upp.
Svo þeyttust forstöðumenn og ábyrgðaraðilar hver um annan þveran að þræta fyrir að þeir hafi tekið eftir að nokkuð athugavert hafi átt sér stað. Þrátt fyrir að hver drengurinn á fætur öðrum hafi verið laminn eins og harðfiskur og þeir hafi sætt misnotkun!!! Annar forstöðumaðurinn, sem fram kom, viðurkenndi þó að "sálfræðingur" Breiðavíkur hafi yfirleitt verið fullur þegar hann kom og fullur þegar hann fór...................
Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds við að horfa á heimildarmyndabrotin og síðan að hlusta á hvernig "drengirnir" upplifðu ástandið. Heyra hvernig þeir lýstu forstöðumönnum og hvernig sumir deyja á meðan aðrir drepast.................
Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér!!!!!!!
Hvað eru margir brotnir einstaklingar úti í þjóðfélaginu vegna þessa og fleiri samskonar staða? Margfeldisáhrifin eru gríðarleg. Drengirnir uxu úr grasi - eignuðust, margir hverjir, fjölskyldur og réðu ekki við ástandið. Vegna þess að aldrei hafði verið unnið úr einu eða neinu.
Ég gæti grátið. Ég gæti gargað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég get ekki horft á þessa mynd eingöngu vegna þess að ég veit að mér á eftir að líða svona illa eftir á.. takk fyrir að horfa á hana fyrir mig.
Þetta er svo sorglegt að það er eiginlega ekki hægt að segja neitt.. nema að senda þeim ljós sem eiga um sárt að binda eftir þennan harmleik.
Gleðilegt ár snjúlla mín og beindu huga þínum eitthvert fallegt svo þetta nagi þig ekki að innan..
Björg F (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:38
Sammála. Ég hágrét við að horfa á þetta og hið sama gerðist þegar ég las Breiðavíkurdreng Páls Elís. Ég verð alltaf jafnreið yfir þessu og hugsaðu þér, drengirnir margstruku til hreppstjórans og sögðu honum hvernig farið væri með þá en hann hringdi bara í kvalara þeirra og lét sækja þá. Þetta er skelfilegt. En gleðilegt ár Hrönn mín og þakka þér fyrir alla skemmtunina hér á blogginu á þessu ári. Megi nýtt ár verða þér farsælt.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 15:38
Akkurat við erum að tala um börn........og það eru ekki hundrað ár síðan... í dag eru þessir menn á aldur við þig og mig...... börn sem rænd voru æskunni og áttu í rauninni aldrei séns....... fæddust margir hverjir inn í fjölskyldur þar sem var fátækt eða óregla þannig að segja má að þeir séu fórnarlömb aðstæðna........... voru börn sem send voru á heimili fyrir "vandræðaunglinga"...hvað svo sem það hugtak þýðir.......
"Ég gæti grátið. Ég gæti gargað"
Fanney Björg Karlsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:28
Já það setti sannarlega að manni óhug að horfa á þessa mynd. Óhug vegna þeirra ódæða sem þarna voru framin. Óhug vegna þessara aðstæðna sem voru búnar til þarna og ofbeldið fékk að grassera svo árum skipti án þess að nokkuð væri að gert. Ekki síst óhug vegna afneitunnar sumra sem var talað við þarna - hvernig er hægt að vera svona gjörsamlega blindur á ástandið og hvernig er hægt að vera í slíkri rosalegri afneitun??
Óhugguleg staðreynd og mynd sem allir ættu að horfa á.
Dísa Dóra, 2.1.2008 kl. 16:34
Ég horfði á þessa hræðilegu sorglegu mynd líka og það sett á mann óhugur. Fór svo á stöð 2plús ég þoldi ekki myndina um Breiðavíkurdrengina. Kveðja til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.1.2008 kl. 18:13
Ég horfði ekki á myndina, var upptekin en ætla að sjá hana seinna. Kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 20:30
Lítill, hræddur, einmanna rifinn úr foreldrahúsum oft fyrir litlar eða engar sakir og troðið í sveit þar sem markiðið virðist oft á tíðum hafa verið að níðast á barnslíkamanum og sálinni. Þeir sem framkvæmdu eru morðingjar og þeir sem litu undan eru samsekir, get ekki ímyndað hvaða refsing er við hæfi.
Var sjálfur óstýrlátur sem barn og unglingur og oft hótað vistun á svona stofnun af lögreglunni, geri mér fyrst núna almennilega grein fyrir því hversu lánsamur ég er að þetta voru bara hótannir.
Róbert Tómasson, 2.1.2008 kl. 20:50
Nákvæmlega!! Þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt að sjá og heyra - held ég að allir þurfi að vita hvað gekk á og gerir kannski ennþá einhversstaðar............
Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 21:53
Ég er bæði búin að gráta og garga. Það þarf að skoða öll þessi heimili aftur í tímann og svo þarf samfélagið að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Þó þetta verði aldrei aftur tekið, þá skulu þeir taka ábyrgð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.