31.12.2007
Annáll 2007
Á miðnætti hefst nýtt ár. Þá er við hæfi að líta um öxl og gera upp liðna daga.
Árið sem er að líða hefur verið mér erfitt fyrir margra hluta sakir en það er með erfiðleikana eins og svo margt annað í lífinu að ef tekið er rétt á málum þá má alltaf læra og þroskast af reynslunni. Ég hef líka sannreynt ýmislegt á árinu því eins og oft vill verða á ögurstundum finnur maður hverjir eru vinir í raun, hverjum má treysta og hverjir eru ekki þess virði að eyða tíma sínum á.
Mér finnst ég vera rík. Ég á systkini sem standa með mér í gegnum þykkt og þunnt. Ég á vini sem ég get, hvenær sem er, beðið að bera mínar byrðar með mér og það er ekki lítils virði. Mínir vinir og ættingjar eru þyngdar sinnar virði í gulli. Það er þeim að þakka að ég komst ósködduð í gegnum minn hildarleik á árinu
Ég byrjaði að blogga á árinu. Mest fyrir tilstilli Jennýjar Önnu sem var minn fyrsti bloggvinur og heimtaði að ég skrifaði eitthvað sem hún gæti lesið, sagði að til þess væru bloggvinir ;)
Ég missti vinnuna fyrir m.a. bloggið, sem mér finnst enn dálítið fyndið en þó meira hallærislegt. Hver nennir að liggja yfir bloggi miðaldra húsmóður og reyna að lesa eitthvað út úr því sem hugsanlega gæti staðið þar um einhvern sem þú þekkir kannski? Ég fékk aðra vinnu þó ekki fyrir bloggið heldur út á sjálfa mig! Í þeirri vinnu er ný áskorun á hverjum degi þannig að þegar allt kemur til alls þá græddi ég á því!
Ég kynntist líka mörgu góðu fólki í bloggheimum, sem hefur ekki reynst síðra í mannheimum. Rakst á Gulla, "gamlan" skólafélaga úr ML. Alltaf gaman að finna gamla félaga aftur og fá að fylgjast með hvað á daga þeirra drífur og síðast en ekki síst fann ég Fanney aftur. Dýrmæta vinkonu frá því í gamla daga
Ég tók þátt í stofnun hlaupahóps með Möggu. Hópurinn samanstóð af Möggu, mér og Lokharði Ljónshjarta, sem ennþá er sá sprettharðasti í hópnum. Hópurinn þ.e. ég og Magga tókum þátt í Reykjavíkurmaraþoni og var ég að taka þátt í fyrsta sinn. Við hlupum 10 km. og ég fyllist enn stolti við tilhugsunina að hafa komið hlaupandi í mark þrátt fyrir snúna fætur sem hver antikstóll hefði verið stoltur af og þó hvatningarhrópin við endalínuna hafi kannski flest verið ætluð fyrsta maraþonhlauparanum veit ég í hjarta mínu, að sumir stóðu þarna og görguðu á mig
Eins og sannur Íslendingur get ég ekki látið hjá líða að minnast á veðrið á árinu....... Vorið var blautt. Sumarið var sumar hinna góðu veðra á meðan haustið, og það sem af er vetri, verður í framtíðinni kallað haust og vetur hinna miklu lægða.
Ég hef ákveðið að árið 2008 verði mér gott. Héðan stefna allar leiðir upp á við og við hvert horn bíða mín ný ævintýri. Vona að nýja árið færi ykkur einnig frið og kærleik
Athugasemdir
Gleðilegt ár Hrönn, göngugarpur, megabloggari og hlaupaskósafnari Megi komadi ár verða þér gott. Hlakka til að halda áfram að lesa þín blogg. "All the best" úr Mosfellsbænum.
Halldór Egill Guðnason, 31.12.2007 kl. 08:56
Takk sömuleiðis Megatuðari
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 09:38
Gleðilegt ár elsku elsku Hrönnslan mín, þú ert æði.
Heiða Þórðar, 31.12.2007 kl. 10:31
Takk Heiða mín. Það ert þú líka og gleðilegt ár til þín
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 10:36
Megi nýtt ár færa þér gæfu og gleði ásamt góðu gengi.
Hver veit líka nema við rekust hvor á aðra í mannaheimum á árinu líka
Dísa Dóra, 31.12.2007 kl. 10:36
Gleðilegt ár Hrönn mín og takk fyrir frábæra viðkynningu á árinu.
Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 10:39
Takk Dísa Dóra og sömuleiðis. Ég er ekki frá því að ég hafi séð þig í BYKO rétt fyrir jól? Var bara ekki nógu viss til að gefa mig fram
Takk sömuleiðis Marta mín
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 10:58
Gleði og gæfa elti þig á röndum á nýju ári, Hrönnslan mín. Takk fyrir góða viðkynningu á árinu. Alltaf gaman að lesa þig. Knús og kossar.
Hugarfluga, 31.12.2007 kl. 11:24
Takk sömuleiðis Fluva mín og Hallgerður
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 11:28
Elsku Hrönnslan mín.... Gleðilegt ár og takk fyrir allt og allt......mest þó fyrir að vera jafn glöð og ég þegar ég réðist á þig í Nóatúni í byrjun sumars..... þykir allveg óendanlega vænt um þig....... knús og kram....
Fanney Björg Karlsdóttir, 31.12.2007 kl. 11:38
I ligemod Fanney mín
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 11:50
Gleðilegt ár Hrönn og takk fyrir skemmtileg bloggkynni á því gamla.
Megi nýja árið færa þér gæfu og gleði
Huld S. Ringsted, 31.12.2007 kl. 13:21
Gleðilegt ár Hrönn mín og takk fyrir alla hlýjuna á árinu sem er að líða. Reka fólk útaf bloggi..það var þá...djís...hneyksl...
Ragnheiður , 31.12.2007 kl. 13:38
Elsku Hrönnslan min. Gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár dúllanmín og takk fyrir góða og skemmtilega viðkynningu á árinu sem er að enda.
Þú ert svo sannarlega ein af þeim manneskjum sem kannt Pollýönnu leikinn og skarar fram úr í honum. Ég samgleðst þér með að eiga svona góða að. Það er dýrmætara en allt annað.
Áramótaknús til þín.
Jóna Á. Gísladóttir, 31.12.2007 kl. 13:49
Gleðilegt árið elsku bloggvinkona og takk fyrir eitt og annað á árinu sem er að kveðja. Haltu áfram að vera svona dugleg að hlaupa og ekki gleyma í eina stund að daðra við hitt kynið
Rebbý, 31.12.2007 kl. 15:12
Takk stelpur mínar. Þið eruð yndislegar.
Og Rebbý að sjálfsögðu mun ég halda merki daðursins á lofti áfram
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 15:57
Gleðilegt ár elsku Hrönn mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 16:14
Takk sömuleiðis Katla mín
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 16:20
Gleðilegt ár, mín kæra. Takk fyrir árið sem liðið er.
Kærleikur af Skaganum.
SigrúnSveitó, 1.1.2008 kl. 00:38
Elsku Hrönnin mín. Gott að vita af þér hérna í bænum. Nú bara verðum við að láta verða af því að hittast, má ekki dragast mikið lengur. Kær kveðja til þín og þinna og eigðu gott ár mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:40
Var ég búin að segja þér hversu frábær þú ert? Ekki? Jú,jú en ég geri það bara aftur: Hrönnsla þú ert frábær.
Það er ekki sjálfsagt að vaxa við hverja raun, en þú virðist gera það svo um munar.
Takk fyrir yndisleg bloggkynni og ég bíð spennt eftir að hitta þig og varalitinn.
Svo óska ég þér gæfuríks árs honní og takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2008 kl. 14:09
Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 18:11
Hann er líka hrikalega flottur............ Verst ég man aldrei hvað hann heitir. Gæti aldrei leikið í auglýsingu um hann - og hef þó verið þráfaldlega beðin!
tíhíhíhíhíhíhíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.