29.12.2007
Hrín við Hrönn
Mér leiðast áramót!
Allt á að vera svo svakalega skemmtilegt! Allt á að heppnast svo rosalega vel!! Allir eru svo hrikalega drukknir og í svo mikilli þörf fyrir uppgjör!!! Einu sinni, þegar ég var skvísa í Reykjavík (og svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég nú skvísa í sveitinni....) umgekkst ég stóran vinahóp, þessi hópur hafði þekkst frá blautu barnsbeini og allir voru góðir vinir, misgóðir vinir, að vísu, eins og gengur en á Gamlárskvöld var alltaf teiti hjá einhverjum af hópnum. Þetta tiltekna Gamlárskvöld var teitið haldið í Kópavogi, ég sat í stofunni í góðu glensi og hópurinn skemmti sér ágætlega, að ég hélt, en ég hef nú alltaf verið frekar sljó...... eníveis, ég brá mér afsíðis - að míga í einrúmi, eins og við segjum svo ódannað hér í dreifbýlinu, og þegar ég kom til bara var allt í háalofti. Strákarnir að slást inni í stofu og stelpurnar grátandi, allar sem ein í eldhúsinu! Ég virti fyrir mér atganginn um stund og velti því afar heimspekilega fyrir mér hvort það hefði virkilega haft þessi áhrif að ég yfirgaf samkvæmið eina míkrómínútu í tíma alheimsins....... ein ómissandi ...... hringdi síðan á leigubíl og fór heim að sofa. Lofaði sjálfri mér því að aldrei skyldi ég taka virkan þátt í Gamlárskvöldi framar og hef staðið við það. Gamlárskvöld er eina kvöldið á árinu sem ég fer edrú í sæng
Hafði nefnilega lent í því árið áður að ein sem ég þekki arfleiddi mig að börnunum sínum, svona til vonar og vara, ef hún finndist ekki framar. Þá byrjuðu nú grímurnar tvær að renna á mig, ég meina ég hef aldrei haft gaman af börnum......
Ég segi ykkur það satt mér var ekki skemmt þá og mér er ekki skemmt nú! Hugsanlega er þó skýringin sú að ég var bara í svona óvönduðum félagsskap? Tek allavega enga sjensa á félugum um áramót og dvel með sjálfri mér í góðu yfirlæti ásamt appelsíni og smákökum, fer jafnvel bara snemma að sofa ef friður gefst fyrir þessum fargins flugeldum!!! Vona svo sannarlega að það viðri ekki vel fyrir loftleikfimi í ár.
Að þessu sögðu má ljóst vera að mér leiðast Gamlárskvöld og bið ég ykkur vel að lifa og óska ykkur góðra stunda.
Athugasemdir
Mér leiðast líka áramót, mér finnst þau erfið og fer alltaf edrú í sæng
Marta B Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 01:36
Æj hvað ég er fegin að ég á mér skoðanasystur "þarna úti"
Nú líkar mér enn betur við þig og hélt þó að það væri ekki hægt
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 01:54
Hei, sammála hér, hef aldrei uppveðrast yfir áramótum frá því ég var 14, en á þeim tíma var þetta mjög spennandi. Eitthvað breyttist. Kannski þroski? Hm.. Ég fer auðvitað edrú í bedda, en það er ekki til hátíðabrigða, nú orðið fer ég ekki öðruvísi til rekkju enda ekki fallið úr rúmi í ca. 15 mánuði bráðum.
Verðum saman í huganum.
Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 09:51
Gamlárskvöld... Já, ég segi kannski ekki að mér leiðist gamlárskvöld, en það er alvarlega ofmetið að mínu mati! Mér finnst gamlárskvöld best eftir að allir urðu edrú á mínu heimili og djamm hætti að vera MÖST!!
Við prófuðum nokkur áramót að vera með ýmsum vinum en komumst að því fyrir rest að bestu áramótin okkar eru þegar við erum heima í ró og næði, við og börnin. Borðum góðan mat, börnin óska gjarnan eftir grjónagraut og fá hann þá, en við borðum gjarnan einhverja steik.
SigrúnSveitó, 29.12.2007 kl. 13:45
Stelpur hvað er þetta með okkur?? við erum bara allar á sama róli. Ég vil rólegheit heima og verð alltaf rosa fegin þegar bomburnar hætta. Edrú í rúmið oftast og það er lang best. Vakna svo á nýársdag og vita að framundan eru dagar sem maður getur gert sitt besta til að gera vel. Verst þykir mér að fylgjast með innkaupaæðinu sem rennur á fólk fyrir áramót, snakk, gos, nammi og allur þessi geðveiki matur, engin skynsemi í gangi. Ég ætla ekki einu sinni í ríkið.
Glottir tungl og ...................... og hratt flýr stund. Knús í þitt hús.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:25
Hvurslags eiginlega er'etta? Hehehe. Mér finnst alveg dásamlegt einmitt að vera heima hjá mér þetta kvöld, fjarri öllu því sem heitir partý og fyllerí og horfa á annálana, skaupið og flugeldana út um gluggann hjá mér. Þetta er allt spurning um viðhorf og val ... eins og með margt annað í lífinu. Skil ykkur samt alveg .. en er samt sjálf algjör áramótabomba.
Hugarfluga, 29.12.2007 kl. 19:15
dúllur
Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.