30.12.2007
Pjúff.....
.....hvað það er klikkað veður úti. Var að koma úr morgungöngunni sem var óvenju stutt í þetta sinn. Ég varla stóð og hraktist eins og spörfugl á milli ljósastaura Ég get alveg tekið undir orð Vegagerðarinnar um að það sé ekkert ferðaveður!!
Ég hef verið að undirbúa Lokharð Ljónshjarta undir Gamlárskvöld, með dyggri aðstoð bæjarbúa, sem sjá um verklega þáttinn. Ég segi honum hryllingssögur af litlum stríðshrjáðum hundum í Kosovo, þar sem hver dagur er Gamlársdagur! Hann lætur sem hann skilji ekki inntakið og heldur áfram að stara út um gluggann með eyrun aftur á hælum. Ég bæti þá við sögu um útilegumann sem varð úti vegna þess að hann borðaði snjó - ekki að það komi málinu neitt við þannig séð en sagan var góð - það var þó ekki fyrr en ég bætti við sögu um hund sem bjó í Kína að hann sá að hann hafði það nú ekki svo skítt
Regnið lemur rúðurnar, vindurinn hvín og blæs, hundurinn er nýþurrkaður og steinsefur og nú ætla ég að skríða í rúmið aftur og njóta þess að hlusta á óveðrið úti á meðan ég les. Var að ljúka við bók sem heitir Undir yfirborðinu og er eftir Noru Roberts. Ágætis bók, góður stígandi í henni en á köflum dálítið fyrrisjáanleg. Bók sem gott er að lesa til afþreyingar. Nú er ég að lesa bók sem heitir Prinsessur eftir Leó Löve. Eins gott að átta sig á þeim líka þar sem ég er orðin nokkuð vel áttuð á Dramadrottningum
Veriði inni í dag ef þið mögulega getið. Það er Sunnudagur og þá á maður alltaf að gera það sem mann lystir
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Góðan daginn. Á svona dögum er ég svo fegin að eiga kött sem pissar inni. Eyrun á henni eru nú komin ansi aftarlega líka vegna undanfara gamlárskvölds hér í bæ. Ég ætla sko að vera inni, þ.e.a.s. ef Bónus er opið á morgun, nenni ekki í búð í dag. Á alveg eftir að huga að steikinni annaðkvöld, kaup bara eitthvað þægilegt, læt ekki plata mig í stress og læti. Kær kveðja úr vesturbænum
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:42
Ég ætti kannski að koma yfir og segja henni nokkrar sögur?
Ég er nokkuð viss um að það er opið í Bónus fyrir hádegi á morgun.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:50
brrrrrr...... brjálað veður...... og ekki hundi út sigandi...... en samt verður maður.... þ.e.a.s. bóndinn..... þau eru nebbla í sveitinni Hekla og bóndinn..... en í Ásahreppi er hvort sem er alltaf logn...... það fer bara mis hratt yfir...
Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 12:12
hahahaha já einhvern tíma hef ég heyrt það.......
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 12:18
Úff hér er allt í voða og vitlausu veðri..hér fuku hundar um hérað (sjá blogg) og eigandinn þorir ekki út enn. Verð samt að fara bráðum enda margt að gera. Vinna líka og svoleiðis leiðindi.
Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 12:31
þetta hljómar svo notalega kæra hrönn !
Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár
Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.
Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.
AlheimsKærleikur til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:21
Tek þig á orðinu darling.
Heiða Þórðar, 30.12.2007 kl. 15:08
Mér (okkur fjölskyldunni sko) var boðið í afmæli á Selfoss í dag...ákváðum að vera heima...enda ekkert ferðaveður, eins og þú komst að raun um í morgun.
Megi það sem eftir lifir dags verða þér ljúft og njóttu þín undir sænginni með prinsessurnar.
Kærleikur til mín frá þér.
SigrúnSveitó, 30.12.2007 kl. 16:18
Þú mátt koma og segja mínum voffum svona sögur, kannski fara þeir þá að hegða sér almennilega! Annars er ég búin að kaupa róandi á línuna, spurning að gefa þeim svoleiðis á hverri nóttu svo ég fái svefnfrið.
Ég tek þig á orðinu með að vera inni í dag, hér er hávaðarok og ég sting ekki einu sinni út litlu tá.
Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 17:25
Manns á barasta að vera inni í svona suddaveðri og kúra sig!!
Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 19:30
Gleðilegt ár kæra Hrönn. Les stundum bloggið þitt og hef gaman af. Takk fyrir 2007 og megi 2008 færa þér gleði og gæfu.
SÓ
sirrý (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:57
Ragga! Vona að hundar hafi fokið aftur heim í hérað og ekki náð að fjölga sér eins og ruslatunnur hér um daginn.....
Hallgerður! Kannski var Guðmundur HANN í spörfuglalífi mínu, sbr. fuglastríðið í Lumbruskógi....
Takk Steina mín og sömuleiðis
Heiða mín! Farðu nú vel með þig
Flórens! Það runnu nú á mig tvær grímur við lestur Prinsessanna, en kannski er það háttur góðra bóka?
Huld! Ég skal segja þinum sögur næst þegar ég á leið um Norðurland! Þetta er loforð ekki hótun
Segðu Fluva mín Ef ekki í svona veðri, hvenær þá?
Sirrý! Nú er ég forvitin. Þekki ég þig? Gaman að "sjá" þig samt og vertu velkomin hvenær sem er
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 22:29
Ha, var vont veður?? Ég horfði bara á danskar myndir og bjó til fullan pott af villibráðarsósu fyrir morgundaginn. Sko, eftir að ég hafði horft á þær dönsku.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.12.2007 kl. 23:37
ahhhh ég gleymdi að horfa á danskar myndir........ Það sem kona getur verið gleymin......
Hallgerður! Betra að vera
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 00:16
Takk sömuleiðis Dúa litla og knúsaðu Völuskott frá mér
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.